Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 4
Tómas Guðmundsson: Minningarljóð um Stubb I Æ, Stubbur kær, hve sárt ég sakna þín! Ég sé þig fyrir mér unz ævin dvín. Og feginshugar finn ég bilið styttast unz fornir vinir mega aftur hittast. Mér bar að sjónum aldrei augu nein svo ástúðlega döpur, mild og hrein. Þau löngum stundum einatt hvíldu á mér og aldrei sjálfrátt vék þitt tillit frá mér. Þá þótti mér sem því ég gæti treyst, að þú fengir úr hverjum vanda leyst. Eg fann, ef hrjáði hug minn kvíði og þreyta, til hunds en ekki manns mér varð að leita. í návist þína sótti sál mín frið er sæll þú undir fætur mína við. Og þöglan trúnað þinn ég mat því meira sem málskraf heimsins lét mér hærra í eyra. Og svipuð reynsla oss báða tryggðum batt og báðir höfðum við það fyrir satt, að það sé engin þörf að gerast maður til þess að reynast sannur, heill og glaður. En sást þú kveiðst að færi ég þér frá og fengi þér ei lengur unað hjá. Þá komstu hljótt og lagðir mér í lófa þinn Ijúfa fót með silkimjúka þófa. Og er þitt trygga tillit hvíldi á mér, ég tók mér nærri að lesa úr augum þér þá spurn, hvort nokkur vinur gæti vikið frá vini, sem hann unni svona mikið. II Æ, hversu sjaldan gefum við því gaum, hve gæfu vorrar ævitíð er naum. Og flestum aðeins verður hún að vana unz vér, greipum dauðans missum hana. Og máski skilst oss farsæld vor þá fyrst til fulls, er hún er lífi voru misst. Og hvað fær sárar samvizkuna kvalið en svik það, sem ábyrgð vorri er falið? Svo furðulega skammt nær mannsins skyn! Hvað skildi mig við félaga og vin? Sú ásökun ei hverfur huga mínum: Ég hefði getað afstýrt dauða þínum. 4 DYRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.