Dýraverndarinn - 01.06.1976, Síða 20
brot á dýraverndunarlögunum, að
menn hafi ekki hús yfir þau dýr,
sem þeir eiga, eða hafa undir hönd-
um, og bera þar með ábyrgð á.
Þá vill félagið hvetja allt gott
fólk sem áhuga hefur á velferð dýr-
anna, að bæta lífsskilyrði þessara
„málleysingja" sem ekki hafa tök
á því, að gera kröfur til okkar
mannanna. Ennfremur er það ósk
félagsins, að sem flestir gangi í fé-
lagið, og vill m. a. benda á, að börn
innan 12 ára aldurs þurfa ekki að
greiða nein félagsgjöld til þess.
Að lokum vill félagið þakka öll-
um þeim mörgu sem á margvísleg-
an hátt sýna dýrum og fuglum til-
litssemi, gefa þeim fæðu og hlúa
að þeim á ýmsan hátt, sem sýnir
kærleika þess fólks, til þeirra sem
minnimáttar eru og skapa mönn-
unum ánægju.
Fréttatilkynning.
Þá höfum við í félaginu sent eft-
irfarandi til birtingar í blöðum
bæjarins, sem við vonum að þau
birti.
„Okumenn og aðrir vegfarend-
ur akið gætilega þegar þér sjáið
skepnu á veginum framundan".
Dýraverndunarfélag Akureyrar.
„Vegfarendur athugið, að lömb-
in sækja mikið að vegunum, og
meðan þau ekki hafa vanist um-
ferðinni grípur þau hræðsla við
hávaða í ökutæki og hlaupa þá oft
upp á veginn, því er nauðsynlegt
að hægja ferðina og gæta fyllstu
varkárni".
Dýraverndunarfélag Akureyrar.
„Ökumenn athugið að séu hross
á veginum framundan og þér hald-
ið óbreyttri ferð, hlaupa þau undan
Forsíðumyndin
Maríuerla. - Karlfuglinn er hér að
koma út úr hreiðrinu eftir að hafa
mettað ungana á skordýrum. Nokkr-
ir unganna sjást með opinn gogg-
inn, tákn um, að þeir gcetu þegið
meiri mat. — Bceði karl- og kven-
fuglinn mata ungana samtímis. Hér
var kvenfuglinn greinilega dug-
legri við fceðuöflun og kom tölu-
vert oftar, og alltaf var það hún,
sem tók með sér saurpokann frá
ungunum, til að halda hreiðrinu
hreinu.
Þann vikutíma, sem ég fylgdist
með þessu hreiðri og búskapnum
þar, kynntist ég ýmsum persónu-
legurn háttum þessara einstaklinga,
en fuglar sömu tegundar geta ver-
ið mjög msimunandi, persónulega
séð. - Háttalag og sérhyggja er á
ýmsan veg meðal fugla, ekki stður
en manna, og náin kynni geta ver-
ið ákaflega fróðleg. - Margs má
verða vísari, þegar fuglar eru at-
hugaðir náið í lengri tíma og svo
var einnig hér. — Um þessi kynni
mcetti rita langa sögu, en þessi fáu
orð til að fylgja forsíðumyndinni
verða að nœgja í þetta sinn.
Hjálmar Bárðarson.
ökutækinu eftir veginum, en ef
þér dragið úr ferðinni eða stopp-
ið augnablik, þá átta þau sig á, að
hlaupa út af veginum".
Dýraverndunarfélag Akureyrar.
„Góðir samborgarar. Verum öll
samtaka í því, að hlúa að og sýna
dýrum og fuglum fyllstu nærgætni
og umönnun".
Dýraverndunarfélag Akureyrar.
Fróðleiksmolar
Ung íslensk stúlka er við nám í
dýrahjúkrun í Englandi. Hún mun
Ijúka námi í júní. Hún sendi Dýra-
verndaranum nokkrar glefsur af
ýmsu því er dýravinir í Englandi
leita ráða um og vonandi verður
það lesendum Dýraverndarans til
gagns og ánægju.
— pillan „OVARID" er notuð til
að gera tíkur ófrjóar.
— ef einhver hefur í umsjá sinni
uglu, eða hrafn, eða eitthvað af
þessum stærri fuglum á að gefa
þeim hrátt kjöt blandað örlítið
með bómul eða mjúku hænsna-
fiðri, til þess að gefa fuglinum
eitthvað sem er gott fyrir melt-
inguna.
— eða ef kisan eða hundurinn er
lystarlaus er gott að setja GLU-
COSE (sem ætti að fást í apó-
tekum) í vatnsskálina. Magn:
1—2 teskeiðar í skálina.
— GLUCOSE er líka gott ef um
uppköst er að ræða. Þá skal
notað ÍSKALT vatn -j- GLU-
COSE.
Leiðrétting
í síðasta blaði var grein um
köttinn Bröndu eftir Sigríði Steff-
ensen. - Vísa um Bröndu átti að
fylgja með, en féll niður. Hún er
svona:
Sólin skín á skykkju þína,
skrautlega ofna fögrum röndum,
við erum tvær í trega og gleði,
tengdar föstum ástarböndum.
Höfundur er beðinn velvirðing-
ar á þessum mistökum.
20
DÝRAVERNDARINN