Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 9
af svæflunum hans Mána vefst nú að höfði honum, svo að rökkvar í dalnum. í þeirri andrá greinir Arn- aldur fjóra nýja hunda, alla eins að lit og stærð sem Valur, þjóta með honum upp snævi drifna hlað- brekkuna í Skíðagerði. Fas þeirra er eins og hvolpa að leik á sumar- degi. Þeir hverfa fyrir skemmu- hornið. - Nú er ég farinn að sjá tvö- falt og meira en það. Kemur mér raunar ekki á óvart." Tómur vasapeli fiýgur niður í elfarstrauminn, eftir að hafa skilað síðasta dropanum. Arnaldur geng- ur heim að bænum. Þar stendur hann stundarkorn og horfir hljóð- ur og hugsandi yfir dalinn undir björtu skýjarofi. Málsverður bíður Arnaldar i hlýju eldhúsinu. Þegar hann hefur matast um stund, kemur fallegur stór hundur, dökkgrádröfnóttur, ut- an úr göngunum. Virðist hann hafa sofið í ró og næði, en fagnar nú eiganda sínum og er glaður mjög. Arnaldur klappar honum. - Valur minn blessaður. Eg var nærri búinn að gleyma þér. Ertu ekki þreyttur eftir allt ferðalagið? Og þessa snilldarlegu hjálp þína við mig. Sofðu nú lengi í fyrramál- ið, þó að ég fari á fætur. Viltu ekki hangikjötsbita og vænan slurk mjólkur í daliinn þinn? Valur þiggur góðgerðir með þökkum en virðist ekki vera sér- staklega nauðþurfandi fyrir að- hlynningu. Arnaldi er farið að líðn vel og svo ætlar hann sér nokkurra tíma svefnhvíld. Hann lýtur niður að Val og strýkur honum um gljá- andi bakið. Snögglega stendur hann teinréttur og athugar hundinn, fyrst eins og í fátkenndri leiðslu. Valur er svo hreinn og þurr, og alls ekki líkur því að hafa verið að þeytast út í köldu vetrarveðri um langa stund. En svipurinn á Arnaldi breytist jafn fljótt í yfirbragð þess manns sem uppgötvar með undrun að hann hefur orðið opinberunar að- njótandi. Hann er að minnast þess, að hann og faðir hans hafa báðir valið alla sína hunda með sama lit, hvern eftir annan, og gefið þeim öllum sama nafn. Og Valur horfir vingjarnlega á Arnald, en þó eins og hann vilji segja: - Þú ert góður húsbóndi, en bara svo slæmur með að loka mig inni, þegar þú ferð í kaupstaðinn. Sigurður Draumland. Munið að greiða GÍRÓSEÐILINN er var sendur með síðasta blaði DÝKAVERNDARINN 9

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.