Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.09.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 15.09.1966, Blaðsíða 8
. hafa þeir verið mikið notaðir undanfarin ár. Viðhald o grekstur þessara skála kostar milda vinnu og fé. Á þessu hausti er verið að gera miklar endurbætur á Valhöll og Fálkafelli og hafa ýmsir aðilar veitt ómetanlega fyrirgreiðslu í sambandi við efnisútvegun, en vinnan er öll framkvæmd af skátunum sjálfum. Hópur skáta brýtur nú heilann um hugsan- lega fjáröflunarmöguleika og hefur margt borið á góma, svo sgm . kaffisala, skemmtanir, hlutavelta o. fl. Þessir áhyggju- fullu fjármálaspekingar hafa nú ákveðið að hefja starfið með Klutaveltu 2. okt. n. k. í Al- þýðuhúsinu. Vona þeir að bæj- arbúar ^sýni umburðarlyndi ef farið verður þess á leit við þá, að þ'eir leggi eitthvað af mörk- um tif þessara mála. UM 35 ÞÚSUND FJÁR SLÁTRAÐ Á HÚSAVÍK í HAUST Húsavík 13. sept. G. H. UM 35 þúsund fjár mun verða slátrað ^hér á Húsavík í haust og er það nokkru meira en undanfarin ár. Hefst slátrun 15. þ. m. Göngur standa nú yfir í sýslunni. Hér er sama ördeyðan hvað afla snertir og gæftir stopular það sem af er þessum mánuði. ljósaliátíð Hjalti Haraldsson flutti snjallt erindi og rakti sögu rafvæðing- ar í sveitinni, en 11 ár tók sú saga yfir. Gunnar Stefánsson stúdent frá Dalvík las upp sögu eftir Helga Hjörvar. Formaður Búnaðarfélags Svarfdæia, Gunnar Rögnvalds- son, afhenti Halldóri Hallgríms syni bónda að Melum málverk eftir Jósep Kristjánsson, og var málverkið af Melum og ná- grenni, en stjórn búnaðarfélags ins bað listmálarann að annast þetta starf í sumar. Þetta voru verðlaun úr sjóði Áskels Jó- hannessonar frá Syðra-Hvarfi fyrir dugnað við bústörf, eink- um í sambandi við ræktun. Á milli atriða söng' blandaður kór úr sveitinni og hlaut nafn- ið Ljósakór. Var kórnum ágæt- lega tekið og leysti hann hlut- verk sitt vel af hendi þrátt fyr- ir of skamma þjálfun, en kórn- um stjórnaði Jakob Tryggva- son af sinni alkunnu snilld, en hann hafði æft kórinn nokkrum sinnum í sumar. Að lokum var dans stiginn og rausnarlegar veitingar fram bornar. 011 fór samkoman vel fram og sem betur fer kunna Svarfdælingar enn að skemmta sér á siðmennilegan hátt. AM sendir Svarfdælingum beztu kveðju í tilefni af upp- skeru- og ljósahátíð þeirra, en harmar það jafnframt að engar (Framhald á blaðsíðu 5) Ólafur Agústsson 75 á ara SANN 8. þ. m. átti Ólafur Ágústsson húsgagnasmíða- meistari 75 ára afmæli. Ólafur er þekktur og virtur borgari í Akureyrarbæ. AM vill þó seint sé senda honum beztu heilla- óskir, og óskar honum farsæld- FORSÆTISRÁÐHERRA Noregs Per Borten og Magnhild Borten heimsóttu Norðurland um síðustu lielgi í fylgd fjármálaráðherra okkar, Magnúsar Jónssonar og frú hans. Norsku forsætisráðherrahjónin heimsóttu m. a. Mývatns- sveit og byggðir í framhéruðum Eyjafjarðar. AM þakkar komu forsætisráðherrahjónanna til norðlenzkra byggða og væntir þess að koma þeirra hafi enn treyst, og það vel, vin- áttubönd Noregs og íslands. — AM birtir eina svipmynd frá komu hinna norsku gesta og sjást á myndinni, — talið frá vinstri, — Per Borten, forsætisráðherra, Örlygur Axelsson, bifreiðastjóri, og Magnús Jónsson, íjármálaráðherra. Mynd- ina tók Gunnlaugur P. Kristinsson. VETRARSTARF SKÁTA HEFST ALÞYÐUraAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 15. sept. 1966 — 32. tbl. Svarfdælingar héldu Vegleg hátíð að Grund sl. laugardagskvöld SVARFDÆLINGAR hafa til fjölda ára haldið uppskeru- hátíð, þá er lokið er að mestu heyönnum. Þeir hafa nefnt sam komu sína slægjur og eigi hafa þeir fellt niður fagnað sinn þótt sumarið hafi reynzt þeim erfitt. Sl. laugardagskvöld héldu Svarf dælingar slægjufagnað sinn í þinghúsinu að Grund og einnig minntust þeir þess atburðar að öll býli sveitarinnar eru nú raf- lýst, en þeim áfanga var náð er bæii' í Skíðadal voru tengdir við veitu Laxárvirkjunar á sl. hausti, eða fyrstu daga nóvem- íiers. Hjörtur E. Þórarinsson bóndi að Tjörn stjórnaði fagnaðinum og kynnti dagskrárliði og bauð gesti velkomna. Síðan tók til máls Páll Hafstað fulltrúi raf- orkumálastjóra, er var heiðurs gestur Svarfdælinga. Flutti Páll fróðlegt ágrip af sögu rafvæð- ingar á íslandi. Hann fór viður kenningarorðum um Svarfdæl- inga og kvað nokkuð öruggt að þetta væri fyrsta Ijósahátíðin er haldin væri á íslandi. Færði hann Svarfdælingum kerti mik ið og veglegt, steypt af vini Svarfaðardals, ónafngreindum. Oddviti Svarfaðardalshrepps, S........ —»000»------■■ \ Nýr flugvöllur á Siglufirði S*' _ .1 "W*-------- Barnaheimilið Ásfjörn í Kelduhveríi fuffugu ára Siglufirði 13. sept. K. J. L. NÝR FLUGVÖLLUR vetður tekin í notkun á Siglufirði í haust. Er hér um 600 m. langa flugbraut að ræða. Flugvöllur- inn er gerður á vegum Flug- málastjórnarinnar og var byrj- að á honum sumarið 1965, en ekkert var unnið við hann á sl. vetri sökum óhagstæðs tíðar- fars. Sanddæla var notuð við flugvallargerðina. Þessa dagana er unnið að ofáníburði í völlinn. Um 3—4 metra mun vera eft ir að sprengja í jarðgöngunum um Stráka. Vegalagning er að hefjast frá Siglufirði út að jarð göngunum. ¥ SUMAR eru Iiðin 20 ár frá því, að starfsemi Barnaheimilisins Ástjarnar var fyrst hafin. Það var stofnsett og starfrækt fyrst af Arthúr Gook trúboða og Sæmundi G. Jóhannessyni og hófst starfsemi þess sumarið 1946 og þá með 5 drcngi. Um haustið 1954 tók söfnuðurinn á Sjónarhæð við rekstri barnaheimilisins, og í sumar dvöldu þar um 40 drengir í 2 mánuði. Árið 1955 hóf söfnuðurinn að reisa nýtt hús, þar sem gamli skálinn var orðinn lélegur og of lítill, og er húsið nú að mestu leyti fullgert. Fyrstu starfsmenn barnaheimilisins voru Arthúr Gook og Sæmundur G. Jóhannesson, sem gegndu því starfi ásamt öðrum, unz söfnuðurinn tók við starfrækslu heimilisins. Núverandi aðalstarfsmað- ur þess er Bogi Pétursson, Víðimýri 16, og hefur hann gegnt því undanfarin ár. — eb Barnaheimilið Ástjörn í Kelduhverfi. UM 250 unglingar hefja á næst- unni vetrarstarf á vegum skáta félaganna hér í bæ. Auk viku- legra funda, æfinga og göngu- ferða, eru skálaútilegur — minnst einu sinni í mánuði — snar þáttur í starfinu. Hér ofan við bæinn eiga drengjaskátar Fálkafell og Skíðastaði, en kvenskátar eiga Valhöll og skála nálægt Hrafna gili. Skálar þessir rúma með góðu móti 80—90 næturgesti og LESENDUR MBIÐUR mig að bera ykkur öllum beztu kveðjur sínar, en blaðið mun ekki koma út í næstu viku, en vonar að hitta ykk- ur heil að hálfum mánuði liðnum. Nokkuð hefir seinkað að innheimta áskriftargjöld fyr ir blaðið. Ákveðið er að áskriftargjald verði 200 kr. þetta ár og þið sem vilduð reynast blaðinu sem bezt, sýndu það með því að senda blaðinu árgjaldið. Ég heiti á alla lesendur AM að veita því virka liðveizlu, því engir auðmenn standa að útgáfu þess. Með fyrirfram þökk ;|fyrir góðar undirtektir. GÓÐIR GESTIR

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.