Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Qupperneq 6

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Qupperneq 6
Gluggaþykkni Skammdegistunglið varpar tær- um bjarma yfir Haukaskarðið, sem liggur þvert inn í Hamraheiði, milli Eyrarfjarðar og Fauskadals. Niðri í miðjum sneiðingum Sprengi- brekku, vestan í heiðinni, staulast roskinn maður á brattann, með bagga á baki. Skýjaflóka bregður fyrir mánann sem snöggvast. Gönguhrólfurinn staðnæmist á hjallanum ofan við brekkuna og kastar mæðinni. Þegar hann ýtir loðhúfunni frá enninu, minnir vasapelinn á sig, þykkur og breið- ur, og þrýstir að brjóstinu, glamrar ofurlítið við bræður sína. Haukáin kemur úr djúpu kletta- gili í heiðinni og fellur ofan sunn- an við Sprengibrekkuna. Niðurinn hljómar eins og bunuskvaldur úr keraldi út yfir skuggasælt vetrar- kvöldið. Maðurinn stingur hendinni í barminn. Pelinn fær að koma út í kvöldsvalann til að glitra og í daufri skímu er tappinn tekinn úr honum. Maðurinn lyftir pelanum. Þá verður kolsvart gilið fyrir aug- liti hans og höndin sígur. Sunnan við lækinn liggja göturnar upp gil- barminn í sneiðingum, fyrst eina hjallabrekku, svo aðra, síðan beint áfram meðfram gilinu, langt inn á heiði. - Nei, ónei. Ekki geri ég það. Ekki gerir hann Arnaldur í Skíða- gerði það. Gott að lifa í tilhlökk- uninni ósköp notalegt. Tappanum er þrýst í stútinn - með smelli. Pelinn hverfur inn í brjóstvasann. Og í sama bili dreg- ur frá tunglinu. Arnaldur gengur suður yfir læk- inn, sem frostnæturnar og éljadag- arnir hafa skarað með klakabrydd- ingum. Og svo prikar hann áfram upp brekkuna, sneiðing eftir sneið- ing, þangað til á næsta hjalla. Þar hvílir hann sig á steini og hagræð- ir byrði sinni. Nú er önnur sams- konar brekka eftir, áður en brattann þrýtur. - Það eru nú meiri óláns tappa- togararnir, þessir götusneiðingar! Arnaldi verður litið ofan í gilið; þar sést varla annað en kolsvart djúp, því að mánaskinið lýsir að- eins brúnina á norðurbarminum. Þarna niðri sönglar lækurinn lág- róma, æfir sig á klökkri rímu, áður en vetrarkyngin breiðir yfir hann. Skýjasamfellur svífa hæglátlega um heiðríkjuna og háðskur er karl- inn í tunglinu á svipinn, einkum þegar flókarnir ætla alaveg að kæfa hann. — Jæja, nú er meira en hálfnað uppeftir. Raunar ekki nema einn þriðjungurinn. Þú mátt hlæja, Tunglsi! Hallaðu þér svo bara á svæflana! Ég villist ekki. Ekki hann Arnaldur, - hefur farið hér um áð- ur. Arnaldur þrífur rösklega til pel- ans og sýpur drjúgum á. Svo stend- ur hann upp af steininum og þrammar á brekkuna. Aftur er kom- ið glaða tunglsljós og glugginn sem smettið á mánanum hangir út um er stór. Brekkan er erfið. Þetta er eins og í prófi. Alltaf verst, rétt áður en áfanganum er náð. Sá sem veit það, herðir sig. Maður hefur nú svo sem verið úti í grenjandi stórhríðarbyl, kannski ekki í reitum milli gilja, en vafasömu samt, og haft það af. Ljósið frá himninum tekur nú að breytast, verður bjartara, og heið- in til beggja hliða og framundan hvítari en áður, þó að víða sé autt milli svella á flákum og melbung- um. Arnaldur stígur upp úr síðustu brekkunni og litast um. - Víst lá ei á og þó saup ég á! Ekki svo að skilja að ég klöngrist ekki götuna eftir gilbarminum. Mína rímu skal ég heima undir morgun. Farðu bara varlega, Arn- aldur. Mundu þínar reglur. Hvað um það? Víst er frost. En svo hann hérna þessi — glitrandi af mánabirtu og blómasól. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. En sá ylur! Dökkir flókar safnast um höfuð mánans og nóttin verður skyndi- lega aldimm — langt í næsta glugga. — Skyggir skuld fyrir sjón! Ha - hvað ertu að segja? Ekki nema það þó! Ég fer ekki feti lengra fyrri en kjáninn þarna uppi gægist á mig næst. Arnaldur hallast upp að gömlu vörðubroti sunnan götunnar. Gilið er horfið inn í dimmuna, aðeins niður árinnar heyrist, og ofurlítil suða fyrir eyrum Arnaldi. Hann grípur til pokans og hagræðir hon- um milli vörðunnar og höfuðs síns. 6 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.