Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 18
bólgu væri að ræða, því að ærin virtist vera með mikinn hita og ekkert vildi hún éta. - Var farið með uilarteppi o. fl. til þess að skýla ánni fyrir næturkuldanum og börn Jóns reyndu að reita gras handa sjúklingnum, en allt kom fyrir ekki, ánni batnaði ekki. - Þá var það að Jóni datt í hug að nota talstöðina til hjálpar, því að enginn var síminn. Eftirfarandi samtal fór fram á öldum ijósvakans eitthvað á þessa leið: „Halló, Gufunes, Gufunes. Land- mannalaugar kalla. Gufunes, heyrið þið til mín? Skipti." „Já, Gufunes hér, Landmanna- laugar, já ég heyri, hlusta. Skipti." „Já, Gufunes, Gufunes, Land- mannalaugar kalla. Já, það er hérna lambær frá Skarði á Landi, líklega veik af lungnabólgu, þarf meðöl. Gætir þú komið boðum til Guðna á Skarði um þetta. Ær veik - lík- lega lungnabólga. Hefur þú þetta? Skipti." „Halló, Landmannalaugar. Já, ég hef þetta, líklega lungnabólga, þarf meðöl send til ykkar. Skal koma þessum boðum, nokkuð fleira? - Skipti." „Já, Gufunes, Gufunes. Land- mannalaugar svara. Þakka þér fyrir; nei, ekkert annað, bless. Skipti." „Halló, Landmannaiaugar, ég heyrði þetta, bless. Farinn." Þetta samtal minnti vissulega á þá sögu í þjóðsögunum, þegar skessurnar kölluðust á, á milli fjall- anna: „Systir, ljáðu mér pott." „Hvað vilt þú með hann?" „Sjóða í honum mann." „Hver er hann?" „Gissur á Botnum - Gissur á Lækjarbotnum." Um kvöldið kom heimasætan á Skarði í jeppabíl með meðölin og lungnabólgusjúklingurinn fékk stóra sprautu af penisilíni eða sulfa. Og daginn eftir var ærin strax orðin betri. Þótt mjög væri hún máttfarin. Börnin reittu og báru að henni grænt grasið af bökk- um Laugalækjarins og svo eftir nokkra daga virtist hún nokkurn- vegin jafngóð orðin, þótt hætt sé við að lítið hafi hún mjólkað lömb- um sínum það sem eftir lifði sum- arsins. Hefði ærin fengið þennan sjúk- dóm einhvers staðar lengra inn á afréttinum, er hætt við að hún hefði borið beinin þar, en þarna komst að hin nýja tækni í talsamböndum og bjargaði lífi kindarinnar frá Skarði. Gauti Hannesson. HUNDA Sérverzlun fyrir heimiiisdýr KETTI NAGGRÍSI HAMSTUR STOFUFUGLA SKRAUTFISKA og fleiri dýr. Gnllfishabiiðiii Skóiavörðustíg 7 - Pósthólf 5248 - Reykjavík - Talsími 11757 18 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.