Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 10
Fundargerð S. D. í.
Aðalfundur S. D. í. var settur í
Tjarnarbúð sunnudaginn 7. desem-
ber 1975 af formanni sambandsins
Jórunni Sörensen. Fundarstjóri var
kjörinn Marteinn Skaftfells og
fundarritari Guðmundur Hannes-
son. Formaður bauð alla fundar-
menn velkomna.
í kjörbréfanefnd voru kjörnir
Hörður Zophoniasson, (form.),
Alfheiður Guðmundsdóttir og Sig-
rún Stefánsdóttir og var þeim falið
að athuga kjörbréfin. Kjörbréfin
voru lesin upp til að kanna þátt-
töku.
Formaður hóf síðan lestur starfs-
skýrslu sambandsins. Skýrslan var
einnig lögð fram á fundinum, fjöl-
rituð. Gjaldkeri las upp reikninga
og sagði frá rekstri Dýraverndar-
ans.
Síðan hófust umræður um
skýrsluna og reikningana. Ásgeir
Guðmundsson þakkaði Jórunni
Sörensen fyrir afburða starf og
óskaði henni einnig til hamingju
með heiðursorðuna.
Þorsteinn Einarsson óskaði Jór-
unni einnig til hamingju með
veitta viðurkenningu. Hann þakk-
aði einnig útgáfustarfsemi Dýra-
verndarans. Þorsteinn er fulltrúi S.
D. í. í fuglafriðunarnefnd ríkisins
og ræddi hann um starf nefndar-
innar.
Þórður Þórðarson mælti nokkur
orð um starf sambandsins og þá
miklu vinnu sem þar liggur á bak
við. Hann óskaði félaginu þess að
fleira ungt fólk legði félaginu lið
því allt byggðist á eðlilegri endur-
nýjun virkra félaga.
Jóhann Sveinsson sagði frá ferð
sinni um landið s. 1. sumar og tal-
aði um að vaðfuglar lifðu víða
ekki lengur eðlilegu lífi, vegna
framræslu og þurrkunar landsins.
Mennirnir rifu lífkeðju dýranna.
Eyþór Erlendsson sagði að dýrin
væru algjörlega háð manninum og
honum undirorpin. Allar lífverur
eiga sinn rétt á jörðinni. Sérstak-
lega minntist hann á kettina og
réttleysi þeirra t. d. hér í borginni.
Ásgeir Einarsson talaði um dýra-
spítalann og vonaði að dýrahjúkr-
unarkona kæmi til starfa næsta
haust og að dýralæknir fengist til
starfa við spítalann. Einnig talaði
Ásgeir um P.-pilluna við fækkun
flækingskatta, og mávapláguna,
sem landsmenn ættu sök á sjálfir.
Ásgeir talaði um vandamálin í
sambandi við selina, og ómannúð-
legt dráp hans og hvernig best væri
að fækka honum á sem mannúð-
legastan hátt.
Hilmar Norðfjörð talaði um
fjáröflunarleiðir og óskaði form.
til hamingju með veitta viðurkenn-
ingu.
Erlingur Þorsteinsson talaði um
Sólskríkjusjóðinn sem móðir hans
stofnaði til minningar um föður
hans Þorstein Erlingsson. Aðaltekj-
ur hans hafa verið í sambandi við
sölu jólakorta og nú hefur silfur-
merki verið gefið út aftur.
Nokkrar umræður urðu um snjó-
tittlingana og nauðsyn þess að gefa
þeim þar sem kettir næðu ekki til
þeirra.
Miklar umræður urðu um úti-
gang hrossa og þá þjóðarskömm
sem hann er. Og hvernig mætti
bæta þar um. í þeim umræðum
tóku þátt Ásgeir Einarsson, Ófeig-
ur Ófeigsson, Bergljót Guðmunds-
dóttir o. fl.
í forföllum formanns Hunda-
vinafélagi íslands flutti Guðmund-
ur Hannesson skýrslu Hundavina-
félagsins. Þá flutti Gunnar Péturs-
son skýrslu Dýraverndunarfélags
Reykjavíkur. Ásgeir Guðmundsson
minntist á háhyrningana og með-
ferðina á þeim og talaði einnig um
nauðsyn þess að allir dýravinir
stæðu saman.
Eftir að umræðum var lokið
svaraði formaður ýmsum fyrir-
spurnum.
Formaður skýrði frá því að Jó-
hann Sveinsson hefði á þessum að-
alfundi gefið 50 þús. krónur til
sambandsins, og var Jóhanni þakk-
að innilega. Einnig gat formaður
nýrra fjáröflunarleiða og sagði að í
ráði væri að halda bílhappdrættt
með vorinu.
Næst lá fyrir kosning stjórnar
og var Jórunn Sörensen endurkjör-
in sem formaður sambandsins með
lófataki.
Ennfremur voru kjörnir með
lófataki eftirtaldir menn sem með-
stjórnendur: Gunnar Steinsson, Ól-
afur Jónsson, Hilmar Norðfjörð,
Gauti Hannesson, Sigurður Jóns-
son og Kristleifur Einarsson.
10
dýraverndarinn