Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.01.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 14.01.1965, Blaðsíða 5
5 ARAIOT Þegar vér lítum til liðins árs, verður oss fyrst fyrir að minn- ast árgæzku til lands og sjávar. Aflabrögð meiri við strendur landsins en nokkru sinni fyrr, enda þótt síldin revndist duttl- ungalynd, og veiði hennar brygð ist við Norðurland og í Faxa- flóa. Heyfengur bænda yfirleilt mikill og góður, og vænleiki fjár með bezta móti. Þá hefur og verðlag útflutningsafurðu verið hátt og hækkandi, og atvinna yfirleitt næg í landinu. Verzlunarjöfnuður hefur reynzt hagstæður, og gjaldeyr- issjóður landsins vaxið verulega, svo að sjaldan eða aldrei hefur betur verið ástatt í þeim efnum. Segja má, að meginskugginn, er hvíldi yfir opinberu lífi þjóðar- innar og hljóti að valda hverj- um hugsandi manni áhyggjum, er verðbólgan, sem enn sýnist lítt viðráðanleg, enda þótt ýrn.is- legt hafi gerzt á þessu ári, sem bendir til, að betur megi úr ræt- ast. eru öllum til tjóns, en þjóðarbú- inu þó mest. Skattamálin urðu mikið um- ræðuefni á sl. sumri. Var það raunar að vonum, þar sem skalta hækkanir urðu miklar og vitan- lega koma slíkar hækkanir ætíð iila v.ið, og ekki sízt, þegar þær korna mönnum til vitundar seint á ári, þegar tekjunum hefur ver- ið varið á annan hátt. Hins vegar báru umræðurnar um of keim þess, að mönnum hefði gleymst þau algildu sannindi, að aukn- um tekjum fylgi auknar álög- ur, og að sívaxandi framkvæmd- um og kröfum, sem gerðar eru til hins opinbera, ríkis og sveit- arfélaga, hljóti að fylgja hækk- aðir skattar. Annað mál er og ekki umdeilt, að verulega skort- ir á, að skattabyrðin komi að öllu réttlátlega niður. Enn bera launþegarnir hlutfallslega þyngri byrðar en aðrir, og rnjög skort- ir á, að eftirlit með skattfram- tölum sé eins og vera ber, þegar það er landlægur ósiður, mér Vafalítið er, að einhver merk- asti atburðurinn í innanlands- málum vorum sl. ár var júní- samkomulagið. Hér skal ekki rætt sérstaklega um einstakar niðurstöður þess, heldur J)ann anda, sem Jrar lá að baki. Þá var vissulega fyrir hendi almenn- ur vilj.i þeirra aðila, sem málið snerti mest, samtaka vinnandi manna og vinnukaupenda, svo og ríkisstjórnarinnar um það að leysa málin Jrannig, að bætt kjör vinnandi manna hefðu ekki í för með sér almennar verðliækkan- ir. Og allir virtust fagna Jrví sam komulagi. En þó er svo að sjá, að þegar frá leið liafi ýmsum stjórnmálaleiðtogum fundizt of m.ikið hafa verið gert í sátta- áttina. En vissulega var hér far- ið inn á þá braut, sem fara ber, að leysa málin með samningum en ekki deilum og verkföllum, sem reynslan hefur margsýnt að liggur við að segja aldagamall, að svíkja skatt. Má þar nefna tíundarsvikin í gamla daga. Því ber að fagna þeim ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar að setja nýja skattalögreglu, en við ramman reip er að draga. Söluskattshækkunin kom illa við marga í árslokin. En naum- ast var annars að vænta, þegar dýrtíðinni er lialdið niðri með niðurgreiðslum. Vaxlalækkun sú, sem boðuð var um áramótin, mun verða mörgum fagnaðarefni, en ekki má gleyma hinum ólalmörgu sparifjáreigendum, sem bíða við })að verulegt tjón, ef hlutur þeirra verður ekki réttur á ein- hvern hátt. En þótl við margt sé að stríða, þá er ekki ástæða til þess að ólt- ast um framtíðina. En þó væri bjartara framundan, ef sýnt væri, að andstæðingar bæru gæfu til að vinna saman að al- mennum vandamálum, en ekki væri efnt til ófriðar og iilinda, hvenær sem færi gefst. Naumast verður annað sagt, en árið hafi reynzt oss Akur- eyringum hagstætt eins og öðr- urn landsmönnum, ])ótt vér höf- um orð.ið að kenna á duttlung- um síldarinnar, og afkoma tog- aranna hafi orðið ill, eins og undanfarin ár. Atvinna hefur verið mikil, og margvíslegar framkvæmdir af hendi leystar. Og ef litið er á heildina, mun afkoma bæjarbúa góð. Ráða- menn bæjarins gera sér vonir um, að enda ])ótt áætluð útsvars upphæð bafi hækkað stórkost- lega á fjárbagsáætlun bæjarins, rnuni samt unnt að nota sama útsvarsstiga og sl. ár. Bendir slíkt vissulega til góðrar afkomu. En margt er ])ó, sem vér þyrft um að taka til athugunar. Fólki fjölgar hér hægar en æskilegt væri, og það svo, að enn skort- ir verulega á, að Akureyri geti verið sá fj ölbýliskj arni, sem hún á að vera og nauðsynlegt er til jafnvægis í byggð landsins. Til þess að svo megi verða sem fyrst þarf að bafa vakandi auga á hverju því, sem getur aukið fólks fjölda í bænum og um leið bætt kjör bæjarbúa almennt. En til ein atriði skal hér drepið á, en ekki verður þeim gerð frekari skil í þessari yfiriitsgrein. Hraða þarf framkvæmdum í rafmagns- málum, og ef svo fer að hitabor- anir skyldu bregðast, þá að gera alvarlegar alhuganir á, hvort ekki væri fært að taka upp bit- un með rafmagni, sein gæti skap að undirstöðu stórvirkjunar. Jafnframt þarf að hafa vak- andi auga á sérhverri iðngrein, sem hugsanlegt væri að reka hér. Þá má segja að fáum stæði nær en Akureyringum að liafa forystu um síldarflutninga frá veiðisvæðunum austanlands. Af stofnunum, sem aukið geta aðstreymi og atvinnurekstur í bænum, mætti nefna nýja skóla: iðnskóla, tækniskóla, innan tíð- ar þarf að reisa nýjan kennara- skóla, efla ])arf menntaskólann, sem raunar bæjarbúar í heild Það er nú upplýst og staðfest af varaformanni Þjóðvarnarfl.. að þingmenn Sósíalistaflokksins neituðu að styðja Hannibal Valdimarsson, formann Alþýðu- bandalagsins, í bankaráð Bún- aðarbankans, er búnaðarráðs- kosningar fóru fram á Alþingi fyrir jólin. ger alltof lítið fyrir. Þá er það tvímælalaus vinningur fyrir Ak- ureyrarbæ, ef myndarlegur hér- aðsskóli yrði reistur í nágrenn- inu. Og að síðustu má ekki gleyma samgöngunum. Ein mesta lífs- nauðsyn bæjarins eru greiðari samgöngur allt árið við ná- grannabyggðirnar. Hér hefur verið minnst á fátt eitt, vonandi verður unnt að gera því nánari skil síðar. En upptalningin ein næg.ir til þess að minna okkur á að verkefnin blasa við alls staðar, ef vér ein- ungis berum gæfu til að taka saman liöndum um lausn þeirra. En eitt skulurn vér hafa hugfast. Bær vor og hérað fær lítinn hluta J)essa, ef ekki er stanzlaust hamrað á um J)á á })eim stöðum, þar sem úrslitin eru ráðin. Kommúnistarnir Einar 01- geirsson, Geir Gunnarsson, Eð- varð Sigurðsson og Lúðvík Jós- epsson kusu Guðmund og að auki Ragnar Arnalds, en þeir Gils Guðmundsson, Alfreð Gísla son og Björn Jónsson studdu Hannibal ásamt honum sjálfum. Afleiðing þessa varð sú, eins og kunnugt er, að Guðmundur Hjartarson féll þrátt fyrir láns- atkvæði frá Sjálfstæðinu. Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins skiluðu auðu. Mega það teljast nokkur tíð- indi þeim sem ekki er kunnugt um sambúðina á Al])ýðubanda- lagsheimilinu, að formaðurinn skuli vera á svörtum lista í sín- um eigin ])ingflokki, en þetta er aðeins enn ein staðfesting á því, að kommúnistar ráða lögum og lofum í Alþýðubandalaginu og samstarfsmenn þeirra eru aðeins bandingjar þeirra eða ,,í þurra- búðarvist lijá Sósíalistafélagi Reykjavíkur,“ eins og aðalrit- stjóri Þjóðviljans hefur orðað það. þess er einungis ein leið, það er aukning atvinnutækja og Kosið var á milli Guðmundar þeirra stofnana, sem laða fólk . Hjartarsonar og Hannibals í að bænum. Þar verða ráða- þingfiokki Alþýðubandalagsins, menn, og raunar allir einstakl- og fékk Guðmundur 5 atkv., en ingar, að vera vel á verði. Fá- Hannibal 4. FRÁ KÆRLEIKSHEIMILI KOMMÚNISTA Form. Alþ.bandal. í minnihluta

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.