Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 29

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 29
H E IM I R 25 landi lians. Þegar þau hjónin komu aftur til Diissel- dorf, vakti fyrir lionum að gefa út í bókarformi allt það, sem hann hafði ritað um músikmál. En ekkert varð þó úr þessu vegna vanheilsu lians. Yinur hans einn liefir sagt frá því, að einu sinni þeg- ar Schumann sat á kaffihúsi og las dagblöðin, eins og hann var vanur að gera á liverjum degi, þá lagði hann allt í einu frá sér blaðið og sagði: „Eg get ekki lesið, því ég heyri stöðugt nótuna a". Slíkar oflieyrnir end- urtóku sig. Eina nóttina sýndist honum Scliubert og Mendelsohn birtast sér og syngja fyrir sig, og hann þaut upp úr rúminu, til að skrifa lagið niður, en þeir voru þá báðir dánir. Allskonar andaverur birtust hon- um, sumar mildar og góðar, aðrar illar og ógnandi. Eina nóttina læddist hann að heiman og kastaði sér i Rínarfljótið út af brúnni, en skipsmenn voru þar hjá á háti, og björguðu lionuin. Hann var þá fluttur á geð- veikraliæli, sem var rétt lijá Ronn, fæðingarborg Beet- hovens. Læknarnir sögðu, að geðveikina hefði hann fengið að erfðum. En skáldið Grillparzer sagði: „Eftir minni skoðun, þá verður listamaðurinn geðveikur af því, að hann er að striða við þau verkefni, sem ekki liggja fyrir honum.“ Skáldin eru oft skyggnari á mann- lega náttúru en visindin. Alla æfina hafði Schumann verið að berjast við hin stórbrotnu tónlistarform, sym- fóníur o. fk, enda þótt hin smærri tónlistarform væru honum kærust, eins og sönglög og ýms píanóverk, cn í þeim var Iiann líka meistari. Ef við rennum augun- nm yfir æfi hans, þá er á ytra borðinu ekki liægt að sjá annað en að hann hafi verið lánsmaður. Miklar gáfur hlaut liann i vöggugjöf, efnaða foreldra, góða menntun, trygga vini, elskulega og umhyggjusama konu og mikinn heiður í lifanda lífi fyrir tónsmiðar sinar og ritverk (liann var t. d. ungur gerður að doktor lite- raris i heiðursskyni), og alla æfina liafði hann nóg að bíta og brenna. Það er þvi sennilega nokkuð hæft í

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.