Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.09.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 15.09.1966, Blaðsíða 2
 N l|>róllasíAa A.M. ...................................miiiiiiiiiiimm.. RITSTJÓRI: ER-Í MA NN GUNNLAUGSSON IIIIIMIIMMIIIMIIIIIIIMIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIMIIII 11IIIIIIII11IIIIIMMMIM»mlMIIII11IIII1111IIIK'1111111IIII1111II11III1111111MMIII11II MMIIIIIIIII111III11MIIIII11IIMIIIIIIIIIIIII11111III11II11111» Stefán Eirikfson 02 íþróttirnar i :í*y O 1 Forsíðuleiðari AM EKKI get ég látið hjá líða að „stinga niður penna“ þótt ég viti að það er tilgangslaust verk. Vanþekking Stefáns Eiríkssonar á íþróttamálum skiptir hann engu máli, og það sem verra er, liann finnur ekk- ert til þess, svo notuð séu hans eigin orð, úi' grein hans í síð- asta tölublaði AM. En samt sem áður nokkui' orð. Ég vil upplýsa Stefán um, að ég er hvorki „ráðsmaður“ eða stjórnarmeðlimur í ÍBA. Enn ber Stefán höfðinu við steininn og ræðir innkomu á íþróttavöllinn hér. Ef til vill hefur Stefán lesið grein mína, til hans, tvisvar, ég mundi leggja til að hann læsi hana einu sinni enn, þá (vonandi) mundi hann sjá að átt er við innkomu á leiki I. deildar ís- landsmótsins. Þeir leikir eru fimm, sem fram fara hér á Ak- úreyri. En Stefán er jafnvel heima í þessum málum, sem öðrum og stendur eflaust i þeirri meiningu að allur að- gangseyrir að öllum kappleikj- um, sem fram fara á íþrótta- vellinum á Akureyri sé sendur suður til Reykjavíkur til móta- nefndar KSÍ, og að knattspyrnu ráð Akureyrar sjái um fram- kvæmd allra kappleikja sum- arsins. Stúkan á íþróttavellinum hér tekur 600 manns í sæti þegar fullskipuð er, þar er hæst verð á aðgangseyri kr. 50 og svo ég reikni þetta nú fyrir Stefán þá er hægt að fá brúttóhagnað af fimm leikjum ef eingöngu er setið í stúku kr. 150.000.00. En þetta getur Stefán kynnt sér ennþá betur í reikningum vall- arins, ÍBA og sérráða þess, sem ég veit ekki betur en að séu opnir öllum bæjarbúum sem áhuga hafa á. Ef Stefán Eiríksson þekkti lög og reglur ÍBA og íþrótta- íélaga mundi hann komast að raun um að árásir hans (svo ég noti það orð) á ÍBA snúast við og verða árásir á forystumenn Knattspyrnufélags Akureyrar og íþróttafélagsins Þórs. Til þess að gera Stefáni þetta enn ljósara skal birt hér úr nýút- komnum fræðslubæklingi frá Iþróttasambandi íslands eftir- farandi: Aðalhlutverk íþróttafélaga er: 1. Að gefa félögum sínum kost ’" á' fþróttakennslu, þjálfun og : keppni. 2. Að gefa félögum sínum kost á örvandi samvistum og fé- lagsskap. Ennfremur: Styrkur hvers íþróttafélags er meira fólgin í forystumönn- um þess en keppendum eða fé- lagsmönnum. Stefán talar um að bæjarfé- lagið þurfi að úthluta KA og Þór athafnasvæðum „ef þáu heimtu .aftur sjálfstæði sitt“. Bæjarfélagið hefur þegar út- hlutað KA félagssvæði hér ofan við Mýrarveg og Þór félags- svæði í Glerárhverfi neðan Hörgárbrautar. Mér skilst á grein Stefáns að „margir eldri félagar Þórs og KA“ séu að hugsa um stofnun nýs íþróttafélags. Væntanlega verður Stefán Eiríksson þar „ráðsmaður“. Fær þá æskulýð- ur bæjarins að njóta forystu hans, og ef að líkum lætur verð ur það starf hans ekki lakara, en skrif hans í Alþýðumannin- um undanfarið. Þekking eða vanþekking Stefáns á þessum málum skipta hann engu máli og hann finnur ekkert til þess, því tel ég til- gangslaust að halda þessum skrifum áfram og ræði þessi mál ekki frekar við Stefán Eiríksson, með þökk fyrir birt- inguna. Jens Sumarliðason. Eflirmáli AM og Sfefáns JjAR sem AM kemur ekki út í næstu viku, fannst AM heiðarlegt að kunngjöra Stefáni Eiríkssyni það, og þá jafnframt að komið væri fram svar við svari hans er birtast myndi í næsta blaði. Af kynnum mínum af Jens Sumarliðasyni veit AM að hann telur blaðið ekki hafa farið óheiðarlega að. Að frumkvæði ritstjóra AM svaraði Stefán Eiríksson spurningu blaðsins í uppliafi og því finnst AM það sjálfsagt að hann hafi orðið að síðustu. AM vill í lokin þakka Stefáni Eiríkssyni, Jens Sumarliðasyni, já og einnig Svavari Ottesen þótt hann skrifaði í Dag, fyrir innlegg þeirra í þetta mál. AM telur að deilt hafi verið alldrengilega þó nokkurs skaphita hafi gætt. Lýkur hér með AM umræðum um þetta mál að sinni. En hér kemur eftirmáli Stefáns Eiríkssonar. Athugasemd RITSTJÓRI Alþýðumannsins bauð mér að lesa þessi skrif áður en blaðið fór í prentun, ef ég vildi svara þeim einhverju. Þessu er fljót svarað. Ég spurði um úrræði ÍBA á vandamáli sem ég tel hafa til orðið við tilkomu þess banda- lags, hins vegar hef ég hvergi spurt um lög eða reglur eins eða neins félags. Ég hef ekki heldur óskað umræðna um þekkingu, vanþekkingu eða yfir leitt gáfnafar eins eða neins. Hins vegar hef ég við lestur skrifa Jens öðlast persónulega skoðun á hans eigin gáfnafari og þekkingu, en sé ekki að það komi umræðum um íþróttamál við og skal lofa honum að minn ast ekki á staðreyndir í þeim efnum við neinn. Við vitum þetta væntanlega tveir einir. Ætli ég sleppi ekki einnig frekari umræðum um innkomu á íþróttavöllinn. Kanntu annars söguna um gyðinginn og pró- senturnar, Jens. Ég hóf þessar umræður vegna þess að vandann verður að leysa á komandi vetri og ég sé enga ástæðu til að standa í persónulegu skítkasti við einn eða neinn þó ég hafi bent á ákveðin mistök manna sem eru í þjónustu almennings. Ég hef sett fram mínar tillög- ur til úrbóta og vona að þær verði teknar til athugunar. Vandamálið í sambandi við íþróttirnar er óleyst, en ég vona að forystumenn ÍBA og íþrótta félaganna taki þetta stóra vanda mál bæjarbúa til athugunar og eigi þá einhver betri ráð til úr- bóta en þessi sjálfskipaði blaða fulltrúi þeirra. Stefán Eiríksson. (Framhald af blaðsíðu 1). samstarfi nefndra þriggja flokka, en leitaði eftir stuðningi Alþýðuflokks- ins við forsetaefni sín í bæjarstjóm. Hluti Framsóknar vildi hins vegar ákveðið mynda meirihluta með Alþýðu- bandalagi og kjósa nýjan bæjarstjóra. Til að hindra þá þróun mála bauð Al- þýðuflokkurinn Frain- sókn að kjósa með henni Jakob Frínrannsson sem forseta bæjarstjórnar og varaforsetann einnig úr hennar hópi, enda styddi Framsókn Magnús E. Guðjónsson áfram sem bæjarstjóra um næstu 4 ár. Fimm dögum eftir þetta boð barst svar Fram sóknar jákvætt. Að þessu svari fengnu innti Alþýðuflokkurinn Sjálfstæði eftir því, hvort það vildi hafa samstarf við hann um nefndakjör, þar sein slíkt gat verið ávinningur fyrir báða aðila, þó ekki fyrir Sjálf- stæði nema hætta væri Sjálfstæði hafnaði allri samvinnu við Alþýðu- flokkinn um nefnda- kjör, og mun hafa treyst því, að Alþýðuflokkurinn beitti sig ekki harðræðum í þessum málum, hvað og ekki varð, því að hver flokkur gekk einn til nefndakjörs, eftir að Al- þýðuflokkurinn liafði í byrjun fyrsta bæjarstjórn arfundar óskað eftir alls- herjarsamkomulagi um kjör 4 manna nefndar, þannig að liver flokkur fengi þar einn fulltrúa. Bæði Sjálfstæði og Frant- sókn neitaði“. Treysti íslendingúr sér að hrekja ofanritað, ef svo reynist verður það ekki af skynsemi gert lieldur fremur sönnun þess að ólund þeirra frá í vor hefur ekki náð flugi yfir Súlutind ennþá. Fáir munu ásaka jafnaðar- menn fyrir það, þar sem kannað var eftir viðbrögð „stóru“ flokkanna að eng inn grundvöllur var fyrir hendi um myndun ábyrgs meirihluta þótt bæjarfull trúar jafnaðarmanna styddu Framsóknarntann í forsæti bæjarstjórnar, með því skilyrði að Fram sóknarmenn kysu Magn- tis E. Guðjónsson áfram sem bæjarstjóra, að vísu annan mann en Fram- sóknarmenn höfðu á odd- inum. Stuðningur jafnað- amanna við Magnús bæj- arstjóra mun eigi vera víttur af kjósendum Sól- nes, Jóns og Árna, því það sönnuðu þeir sjálfir við bæjarstjórakjör. Skjóta má því hér inn í að Dagur útgefinn síðasta laugardag hallar líka réttu máli, og er hér nokkur samstaða milli borgaraflokkanna um að sniðganga sannleikann. Dagur talar um að jafnað arntenn hefðu boðið upp á samvinnu um ntálefna- samning en ekki fram- kvæmdaáætlun. AM bið- ur ritstjóra Dags að hressa upp á minnið og lesa ofan ritað bréf jafnaðarmanna og sjá sannleikann. Það þýðir hvorki fyrir Dag eða Islending að reyna að hvíþvo flokka sína, að hér er enn enginn sam- stæður meirihluti á bak við bæjarstjóra okkar. Mikill ineiiihluti Akur- eyringa mun þakka jafn- aðannönnum fremúr en áfellast þá fyrir það að liafa stlíðlað að því að Magnús E. Guðjónsson var endurkjörinn bæjar- stjóri. Akureyringar vita einnig að þáð var fýla íhalds og hollusta Fram- sóknar við stjórnarand- stöðu Eysteins er komu í veg fyrir að myndaður var ábyrgur meirihluti innan bæjarstjórnar Akureyrar. En „stóru“ flokkarnir eiga enn völina, nefnd er sjarfandi innan bæjar- stjórnarinnar, er semja skal framkvæmdaáætlun fyrir Akureyrarkaupstað, og þar mun sannreynt í annað sinn hver vilji „stóru“ flokkanna er til að gára lygnuna. En vill Islendingur annars svara því hve hátt stórstreymið sté út frá bæjarfulltrúum íhaldsins á fyrsta fundi ný kjörinnar bæjarstjórnar í vor? Jú, enn á íhaldið völ ina og víst skal bíða enn um sinn, ef ske kynni að hressandi svali kynni að blása af Sólneshæðum svona rétt fyrir veturnæt- ur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.