Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 22
Fuglarnir okkar
Nú hefst í blaðinu nýr flokkur
greina um íslenska fugla. Þær eru
teknar úr Fuglabók Ferðafélags ís-
lands, eftir Magnús Björnsson, sem
gefin var út 1939 og mun nú lík-
lega vera illfáanleg, a. m. k. ekki í
hvers manns eigu og er það því von
okkar að nokkur fengur þyki í því
að fá þessar greinar, en þær eru
bæði fróðlegar og skemmtilegar og
mjög vel skrifaðar.
Byrjað verður á spörvaœttbálkin-
um og má þar fyrst frægan telja,
hrafninn.
SPÖRVAÆTTBÁLKURINN
(Passeriformes)
Hrafninn
(Corvus corax, L.jé
Fyrst skal frægan telja. Krumma
gamla þekkja flestir og ekki allir að
góðu. Því fer fjarri, að hann sé
„ljótr og svartr". Hann er fallega
gljáandi svartur, en stálblá og fjólu-
lituð sJikja er aftan á höfðinu, á
hálsinum og niður á herðar. Hann
er staðfugl og fellur því oft í harð-
indum. Hann kann þó fugla best að
bjarga sér, því að hann er alœta.
Eru lifnaðarhættir hans í því efni
alkunnir.
Hrafninn verður kynþroska, þeg-
1 Islenski hrafninn er í sumu frá-
brugðinn hröfnum í nágrannalöndun-
um og er því sérstök undirtegund (sub-
species), en menn eru enn eigi á eitt
sáttir, hvernig skuli nefna hann, -
kenna hann við Island (islandicus) eða
á annan hátt.
ar hann er tvævetur. Hjónin halda
tryggð hvort við annað ævilangt.
Fjölskyldurnar halda hópinn langt
fram á vetur og sundrast stundum
ekki fyrr en líður að næsta varp-
tíma. Hann verpur oftast um sum-
armál og á að jafnaði 5 egg. Hrafn-
inn liggur á eggjum hátt á fjórðu
viku (21-24 daga). Ungarnir eru
skemmst 6-7 vikur í hreiðrinu,
og verða foreldrarnir að fæða þá
á meðan og oft lengur. Hreiðrin
eru stórar dyngjur (laupar) úr ým-
is háttar rusli, þangi, hrísi o. fl.,
en mýkra er undir eggjunum,
t. d. gras eða mosi eða ann-
að, sem nærtækt hefir verið. Hann
verpur oftast á klettasyllum í
gljúfrabörmum, sjávarhömrum eða
á hraunnybbum og borgum. Sjald-
an er hann mjög langt frá sjó, því
að þar er að jafnaði verra til fanga.
Hann er glysgjarn og ber ýmsa
annarlega hluti í hreiðrin af þeim
sökum.
Hrafninn er bráðskynsamur fugl,
auðtaminn en þjófgefinn, stríðinn
og óþekkur oft og tíðum. Hann er
hin mesta hermikráka og hefir
hljóð úr hverju kvikindi í ná-
grenni við hann, jarmar, geltir,
mjálmar o. s. frv. Hrafninn er
talinn langlífur, en hér nær hann
sjaldan háum aldri vegna ófriðar af
manna völdum. Hrafnsungar, sem
merktir hafa verið hér s.l. 5-6 ár,
hafa flestir verið drepnir, áður en
þeir voru orðnir þriggja vetra.
22
DÝRAVERNDARINN