Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.01.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 27.01.1966, Blaðsíða 8
Ertu með eða móti neyzlu áfengs íórs á bí MHEFIR hér umræður um sterka bjórinn, en eins og kunn- ugt er hefir enn á ný verið lagt fram bjórfrumvarp á lög- gjafarþingi okkar. Það er kannski tómt mál að ræða þessa hluti þar sem áfengislöggjöf okkar virði^t vera eitt allsherjar lekahrip, og þó ekki. Arnfinnur Amfinnsson, einn af ötulustu bindindis- mönnum Akureyrar „startar“ umræðum, en í næsta blaði munið þið heyra skoðanir Harðar Adólfssonar Qg Jóns R. Thoraren- sen o. etv. fl. Nú gefum við Amfinni orðið, en yfirskrift hans er: ÞAÐ ERU ENGIN RÖK TIL FYRIR NAUÐSYN A NEYZLU ÁFENGIS NÉ TÓBAKS. í Ég er alveg andstæður því að farið verði að framleiða og selja áfengan bjór. Reynsla okkar af áfengi og almennri meðferð þess mælir eindregið á móti því og ég vona að allir menn með óbrenglaða skynsemi leggist á móti þessu með það í huga að grafa engann slíkan brunn, enda þarf þá ekkert að byi’gja. Ég þekki það mikið til áfeng- is og neyzlu þess, að bjór og ekki sízt áfengur er mjög æski- legur til að friða sig fyrir timb- urmönnum og er þá hægur vandi að halda drykkjunni áfram. Mundi þetta gefa mönn- um tækifæri til þess að vera undir áfengisáhrifum vikum saman og mundi þetta verða til þess að skapa stóran hóp dag- drykkj umanna en af þeim er orðið meira en nóg. Og hvernig er það, er reiknað með því að fyrsta tillagan frá Landssambandinu gegn um ferðaslysum verði sú, að heimta Vasjúkof kemur ¥Y Ú SSNESKI skákmeistarinn Vasjúkof mun koma hingað norður um helgina og þreyta skák við norðlezka skákmenn, en eins og kunnugt er hefir Vasjúkof teflt á Reykjavíkur- mótinu í skák. Vasjúkof mun tefla klukkuskák við 10 til 12 meistaraflokksmenn á laugar- dag, en á sunnudag teflir hann fjöltefli, og er öllum heimil þátt taka. Teflt verður í Lands- bankasalnum. Eigi er að efa að skákunnend- ur þyki Vasjúkof góður gestur. “S Þorri allkaldur Svarfaðardal 25. jan. E. J. HÉR HEFIR verið kalt í veðri að undanfömu, en ekki er hægt að segja að snjóað hafi mikið og eru vegir enn sæmi- lega færir a. m. k. jeppum og stærri bílum. Annars er hér lít- ið um stórtíðindi. Nokkrir ungir menn úr sveit inni hafa farið að heiman nú eftir áramótin á vertíð syðra. framleiðslu og sölu á áfengum bjór. Nei, bjórinn -yrði til þess að auka slysahættuna að miklum mun. Og það virðist ganga nógu Amfinnúr Amfinnsson. erfiðlega að ná þeim mönnum, sem hafa neitt áfengis í veizlu- partíum og öðru slíku og aka síðan allar götur án þess að hafa áhyggjur af því að dauðinn held ur um stýrið. Svo er það áfengisneyzla unga fólksins. Það er hætt við því að aldur þeirra sem neyta áfengis mundi enn lækka og held ég þó að flestum sé farið að renna drykkjuskapur æskunnar til rifja. En þetta mun ekki hvað sízt hugsað þannig að komast að vasaaurum unglinganna svipað og sjoppumar og skynhelgi þjónustunnar við almenning notað sem ýfirvarp. Bjórbar- dagamenn gera þetta ekki af hugsjóna- eða þjónustulund heldur er hér meðfædd eða upp þjálfuð gróðrarbrallssýki á ferð og er þá hverki skeytt um skömm né heiður. Ég held að almenningur sé farinn að sjá í gegnum þjóns- lund braskaranna, og þeir geti ekki boðið hvað sem er, eða svikið þetta endalaust. En eitt skulum við undirstrika. Bind- indismenn munu fylgjast vel með afstöðu einstaklinga og flokka til þessa máls, við telj- um landi okkar og þjóð fyrir béztu, að vera án áfengs bjórs og-munu engin flokksbönd fá okkur til að víkja frá þeirri skoðun. I. O. G. T. mun berjast gegn þessari ógæfu íslands í hvaða mynd sem hún birtist hér eftir sem hingað til. Verum minnugir þess templ- arar og aðrir sem lesa þessa grein. Að það eru engin rök til fyrir nauðsyn á neyzlu áfengis eða tóbaks. ALÞYÐUmAÐURINN XXXVI. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 27. janúar 1966 - 3. tbl. Afli Ákureyrarfogaranna jóksf Harðbakur aflahæstur sl. ár, með 2.810.697 kg. AM HEFIR nýverið borizt skýrsla Útgerðarfélags Akureyrar h.f. um afla togara félagsins á síðasta ári og kem- ur í Ijós að afli togaranna varð nokkru meiri, en árið 1964, og ■\\V^ N Frá bæjarstjórn Akureyrar á FUNDI bæjarstjómar Akureyrar 18. janúar voru ýmis mál til afgreiðslu auk fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir yfirstand- andi ár, en frá afgreiðslu hemiar var sagt í síðasta blaði. Hér skal nokkurra getið: Reikningar bæjarsjóðs 1964, hafnarsjóðs, vatnsveitu og elli- heimilis lagðir fram til síðari umræðu. Samþykktir sam- hljóða. Samþykkt var að selja Húsa- víkurbæ þurrkara með matara ásamt hrærivél, allt eign véla- sjóðs, fyrir 570 þús. kr. Samþykkt var að veita bæjar ráði heimild til að ganga frá kaupum á lóð Steinsteypuverk- stæðis Akureyrar austan Geisla götu, áðúr Túngata 4, lóðar- stærð 728 ferm. Eigendur lóðar hafa boðið bænum lóðina fyrir 500 þús. kr. Samþykkt var að veita OIíu- félaginu h.f. bráðabirgðastöðu- "S Vinsæll Skagfirðingur láfinn Sauðárkróki 18. jan. J. K. 15. þ. m. frá Sauðár- I AHPARP^ginn ■*^,vvar jfjrðsunginn : króksk.irkju Gísli Sigurðsson bifreiðastjóri og sérleyfishafi frá Sleitustöðum, en hann lézt anngn_ jan.úar sl. Gísli rak um- fángsmikla þílaútgerð og hafði m. á. sérleyfi á leiðunum Siglu- fjörður — Akureyri og Siglu- fjörður — Reykjavík. Var Gísli heitinn mjög vinsæll og var víð kunnur fyrir lipurð sína, hjálp- semi og glaðværð. Var jarðar- för hans ein sú allra fjölmenn- asta er hér hefir farið fram. Nýlega er hér byrjað meira- prófsnámskeið. Aðalkennarar eru þeir Geir S. Bachmann bif- reiðaeftirlitsmaður og Vilhjálm- ur Jónsson frá Akureyri. Nem- endur eru 29. Gott tíðarfar hefir verið hér frá áramótum, suðlæg átt og þíðviðri langst af og eru svella- (Framhald á blaðsíðu 7.) leyfi fyrir nýjum olíutanka (tog araolíu) á lóð félagsins á Odd- eyrartanga. Brunavarnaeftirlit ríkisins hafði áður gefið sam- þykki sitt. Samþykkt var samkvæmt til- lögu bygginganefndar að hækka lóðartökugjöld úr 800 kr. í 1000 kr. miðað við lóðarnúmer, sömuleiðis gjöld fyrir nafna- skipti. Einnig var samþykkt að byggingaleyfisgjöld yrðu fram- vegis, þar til annað verður ákveðið, kr. 6 á rúmmetra. Samþykkt var að veita Frið- jóni F. Axfjörð löggildingu sem múrarameistari hér í bæ. Samþykkt var að tillögu hafn arnefndar, að ársleiga fyrir dráttarhrautirnar yrði frá 1. jan. þ. á. kr. 800 þús. og árs- leiga á viðlegukanti í báíadokk jnni (30 m.) 60 þús. kr. ' Samþykktur var eftirfarandi ' aðstöðugja’.dastigi til að leggja ■á eftir hér í bæ í ár: 0,5% Rekstur fiskiskipa og 'flugvéla, fiskvinnsla, nýsmíði skipa, búrekstur. 0,8% Heildsala. 1,0% Rekstur farþega- og farmskípa, matsala og hótel- rekstur, tryggingastarfsemi, út- gáfustarfsemi, verzlun ót. ann- arsstaðar, iðnaður og iðja ót. annarsstaðar. 1,5% Sælgætis-, efna-, öl- og mun meiri afli á hvem veiðidag en árið áður. Útlialdsdagar tog- aranna voru frá 262—384. Afli togaranna var þessi: Kaldbakur 2.516.629 kg. Harð bakur 2.810.697 kg. Svalbakur 2.436.531 og Sléttbakur 2.395.521 kg. Afli til jafnaðar á hvern veiðidag varð 11.9 tonn, en árið 1964 varð hann 9.1 tonn. Heild- araflinn 1964 var 6972 tonn en nú 10159 tonn, en þess ber að gæta í þessu sambandi að út- haldsdagar voru fleiri á síðasta ári en 1964. Eins og kemur fram hér á undan er Harðbakur aflahæst- ur. Skipstjóri á Harðbak er Áki Stefánsson. Kaldbakur var í 16 ára flokkunarviðgerð framan af árinu og hóf því ekki veiðar fyrr en 15. apríl. Farnar voru 23 söluferðir á árinu, þar af 18 til Bretlands. Birgðir voru mjög litlar um áramót og hafði framleiðslan selzt á hækkandi verði. Eins og kunnugt er var Hrím bakur ekki gerður út á árinu. AM telur ástæðu til að fagna hve vel hefir gengið með akur- eyrsku togarana sl. ár, og telur að eigi megi draga úr togaraút- gerð í höfuðstað. Norðurlands. Leitin í dag bar engan árangur Raufarhöfn í gærkveldi. G.Þ.Á. UM 50 manns leituðu í dag að Auðunni Eiríkssyni pósti, sem týndist í foraðsveðri sl. sunnudag, en leitin bar engan árangur og var þó veður bjart í dag. Leitinni mun eflaust verða haldið áfram á morgun. Annað er hér lítið tíðinda, veður hefir verið allrysjótt að undanförnu og má segja að foraðsveður hafi verið á sunnu- daginn er þessi hryggilegi at- burður skeði.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.