Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 2
Fuglalíf
á tjörninni
A fundi u?nhverfismálaráðs
Reykjavíkur 25. febrúar s. I. lagði
garðyrkjustjórinn í Reykjavík fram
skýrslu um Tjörnina og fuglalíf
hennar á síðasta ári. í henni segir
meðal annars:
Alls sátu á Reykjavíkurtjörn 39
fuglategundir. Þar af tvær, sem ekki
er vitað um, að hér hafi áður sést,
þ. e. grágrípur og garðsöngvari.
Fimm andartegundir urpu við
Tjörnina, þ. e. stokkönd, gargönd,
duggönd, skúfönd og æður. Gekk
misjafnlega vel hjá tegundunum að
koma ungunum upp og ætíð eru
brögð að því að hreiðrum sé um-
turnað og eggjum rænt. Allmikið
kemst upp af ungum stokkandar og
gargandi og æðarfuglinn kom á
þessu sumri upp 25 ungum. Urtönd,
húsönd, rauðhöfðaönd og skeiðönd
eru að mestu horfnar frá Tjörninni,
en rauðhöfðinn er þó viðloðandi að
vetrinum. Kríuvarp heppnaðist all-
vel og fundust alls 77 hreiður og
skiptist varpið þannig milli varp-
stöðva:
Stóra-tjörn, stærri
hólminn 61 hreiður
Stóra-tjörn, minni
hólminn 6 hreiður
Syðsta tjörn, (Þor-
finnstjörn) 10 hreiður
Ur litla hólmanum komust engir
ungar upp, en 10-12 ungar í „Þor-
finnshólma" og 20-25 ungar í Stóra
hólmanum, eða alls 30-37 ungar.
Um 100 grágæsir hafa vetursetu
við Reykjavíkurtjörn, en leggjast
frá að sumrinu og verpa í upplandi
borgarinnar.
Um 10 svanir halda sig yfir vet-
urinn á tjörninni, en verpa utan við
borgina t. d. við Elliðaár, Elliðavatn
og víðar. Aðeins tveir hnúðsvanir
eru nú eftir af þeim stofni, sem gef-
inn var frá Þýskalandi, og eru báðir
karlfuglar.
Á síðastliðnu vori voru gerðar
umfangsmiklar lagfæringar á stóra
tjarnarhólmanum og virðast þær
hafa borið þann árangur, sem að
var stefnt, þar sem aðeins fundust
13 kríuhreiður á tjarnarsvæðinu
öllu 1974, en voru eins og að fram-
an getur 77 á s. 1. sumri.