Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.09.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 15.09.1966, Blaðsíða 5
Gagnrýni eða BÆJARSTJÓRi SVARAR „BÆJARBÚA“ ISÍÐASTA BLAÐI birti AM bréf frá bæjarbúa er fól í sér gagnrýni á bæjaryfirvöld einkum varðandi húsbyggingar á vegum bæjarins. f þessu blaði svarar Magnús E. Guðjónsson bæj- arstjóri gagnrýni bæjarbúa. AM hefur oft tekið það fram að að- finnslur er koma fram í blöðum, ef þeini er svarað af lilutaðeig- endum, geta skýrt málið og hreinsað „andrúmsloftið“, og AM mun hér eflir sem liingað til vera frjálslynt í því efni og birta raddir fólksins. í svari bæjarstjóra er fróðleik að finna, sem á vissulega skilið að koma fyrir augu bæjarbúa. Því vill AM þakka bæjarbúa og bæjarstjóra. Hér kemur svar bæjarstjórans. Heiðraði ritstjóri. f blaði yðar, sem út kom í dag birtist bréf frá manm, sem ekki vill láta nafns síns getið, en ka.llar . sig „bæjarbúa", þar sem ritað er um nokkrár bygg- ingarframkvæmdir bæjarins vægast sagt á mjög miður vin- samlegan hátt. Þar sem bréfritari beinir geiri sínum að „ráðamönnum“ bæjarins án nánari skilgrein- ingar hlýt ég að taka efni bréfs ins til mín a. m. k. að nokkru leyti og vil því leyfa mér að leggja nokkur orð í belg. Ég vil þó strax taka fram, að ég álít rökstudda gagnrýni birta undir fullu nafni gagnrýnanda æski- lega og sjálfsagða — ekki sízt, þar sem „hið opinbera“ á hlut að máli. Hins vegar tel ég, að órökstudd gagnrýni og nöldur, sýniléga sprottið af illvilja, birt undir dulnefni, eigi ekki skylt við heilbrigða gagnrýni. Bréfritari kveðst lifa í þeirri von, að skrif sín beri þann árangur, að ráðamenn vakni til umhugsunar og breyti til batn- aðar. Við skulum vona, að svo verði,'þdtt illkvittnisandi grein arinnar virðist ekki vera til þess fallinn að hafa þau áhrif. Bréfritari kveður mest bera á (hjá bænum) óskhyggju og slagorðakenndum áætlunum eins og t. d. „Iðnskólinn fokheld ur í haust“, sem staðið hafi í bæjarblöðunum í vor. Persónulega hefði ég einmitt haldið, að óskir og áætlanir vaeru undanfari framkvæmda og því ætti sízt að amast við, ;að fram kæpm óskir, síðan ákvarðanir og áætlanir. Hitt er svo annað mál, að ekki verða allar framkvæmdir í samræmi við óskir og áætlanir, og ber margt til og eiga þar margir hlut að máli, ekki aðeins „ráða- menn“, heldur allir þeir fjöl- mörgu, sem vinna að fram- kvæmd verks, svo sem bréfrit- ara, sem kveðst vera „húsbyggj andi“ hlýtur að vera kunnugt. Ekki sízt þeim, sem fást sjálfir við byggingar-framkvæmdir, hlýtur að vera kunnugt af eigin reynslu, að upphaflegar óskir og áætlanir standast ekki alltaf vegna utanaðkomandi atvika. Hvað Iðnskólabygginguna áhrærir, er það hárrétt, að af hálfu bæjaryfirvalda átti og á að stefna -að því, að byggingin yrði fokheld fyrir næsta vetur. Búið er að steypa upþ tvær hæð ir hússins og unnið að uppslætti þeirrar þriðju, svo of snemmt er hjá bréfritara að hlakka yfir, að það muni ekki takast. Segja má með bréfritara að „Guð (einn) veit, hversu langt það kemst áleiðis áður en vetrar“, því svo er þó ekki komið enn, að bæjaryfirvöld séu talin eiga sök á veðráttunni. Þá víkur bréfritari máli sínu að „brunastöðinni", og virðist nú hlakka heldur betur í hon- um. Kveður hann tæknideild bæjarins vera flutt þangað „við mikinn fögnuð ráðamanna“. Vissulega er það ánægjuefni, að byggingin sé komin á það stig, að hægt er að flytja inn í hana og vissulega fögnuðu viðkom- andi starfsmenn og bæjaryfir- völd þeim áfanga, þó ég viti ekki til, að þeir hafi borið þann fögnuð á torg eða auglýst hann. Hins vegar má álykta af and- anum í „bréfinu“, að ekki hafi þetta vakið bréfritara mikinn fögnuð, og lætur hann nú gamm inn geysa og hefur allt á horn- um sér. „Þeim er láð, sem stela og þeim er láð, sem ekki stela“ var forðum. sagt. Bréfritari finn ur bæði að því, að í býgging- unni blasi við hálfunnin verk og þar hafi virzt ríkja hin mesta óreiða og ekki sjáanlegt, að þar hafi verið menn að" vinnu að neinu tagi' og eins hinu — að því er virðist —, að húsnæði rafveitunnar sé fullgért með húsgögnum. Já, vandlifað er í heimi þessum, ef bæði er fund- ið að því, að framkvæmd sé lok ið og eins hinu, að henni sé ekki lokið. Eða hafði bréfritari held- ur á tímum vinnuaflsskorts ráð stafað smiðum frá Iðnskóla- byggingunni t. d. til innivinnu yfir sumarið, í Brunastöðinni? Þá lætur bréfritari að því liggja, að bygging lögreglustöðvar og bókhlöðu sé á góðri leið með að fara á sömu braut og bygging Brunastöðvarinnar. Svo mörg voru þau orð. Hvað snertir húsbygginga- framkvæmdir á vegum Akur- eyrarbæjar, en nokkrar þeirra nöldur gerði bréfritari að umræðuefni, þá er það skemmst frá að segja, að þær hafa ú undanförnum ár um farið vaxandi ár frá ári, bæði að krónufjölda og um- fangi. 011 undanfarin ár hefur verið unnið fyrir það fé, sem áætlað hefur verið til slíkra framkvæmda ásamt fáanlegu lánsfé og oft meira til. Margar byggingar hafa verið undir í einu, og því hefur orðið að velja og hafna, og nauðsynjar hafa að sjálfsögðu oftast setið í fyrir- rúmi s. s. skólar og elliheimili. Varðandi „Brunastöðina“, sem tízka er orðin að hafa í flimt- ingum, er þess að geta, að í 11 ár 1948—1959 var ekki unnið handtak við bygginguna, enda ríktu þá ströng fjárfestingar- höft. En það merkilega var, að á þessu árabili, var lítið eða ekkert minnst á það opinber- lega að verkinu miðaði lítt áfram. Gagnrýnin hófst fyrst, eftir að framkvæmdir byrjuðu við bygginguna á nýjan leik 1959—1960. Og á ári hverju síð an hefur verið unnið fyrir það fé við bygginguna sem áætlað hefur verið í fjárhagsáætlun og stundum fyrir meira. Til fróðleiks bréfritara og öðr um bæjarbúum birti ég hér yfir lit úr reikningum bæjarsjóðs Akureyrar 1959—1965 um ár- legan kostnað við húsbyggingar á vegum bæjarins: (auk bygg- inga á vegum Rafveitu og hafn- ar): 1959 .... kr. 1.735.670.00 1960 .... — 2.142.379.00 1961 .... — 4.348.079.00 1962 .... — 10.254.560.00 1963 .... — 12.520.551.00 1964 .... — 14.843.203.00 Alls kr. 45.845.442.00 (Aurum sleppt). Að krónutölu hefur því t. d. verið varið rúmlega átta sinn- um meira fé til húsbygginga ár- ið 1964 en árið 1959. Ég veit ekki til þess, að kostn aður við húsbyggingar á vegum bæjarins hafi orðið hærri á þessu árabili miðað við rúm- mál en á sambærilegum bygg- ingum hjá öðrum aðilum. Þegar rætt er um framkvæmd ir á vegum bæjarins, virðist manni það eitt tínt til og tíund að, sem viðkomendur telja að finna megi að, en síður minnst á hitt — eða ells ekki — sem vel er gert og sumsstaðar ann- ars staðar þykir fréttnæmt. Ekki veit ég, hvaða tilgangi slíkt þjónar. Á því tímabili, sem hér hefur verið rætt um, 1959—1964 var t. d. unnið samtals að 13 bygg- ingarframkvæmdum: byggingu við íþróttavöll, skíðahóteli, elli- heimili, Oddeyrarskóla, 2. áfanga, hjúkrunarkvennabú- stað, viðbyggingu við Glerár- skóla, áhaldaskemmu, 1. áfanga fjölbýlishúss, slökkvistöðvar- húsi, fangahúsi, bókhlöðu, verk stæðishúsi rafveitu og áhalda- húsi við dráttarbraut. Af þess- um 13 byggingum er 10 alveg lokið, 1 rétt ólokið og 2 skemmra á veg komriar. Ég hefi ekki séð því mikið haldið á lofti, að á þessu ára- bili hafa verið lagðir um 8 km. af fullundirbyggðum götum, að hér hefur yfirleitt verið hægt að anna eftirspurn eftir lóðum, að hér eru engin lóðartökugjöld á lögð né heldur heimtaugar- gjöld rafveitu, að útsvarsstigi hér í ár var heldur lægri en í Reykjavík, að Akureyrarbær hefur lægstan skrifstofukostnað allra íslenzkra bæja, og svo mætti lengi telja. Nei því miður verður að játa það, að margir eru fundvísari á það neikvæða (eða það, sem þeir telja nei- kvætt) en það jákvæða. Ég læt svo tilskrifi mínu lok- ið. Akureyri, 9. sept. 1966. Magnús E. Guðjónsson. - LJÓSAHÁTÍÐIIN (Framhald af blaðsíðu 8). myndir skuli fylgja frásögn, sem í Degi. Blaðamaður hjá AM var of seinheppinn, með því að vænta boðskorts frá fram- kvæmdanefnd hátíðahaldanna. En ef ritstjóri Dags hefir verið snjallari fréttamaður, en rit- stjóri AM og sótt hátíð Svarf- dæla án boðsmiða, þá skal játað að hann hefir mátað kollega sinn í þessum leik. En AM sendir Svarfdæling- um heillaóskir og þakkar þeim fyrir þann menningarblæ er einkennir allar samkomur þeirra, og óskar þeim jafnframt góðs veðurs í göngum og rétt- um. ^""" W" VINSÆLL ÚTVARPS- MAÐUR LÁTINN HENDRIK OTTÓSSON frétta maður hjá Ríkisútvarpinu lézt hinn 9. sept. síðastliðinn, eftir langvarandi veikindi. Hendrik var landskunnur og vinsæll útvarpsmaður. Hendrik lauk námi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1918, nam nám í há skóla í málvísindum og lög- fræði. Hendrik var snjall rit- höfundur og skrifaði m. a. þekktar og vinsælar bækur fyr ir börn og unglinga. Hendrik var sonur fyrsta for- seta Alþýðusambands íslands, Ottós N. Þorlákssonar og konu hans Carolínu Siemsen. ÍSTAKAN okkar 1 RITSTJÓRI íslendings tók því vel að AM fengi að !| birta „limma ligga“-vísuna er 11 birtist í íslendingi og hið sama !: gerði höfundur hennar, hinn !; góðkunni Peli er lesendum ís- ; lendings er að góðu kunnur ;! fyrir marga snjalla stöku, og j! hér kemur vísan. Ilgga, ligga, Erlingflr, oft þó sértu liugkvæmur, ættir þú í öðrum tón að ávarpa liann Sigurjón. Jæja, nú hefir bænakvak AM náð til hjarta Ingu Skarp- !; Iiéðins á Blönduósi, en hún er ! lesendum AM kunn fyrir !; margar góðar stökur í þættin- !; um í vetur. Formáli Ingu fyr- ;; ir fyrstu vísunni er þannig: ,Eftir marg endurteknar áskor ;! anir til lesenda, frá yður, ;! sendi ég hér vísur. Vísan !! nefnis: Ráðlegging. En því miður Inga, Sigurjón er lítið !; skáld. !: Áfram berzt hann eins og ljón !; einn þó hafi staðið. !; Kveddu sjálfur Sigurjón. | ; Settu það í blaðið. ' !; „Eftir kalt sumar er gott að ; koma út í hlýtt haustveður“ ! segir Inga og kveður. Víst er komið vor um haust vermir sálu mína. Guð er alltaf endalaust | ; almættið að sýna. I ! AM1 sendir Ingu vinar- ; kveðju og lesendur líta ileiri ; stökur frá henni í næstu blöð- ; um. ; En það hefir líka rignt nú á ! haustdögum. Svo kveðun ! Ármar. ! Nú er rigning rosaleg, !• rindar tjalda livítu. Glóey er á geisla treg, ] gnauðar Kári um strýtu. ; Er ekki nokkur lífsspeki í ; þessari vísu Ármars? ! Þú villt vera eins og aðrir, j ; ekki víkja þar um fet, ; heimskunnar í happaleikjum ; hljóta æðstu sigurnet. ; Vorhug, nefnir St. G. eftir- ; farandi stöku. ; Eins og fyrri æskan djörf, j ; áfram hvetur sporið. ; AUtaf finnst mér þakka þörf, ! þegar kemur vorið. ! Hittumst svo heil í næslaj ! blaði. Vinir blaðsins beðnir eru, j bréf og vísu AM senda. ; Já, og kannski að boina ! þetta. En sæl að sinni. 1

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.