Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 15
S(ari’inii. áðnr fágrætui* farfng:!, iiú staðfugl Starrinn er spörfugl. Hann er allstór, nœstum svartur á lit, en á fjaðrirtiar slœr grœnleitum eða fjólubláum gljáa. Nefið á honum er gult, frekar langt, eftir þvi sem það er á spörfuglum, og beint er það. Erlendis lifir hann mest á skordýrum, orm- um og lirfum, en einnig alls konar berjum — og jiykir jivi nokkur skaðvaldur i ávaxtagörðum, eins og jirösturinn. Hér á landi er starrinn nýr land- nemi. Hér áður flreklist hann liingað við og við, en mi er hann orðinn áruiss i sumum landshlutum, er jafnvel staðfugl sums staðar, enda hefur hann lekið uþp þann hátt að neyla annarrar fatðu, en liann neylir erlendis. Hann scekir i blautan og þó einkum hálfharðan fiskúrgang og elur hann með góðri lyst. Erlendis verpir starrinn i holum trjám, en einnig i varþkössum, sem fólk jafnt i sveitum og borgum setur á hús sin. Starrinn er söngvinn og fjörugur fugl. Sögukornið, sem hér fer á eftir, er úr sœnskri bók, sem cctluð er skólum — ekki sem námsbók, heldur sem lesbólt. Pabbi Óla litla hafði smíðað varpkassa, sem var það stór, að starri átti að geta búið sér þar hreiðttr. Kassann gaf hann Óla, en hann hengdi hann ekki á húsvegginn, eins og oftast er gert, heldur á stórt linditré í trjágöngunum heim að húsinu. Þetta var að vorlagi, og Óli fór stundum oft á dag að athuga, hvort gesturinn, sem hann bjóst fastlega við, væri kominn, því að pabbi Óla hafði sagt honum, að ein- mitt um þetta leyti væri starranna von sunnan úr heitu löndunum, þar sem þeir hefðit vetrarsetu. En hinn góði gestur lét eftir sér bíða. Einn morgun heyrði Óli eitthvert tíst inni í varp- kassanum. Hann varð mjög ánægður og tók að hoppa og hringsnúast af gleði. Loksins, loksins var þá sá kominn, sem við hafði verið búizt af mikilli eftirvæntingu! Allt í einu kom höfuð út um opið á kassanum. Og Óla hnykkti við. Þetta var svei því óboðinn gestur, en ekki starri. Þetta var ... var sem sé óhræsis grá- littlingur, — já, aldrei vantaði hann frekjunal Óli var ósköp leiður. Reyndar gat verið talsvert gaman að grátittlingunum, svo fjörugir og frekir sem þeir voru, en Óli hafði búizt við, að starrinn, sem var miklti meiri myndarfugl, settist að í varp- kassanum hans. Sárliryggur fór hann til pabba síns og sagði hon- um, hvað nú hefði gerzt. Pabbi hans tók þessu ró- lega, sagði, að hann skyldi bara bíða, — það mundi koma starri í varpkassann, áður en varði. „En þá eru hinir fyrir,“ sagði Óli. „Við skulum nú láta sjá. Ætli starrinn hafi ekki einhver ráð með að láta grátiitlinginn rýma fyrir sér. Hann veil nú, hvað liann vill, sá piltur." „En heldurðu að hann leggi í illindi, þegar hann á kost á öðrum varpkössum? „Ætli honum lítist ekki heldur vel á þennan?“ sagði pabbi Óla og brosti. Hann var svolítið hreyk- inn af smíðisgripnum, því að hann var ekki smiður að iðn. Nú komu dagar mikillar eftirvæntingar. Óli var síhlaupandi niður að linditrénu, en þar sat allt við það sama. Þar vortt bara grátiltlingshjón, sem báru strá í nefinu inn í varpkassann. Gaman var að þeim, því að fjörug voru þau, en Óli þráði starrann sarnt sem áður. Honum fannst, að það mundi verða miklu skemmtilegra að fá slík hjón í kassann. Svo var það einu sinni snennna morguns, að Óli DÝRAVERNDARINN 91

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.