Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.01.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 14.01.1965, Blaðsíða 2
Fjárhagsáætlun - f ÓLAFIJR TUOKS Framhald af bls. 1 Ignólfur Arnason (K) lók fyrstui' til máls og fylgdi úr hlaði tillögum fulltr. Alþýðu- bandalagsins. Lagði hann m. a. lil í þeim tiilögum, að tekið yrði lán til framkv. hjá hænurn, svo sem til hitaveitu og nýbygg- inga, að framl. til Framkvæmda- sjóðs lækkaði um I millj. kr., en nýr liður, „lil að sluðla að nýhreytni í rekstri U.A. h.f.“, yrði 1.5 millj. kr. Bæjarfulltrú- inn fór einnig nokkrum orðum um tillögur annarra fulltrúa, m. a. um framlag til skíðalyftu, sem liann laldi sig ekki geta fylgt, enda málefni, sem beðið gæti vegna brýnni verkefna. Eins taldi hann sig ekki geta fylgt tillögu Braga Sigurjónssonar um hækk- un framlags til Iðnskólabygg- ingar, taldi að þær 900 þús. kr. sem áætlaðar hefðu verið ættu að nægja í bili. Bragi Sigurjónsson (A) fylgdi nokkrum breytingartillögum, (sem getið er á öðrum stað í blaðinu) úr hlaði með þeim rökum m. a., að samkv. upplýs- ingum, sem hann hefði aflað sér væri gild ástæða til að ætla að framlag úr Jöfnunarsjóði yrði varla .innan við 10 millj. kr. jafnframt taldi hann að fram lag bæjarins lil almannatrygg- inga og lil atvinnuleysistrygg- inga væri hægt að lækka nokkuð þar sein ekki sé vitað til að nokkur umlalsverð hækkun verði á framlögum í ár frá fyrra ári. Að vísu hefði á fyrra ári orðið mikil hækkun vegna ó- vænlra kaup- og hótahækkana, 1963 og kom því öll sú hækkun fram á 1964-áællun. Nú væri aftur á móti ekki vitað um neitt slíkt. Um hækkun framlags til Iðnskólans sagði Bragi, að hefja ætti byggingu nýs Iðnskóla í ár, sem mjög brýn þörf væri á að upp kæmist sem allra fyrst. Hins vegar myndu framlög til iðnskólabyggingarinnar á áætl- un 2ja undanfarinna ára hafa bundizt vegna brýnni ])arfa í nýbyggingu Gagnfræðaskóla Ak ureyrar og væri tillaga lians um hækkun lil lðnskólans miðuð við það að auðvelda bæjarsjóði að hraða byggingum beggja skólanna meir en ella væri hægt. Bragi lýsti sig samþykkan því að lekið yrði lán lil hitaveilu- framkvæmdanna svo fremi að hún yrði lægri en fulltr. Alþbl. leggðu til, t.d. I—1.5 millj. kr. Eins taldi hann tillögu þeirra um nýbreytni í rekstri U. A. at- hyglisverða, ef hún ælli ekki að bitna á Framkv.sjóðnum. Jón Þorvaldsson (S) mælli ein dregið með hækkun til skíða- lyftu, sem var einn af liðum í breytingartillögum Sjálfstæðis- manna, til þess, sagði hann, að forða Skíðahótelinu frá miklum taprekstri. Um aukið framlag til Iðnskól- ans sagði bæjarfulltrúinn, að þótt ekki yrði hækkuð sú fjár- veiting, myndi bæjarsjóður koma til aðstoðar ef þörf krefði. Gísli Jónsson (S) mælti einn- ig með hækkun til skíðalyftunn- ar, einnig laldi hann sig efnis- lega samþykkan tillögu Alþbl,- manna um nýbreytni í rekstri Ú. A., en þó ekki geta samþykkt hana meðan engar tillögur lægju fyrir um form þeirrar nýbreytni. Sigurður Oli Brynjólfsson (F) mælti með hækkun til Iðnskóla- byggingarinnar, sem hann taldi að brýn þörf væri að hraða, lýsti hann því, hvernig skólinn væri nú ofsetinn nemendum mið að við húsnæði, svo að í ár hefði jafnvel þurft að æskja þess við nokkra nemendur að þeir læsu utan skóla. Arni Jónsson (S) lýsti sig fylgjandi samþykkt bæjarráðs um breytingar á fj árhagsáætlun inni, sagði m. a., að Framkv.- sjóðurinn væri nauðsynlegur nú verandi rekstri U. A., en vinda þyrfti bráðan bug að því að endurskoða nú þegar rekstrar- grundvöll félagsins. Um framlag til Iðnskólabygg- ingarinnar taldi bæjarfulltrúinn að nægt fé væri fyrir hendi til framkvæmda á þessu ári, án þess að auka álögur á bæjarbúa. Sama sagði hann að gilti um Slökkvistöðvarbygginguna (Ráð hús), hæjarstjórn hefði haft þetta hús sem nokkurs konar „hobby“ undanfarin ár, taldi ekki ástæðu að hraða því svo að auka þyrfti álögur á bæjar- búa. I atkvæðagreiðslum um breyt- ingartillögurnar var samþykkt tillaga Sjálfstæðismanna um auk ið framlag til skíðalyftu með 6 atkv. gegn 3, en tillaga Alþýðu- fl.fulltr. um aukið framlag til Iðnskólans fellt með 7 atkv. gegn 2. (Bragi, Sig. Oli) vara- tillaga frá sama aðila um 600 þús. kr. hækkun var einnig felld með 6 atkv. gegn 2. Framlag til barnaheimilis IOGT var samþ. með 9 atkv. Tillögur Alþbl.-manna voru all ar felldar. Matthíasarsafnið opið kl. 2—4 e. h. alla virka daga, nema laugar- daga. Skrifstofa Þórs á 4. .haeð í Út- vegsbankahúsinu. Opin þriðjudaga og föstudaga fró 5—7 og milli 8 og 9. Ólafur Thors, fyrrverandi for sætisráðherra og formaður Sjálf stæð.isflokksins andaðist á sjúkra húsi síðasta dag ársins 1964, gamlársdag. Hann var fæddur í Borgarnesi 19. janúar 1892, sonur Thor Jensens kaupmanns þar og konu hans, Margrétar Kristjánsdóttur. llann varð stúdent í Reykjavík 1912 en tók við framkvæmda stjórn í Kveldúlfi h.f. og var það lengi síðan. Hann var kosinn á þing 1925 fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu og hefur átt þar sæti óslitið síð- an eða í nærri 40 ár og setið á 48 þingum. Auk þessa hefur hann gegnt fjöldamörgum öðrum trúnaðar- störfum og verið formaður Sjálf stæðisflokksins í þrjá áratugi. Um þennan mikilhæfa stjórn- málaforingja hefur margt verið ritað undanfarna daga, m. a. ritaði Emil Jónsson eftirfarandi minningarorð í Alþýðublaðið 5. janúar sl.: „Ólafur Thors var óvenjulega vel til foringja fallinn. Hann lað aði menn til samstarfs, var alltaf glaður, reifur og bjartsýnn og fann jafnan úrræði, þó að syrti í álinn. Eitt var það líka í fari hans, sem mjög var áberandi. Hann mátti ekkert aumt sjá, og vildi hvers manns vandræði leysa, og gilti þá einu hvort sá, sem á aðstoðinni þurfli að halda var pólitískur samherji eða and- stæðingur. Brjóstgæði og hjálp- fýsi voru honum beinlínis í blóð borin. Ólafur Thors var borjnn til mannaforráða, sem stóratvinnu- rekandi, er einnig hafði með höndum mikil verzlunarviðskipti bæði innanlands og utan. Hefur Tónskóli Skagafjarðar Framhald af bls. 1 aðsbúum, því allmargir hafa gerzt félagar. Formaður er Ól- afur Stefánsson póstmeistari. Skagafjarðarsýsla hefur veitt kr. 20.000.00 til skólans og von mun vera á framlagi frá bænum. Þá hefur Kvenfélag Sauðár- króks gefið kr. 10.000.00. 1 skólasetningarræðu sinni gat skólastjóri þess, að tónlistar- menntun væri ekki ný af nálinni í Skagafirði, því að fyrir átta- hundrað og sextíu árum hefði Jón biskup Ögmundsson fengið danskan mann heim að Hólum til að kenna söng. — Auk skóla- stjóra töluðu þeir sr. Þórir Step- hensen og Kári Jónsson bæjar- fulltrúi, sem flutti árnaðaróskir og kveðjur frá bæjarstjórn. J. þetta sjálfsagt mótað pólitíska af stöðu hans í upphafi, enda var hann harður baráttumaður fyrir flokk sinn framan af árum, að þeirrar tíðar hætti. Um þetta eru ýmsir vitnisburðir, sem stundum hefur verið haldið á lofti í því pólitíska návígi, sem hér er svo títt. En honum lærðist fljótt að það er oftast hægt að komast lengra með lipurð og lægni en með hörku, enda held ég að það hafi verið honum miklu nær skapi og eiginlegra. — Hann Alþingi setti árið 1961 lög um launajafnrétti karla og kvenna. Skyldi það bil, sem verið hef- ur á launum þeirra jafnað í sex áföngum, og var sá fyrsti 1. jan. 1962, en sá síðasti verður 1. jan. 1967. I samræmi við þessi lög liækk ar nú almennt tímakaup á samn- ingssvæði Verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík, Fram- tíðarinnar í Hafnarfirði og Ein- ingar á Akureyri um eina kr. á klukkustund í dagvinnu og varð frá 1. jan. að telja kr. Ráðgert er, að sýningar á leikritinu Munkarnir á Möðru- völlum, eftir Davíð Stefánsson, hefjist þann 21. janúar n.k. Af sérstökum ástæðum verður sú breyting að þessu sinnl frá því, sem áður hefur verið, að hin venjulega frumsýning fell- ur niður og þar með rétlur frum sýningargesta til þeirra sæta, er þeir hafa áður haft. í þess stað verður fyrsta sýning hátíðasýn- Húsnæðismálastjórn úthlutaði 75 milljón króna láni til íbúða- bygginga í desember. Var það önnur úthlutun á árinu, en fyrr á ár.inu 1964 hafði verið úthlut- að 100 milljónum króna. Uthlutað var svo seint í des- emher, að ekki var unnt að greiða út neitl verulega af lán- unuin fyrr en í janúar. Fyrir áramót komu aðeins þeir til greina við úthlulunina, sem sótt höfðu um fyrir 1. apríl, en Hús- næðismálastjórn auglýsti snemma á árinu 1964, að ekki yrði unnt að afgreiða á því ári tók v.ið formennsku í Sjálfstæð- isflokknum 1934 og hefur farið með hana í þrjá áratugi. Ilefur honum lekizt að móta þannig stefnu flokksins, að hann er nú miklu sterkari en tilsvarandi flokkar eru, á Norðurlöndum að minnsta kosti. Eg flyt hinum látna þakkir fyrir samstarfið og ágæt kynni, og konu hans og börnum og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur.“ 31.81 (almenn vinna) og 47.72 (eftirvinna) og 60.95 (nætur og helgidagavinna). Sömuleiðis hækkar v.inna við daglega ræstingu um 77 aura pr. klst. og er þá frá 1. jan. 32.26 (dagvinna), 48.39 (eftirvinna) og 61.57 (nætur- og helgidaga- vinna). Einnig hækkar tíma- kaup hjá 14 og 15 ára stúlkum í almennri vinnu um sömu hlut- föll og að ofan greinir, og verð- ur því kr. 23.86 pr. klst. í dag- vinnu hjá 14 ára stúlkum, en 27.04 hjá 15 ára stúlkum. ing helguð 70 ára afmæli Dav- íðs skálds Stefánssonar frá Fagraskógi, og er hún opin öll- um, meðan húsrúm leyfir. Forsala aðgöngumiða verður í Samkomuhúsi bæjarins föstud. 15. og laugard. 16. jan. kl. 3—5 e. h. — Hækkað verð. Einn.ig verða þá seldir miðar á aðra og þriðju sýningu, laug- ardag og sunnudag. lánsbeiðnir sem bærusl eftir þann tíma. En mikili fjöldi láns- umsókna barst eftir 1. apríl og er því eftir að afgreiða fjölda umsókna, enda þótt miklu hafi verið úthlutað á árinu 1964. Náttúrugripasafnið. — I vetur, frá 1. okt.„ verður safnið opið al- menningi á fimmtudögum kl. 4—6 s.d. — Einnig verður það eins og áður, opið á sunnudögum kl. 2—4. — Ferðamenn og hópar geta fengið að skoða safnið á öðrum tímum eftir samkomulagi við safnvörð. — Simi safnv. er 2983. Kvennabaup hreltltnði 1. jnn. Eng/n frumsýning 75 niillj. nthlntað til ílUúðabyggÍHga

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.