Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 27
vængirnir. Fjórar fremstu flugfjaðr-
irnar eru jafnlangar, en sneitt fram-
an af 2., 3. og 4. flugfjöður, og
nemur sneiðingurinn allt að V-S
af lengd fjaðrarinnar. Ungarnir eru
dekkri á baki og gulleitari á kviði.
Vængþökurnar eru með ljósum
jöðrum, og er það áberandi, þegar
hann leggur saman vængina. Klóin
á afturtánni er löng og lengri en
táin sjálf. Ystu stélfjaðrirnar eru
hvítfjaðraðar. Fyrir ofan augað er
ljós rák á augabrúninni.
Hann velur sér varpsvæði
snemma á vorin, oft þegar í byrjun
maí, og fer þá að syngja og ver öðr-
um sinnar tegundar sitt heimaland.
Syngur hann mjög í tilhugalífinu
og út allan varptímann. Mest syng-
ur hann á flugi og leikur þá ýmsar
fluglistir. Varptíminn byrjar oft í
maílok og nær að jafnaði fram eft-
ir júní. Það kemur fyrir, að hann
verpur tvisvar á sumri. Hreiðrið er
ofið saman úr sinu og stráum og
fóðrað innan oftast nær með þurr-
um mosa. Það er ekki eins haglega
gert og sumra annarra smáfugla, en
það er vel falið í grasi eða sinu ut-
an í þúfnakollum eða í götuskorn-
ingum, og er grasið oftast vafið í
skúf yfir það eins og þak, en dyrn-
ar eru til hliðar og ber eigi mikið á
þeim. Eggin eru 5-6 eða fleiri,
dökk móleit á lit. Kvenfuglinn ligg-
ur að mestu einn á eggjunum, en
bæði foreldrarnir hjálpast við að
afla fæðu og mata ungana. Karl-
fuglinn heldur vörð, meðan frúin
bggur á, og syngur hann þá mikið.
Útungunartíminn er 13 dagar, og
fara ungarnir úr hreiðrinu, þegar
þeir eru 10-14 daga gamlir og
oftast áður en þeir eru vel fleygir.
Þúfutittlingarnir fara að sýna á
sér ferðasnið, úr því að komið er að
úgústmánaðarlokum, og eru þá
flestir komnir í grennd við sjávar-
DÝRAVEKNDARINN
síðuna, en þó fara þeir ekki strax,
oft ekki fyrr en í septemberlok.
Smyrillinn eltir þá mjög á haustin,
áður en þeir fara héðan, og tekur
oft af þeim ómakið að fljúga suð-
ur um höf, því að þeir eru aðalfæða
hans. Þúfutittlingurinn er orma- og
skordýraæta aðallega, en getur þó
brugðið fyrir sig að éta jurtafæðu,
ef ekki er annað að fá. Hann er
heldur minni en maríuerlan.
Heimkynni erlendis. Þúfutitt-
lingurinn er algengur í hinum
norðlægari löndum Norðurálfu, en
upp til fjalla hittist hann víðast
hvar þótt sunnar sé, allt suður að
Miðjarðarhafi. Hann fer á vetrum
suður til Norður-Afríku o. v.
(Stærð: 1. 145-160 mm, v. um
80 mm, n. 10,5—11,5 mm, fl. 19,5-
21 mm. Þyngd um 17,5-21,5 gr.)
SKÓGARÞRÖSTURINN
(Turdus musicus coburni, Sharpe)
Skógarþrösturinn er algengur
víðast hvar í skóg- og kjarrlendi á
sumrin, en vor og haust er hann
algengur víða við sjávarsíðuna, þar
sem helst er æti að fá. Hann er far-
fugl að mestu hérlendis. Kemur
snemma á vorin, oftast um miðjan
marsmánuð, og fer oft ekki fyrr en
eftir veturnætur. í mildum vetrum
er hann hér oft ílendur allt árið,
einkum sunnanlands.
íslenski skógarþrösturinn er að
mestu mógiár á baki og vængjum,
en aftari flugfjaðrirnar eru með
gráleitum jöðrum. Framan á hálsi
og bringu er hann með áberandi
dökkum, mó-svörtum dröfnum, en
mjög ljós eða hvítleitur á kviði.
Yfir augunum er hvít rák. Neðan
á vængjunum er hann rauð-móleit-
ur og eins á síðunum. Kynferðis-
munur er lítill, karlfuglinn aðeins
stærri.
Snemma á vorin velur hann sér
varpstað og ver öðrum þröstum all-
stóra landareign. Hreiður gerir
hann sér inni í þéttum runnum,
oftast í krika milli greina, en það
kemur fyrir, að hreiðrið er á jafn-
sléttu. Hreiðrið er allstórt, en laus-
lega ofið saman úr stráum úr ull
og hárum. Aðalvarptíminn er frá
miðjum maí, ef það vorar sæmi-
lega, og fram í júní. Það kemur fyr-
ir, að hann verpur tvisvar á sumri,
og lengist þá varptíminn fram
eftir júlí eða lengur. Eggin eru að
jafnaði 5-7, alldökk, græn-móleit.
Útungunartíminn er um 14-15
dagar, og annast kvenfuglinn það
starf að mestu. Þegar eggin eru orð-
in vel unguð, liggur hún allfast á
og flýgur ekki af hreiðrinu fyrr en
mjög er að henni þrengt. Ungarnir
fara úr hreiðrinu, áður en þeir eru
fullfiðraðir, hlaupa þeir allvel og
eru slungir í því að fela sig í kjörr-
unum, en fljúga ekki, þótt fleygir
séu orðnir, fyrr en þeir mega til að
forða sér úr bráðri hættu. Þeir eru
venjulega um 10-14 daga, þegar
þeir fara úr hreiðrunum. Á síðari
árum hafa þrestirnir tekið upp
þann sið að verpa við og við í görð-
um og runnum í einstaka bæjum og
kauptúnum, t. d. í Reykjavík, og
væri eflaust auðvelt að fá þá til þess
að verpa í hreiðurkassa, en vegna
kattamergðarinnar alls staðar er
naumast hvetjandi til þess að hæna
þá að mannabústöðum. Fjölskyld-
27