Dýraverndarinn - 01.06.1976, Side 21
Föndurhornið
SVARTBAKURINN
eða veiðibjallan, eins og þessi fugl
er stundum kallaður, er að verða
einn algengasti sundfugl hér á
landi. - Honum hefur fjölgað mjög
á síðari árum og má segja að svart-
bakurinn hafi verið „höfuðverkur"
þingmanna okkar á Alþingi und-
anfarið, því að erfiðlega hefur
gengið að semja lög, sem stuðluðu
að fækkun hans, svo að gagni kæmi.
- En fugl þessi er fallegur, hraustur
og harðgerður og ágætur flugfugl.
Við skulum saga svartbakinn út
úr 5 mm krossvið, helst birki. Álita-
mál er, hvort við eigum að saga
burtu stikkið milli fóta hans, en ef
það er gert, verður að fara varlega,
svo að ekki Itrotni fótleggirnir.
Reynið að teikna á bakhlið hans
sömu liti og eru á framhliðinni,
þ. e. a. s. bakið svart og vængur
einnig að mestu leyti. Smíðið hæfi-
lega stóran pall undir fuglinn og
þá úr aðeins þykkra efni eða 6 mm
krossviði. - Málið þúfuna, sem
svartbakurinn stendur á, gulgræna,
en pallinn grasgrænan. Lakkið með
þunnu, glæru lakki.
G. H.
ÖÝRAVERNDARINN
21