Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 11

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 11
Lög S. D. I 1. gr. Sambandið heitir Samband dýra- verndunarfélaga íslands, skamm- stafað S. D. í. Varnarþing þess er í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur sambandsins er: 1. að sameina öll félög, sem vinna að verndun dýra, svo og þá ein- staklinga, sem búsettir eru þar, sem sérstakt dýraverndunarfélag er ekki starfandi. 2. að koma fram gagnvart opin- berum aðilum varðandi dýra- vernd. 3. að hafa afskipti af málum, sem varða dýr og velferð þeirra. 4. að stuðla að aukinni náttúru- vernd. Þessum tilgangi vill sambandið ná með því að: a) halda úti riti til fræðslu og hvatningar um dýraverndun. b) kynna almenningi dýravernd- un í blöðum, erindum og með kvikmyndasýningum eða á annan þann hátt, sem við verður komið. c) vinna að stofnun dýravernd- unarfélaga. d) Styðja starfsemi félaga, skóla og einstaklinga, sem vilja vinna að dýravernd og náttúruvernd. 3. gr. Sambandsaðilar geta orðið starf- andi dýraverndunarfélög, sem í eru hið fæsta 5 félagar, svo og ein- staklingar, sem búa í þeim byggð- arlögum, þar sem dýraverndunar- félög eru ekki starfandi. 4. gr. Félög skulu ekki greiða skatt til sambandsins, en hver félagi skal skyldugur að vera áskrifandi að riti þess, en þó skal ekki fjölskylda skuldbundin til að kaupa nema eitt eintak. Einstaklingar, sem eru ófélags- bundnir, skulu greiða árstillag til sambandsins, sem ákveðið er á hverjum aðalfundi. Dýraverndunar- félög skulu undanþegin kaup- skyldu, en hins vegar skulu félagar þeirra skyldir að vinna að út- breiðslu blaðsins. 5. gr. Hverjum félaga sambandsins er skylt að vera á verði um það, að haldin séu lög og reglugerðir um dýravernd og náttúrufriðun. 6. gr. Sambandið skal láta í té þeim, sem stofna vilja dýraverndunarfé- lög, fyrirmynd að lögum. Þegar stjórn sambandsins hefur borist tilkynning um stofnun og stjórn dýraverndunarfélags og sam- þykkt lög þess, er félagið orðið lögmætur aðili að sambandinu. Árlega fyrir septemberlok skulu stjórnir sambandsfélaga hafa sent skrá yfir nöfn og heimilisföng félaga sinna, svo og frásögn um störf sín. 7. gr. Reikningsár sambandsins er frá 1. sept. til 31. ágúst. Áskriftargjöld að riti sambands- ins falla í gjalddaga 1. júlí ár hvert. Varamenn: Paula Sörensen, Skúli Ólafsson, Gunnlaugur Skúlason og Álfheiður Guðmundsdóttir. Endurskoðendur: Þórður Þórðar- son og Magnús Þorleifsson. Undir liðnum önnur mál komu frarn ýmsar tillögur og ályktanir urn meðferð katta og athugun á því að koma málefnum dýraverndunar- tnanna á framfæri í skólum Iands- ins. Þær tillögur komu frá Dýra- verndunarfélagi Reykjavíkur. Marteinn Skaftfells kom fram með ýmsar fyrirspurnir um Dag dýranna og ályktanir í sambandi við hann, einnig um dýraspítalann. Formaður bar upp þá tillögu að aðalfundurinn samþykkti að gera Hans Hvass, formann fyrir Foren- ingen til dyrenes beskyttelse i Dan- mark, að heiðursfélaga S. D. í. Hans Hvass hefur um langt árabil verið fulltrúi íslands á fundum erlendis um dýraverndunarmál og hefur ætíð sýnt sambandinu mikinn vel- vilja og hjálp. Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði. Að lokum þakkaði formaður fundarmönnum komuna. Síðan var fundi slitið. dýraverndarinn 11

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.