Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 23
Einkenni: Stór, alsvartur, með
stinnar hár- eða burstkenndar
fjaðrir ofan á nefinu, sem hylja
nasaholurnar. Flýgur vel og leikur
ýmsar listir á flugi, einkum á vorin
og framan af sumri. Röddin breyti-
leg, krunk, klong o. s. frv.
Heimkynni. Hrafnar eiga heima
í flestum löndum, þó eru þeir ekki
til á New Zealand, eða á Kyrrahafs-
eyjum víðast hvar. Þeir eru heldur
ekki til á Madagacar, í Suður-
Ameríku eða Antillueyjum hinum
minni.
(Stærð:1 1. 360-710, v. 423-450,
n. 72-80, fl. 71-73 mm. (Hantzsch).
BLÁHRAFN (Corvus frugile-
gus frugilegus, L.). Erlendur haust-
og vetrargestur hér á landi, einkum
sunnanlands. Hann er svipaður ís-
lenska hrafninum á vöxt og lit, en
mun minni og öllu grannvaxnari.
Það eru sérkenni á þessum hrafni,
að hann sýnist oft vera hvítblesótt-
ur við nefrótina, sem stafar af því,
að fiðurburstirnar, sem hylja nasa-
holurnar, falla af, þegar bláhrafninn
er veturgamall eða eldri og sér í
bera húðina fyrir ofan nefið.
Bláhrafninn er minni alæta en
íslenski hrafninn. Skordýr, ormar
og ýmis háttar önnur smádýr eru
aðalfæða hans, og er hann víða tal-
inn fremur vera nytjafugl en hitt.
Þó bregður honum allmjög til
sinnar ættar, ef hart gerist í ári.
Hann ílendist hér aldrei.
KRÁKA (Corvus cornix, L.) er
einnig nefnd Færeyjahrafn og kem-
ur hingað oft eins og bláhrafninn
og á sömu tímum árs. Krákan er
auðþekkt frá öðrum hröfnum á því,
að hún er gráskjótt á litinn. Höf-
uðið, hálsinn ljósgrár, og eru lita-
1 1. = lengd, v. = vængur, n. = nef,
fl. = fótleggur.
DÝRAVERNDARINN
mörkin allglögg og áberandi. Krák-
an er minni en íslenski hrafninn,
en stærri en bláhrafninn.
Krákan er víðast hvar illa þokk-
uð, enda er hún hinn argasti eggja-
þjófur og ungamorðingi. Fer hún
yfir í hópum og gerir því mikinn
usla, þar sem hún er. Hún hefir
ekki ílenst hér ennþá, enda er lít-
ili fengur í henni. Erlendis eru
krákur og bláhrafnar skotin til
manneldis og talin vera sæmileg-
asti matur.
STARI (Sturnus vulgaris, sub-
sp. [?]). Haust- og vetrargestur hér
á landi eins og bláhrafninn og krák-
an, en öllu algengari, einkum sunn-
anlands og austan. Koma þessir
fuglar líklegast frá nágrannalönd-
um okkar austanhafs, þ. e. frá Norð-
urlöndum og Bretlandseyjum(P) og
sjást hér helst eftir undanfarin aust-
an- og suðaustan-stórviðri.
Starinn er á stærð við skógar-
þröst, en að öðru leyti ekki líkur
honum i vexti, t. d. hefir starinn
hlutfallslega miklu styttra stél, og
er það áberandi á fiugi.
I vetrarbúningi er starinn dökk-
móbrúnn eða svartur (eftir aldri og
Þessi stari er taminn og er kallaður
„Títla". Hún er aS öllu leyti mjög
merkilegur fugl, — kann m. a. aS segja
nafnið sitt. Sagt verður nánar frá Títlu
í blaðinu síðar.
kynferði), með þéttum, ljósum
dröfnum, hvítum eða ljós-móleit-
um. Auk þess slær víða grænleitri,
purpuralitri og blárri málmslikju
á fiðrið hér og þar, einkum á höfði,
baki og á hliðunum. Nefið er mó-
leitt og fæturnir rauðleitir.
Sumarbúningurinn er mjög
skrautlegur. Dröfnurnar eru horfn-
ar. Litirnir hreinni og skýrari og
málmgljáinn á fiðrinu mjög áber-
andi. Nefið er þá gult. Á haustin
fær hann á sig dröfnurnar á þann
hátt, að þá lýsast fiðurþökurnar í
oddinn, þannig að á bringu, kviði
og á hliðunum verða fjaðraoddarnir
hvítir, en ljós-móleitir á höfði og
baki. Á vorin detta þessir ljósu odd-
ar af fjöðrunum, og er hann þá
korninn í sumarfötin.
Starinn er félagslyndur fugl og
sést oftast í smáhópum, sem eru
fremur ókyrrir. Þar, sem þeir eru að
leita sér fæðu, hoppa þeir til og frá,
líkt og hrafnar gera stunduin, eða
fljúga skyndilega upp og setjast
þegar aftur. Hér er starinn oftast
þögull, en annars er honum það
ekki lagið. Hann hefir heldur þægi-
lega rödd og er auk þess mikil
hermikráka. Hann verpur hér að
líkindum sunnanlands, endrum og
eins. Eggin eru 5-7, einlit, ljósblá.
Hann verpur helst í holum, á inisa-
þökum, útihúsum o. v. Hann er að-
allega skordýra- og ormaæta.
(Nú mun starinn orðinn hér
miklu algengari en þegar þessi bók
er rituð, og er það vel því hann er
einstaklega fjörugur og skemmti-
legur fugl, sem gaman er að veita
athygli.)
AUÐNUTITTLINGURINN
(Carduelis flammea (L), subsp.P)
í sumarbúningi er hann dökkur,
svart-móleitur á baki, en all ljós á
23