Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 35
H E I M I R
31
raddblærinn fallegri og leiknin
meiri á veikum tónum og í und-
irsöng, heldur en þegar beitt er
fullum brjósttónum.“ — M.A.-
kvartettinn söng hér rétt á eft-
ir, við geysimikla aðsókn.
Hann er einstakl fyrirbrigði i
sönglífi okkar. Hann er fulltrúi
glaðværðar og gletni og syngur
líka um ástina og vorið. Laga-
valið á nokkurn þátt í vinsæld-
um hans hjá fólki, að ógleymd-
um kvæðunum, cn óvíst er að
fólk fyndi mikið bragð að lög-
unum, ef meðferðin væri ekki
eins lífleg og smekkleg og hún
er hjá þeim félögum. En þvi
miður er raddmagnið ekki mik-
ið, en líf þeirra og fjör bætir
það nokkuð upp. Orgelhljóm-
leika, á vegum Tónlistarfélags-
ins, hélt Páll ísólfsson í Frí-
kirkjunni, og spilaði aðallega
gömul meistaraverk. Er Páll
mikill snillingur, og stækkar sá
hópur óðum, sem kann að meta
list hans. Loks má geta þess, að
Meyjarskemman, með hinum
Ijúfu lögum Schuberts, var
sýnd hér mörgum sinnum upp
úr áramótunum, og var að
henni mikil aðsókn.
Karlakórinn Bragi á Seyðis-
firði. Frá Seyðisfirði hefir hlað-
inu verið skrifað, og segir bréf-
ritarinn meðal annars: „Af
Braga okkar eru litlar sögur að
segja annað en það, að hann
er alltaf með lifsmarki, þó lífs-
skilyrðin séu heldur slæm. Er
margt, sem veldur þvi, og ligg-
ur í augum uppi, að i rúmlega
900 manna bæ sé ekki alltaf gott
að lialda uppi 20—30 manna
kór; erfitt að fá í skarðið, ef
einhver heltist úr lestinni eða
flytur burt úr bænum. Sam-
gönguskilyrðin valda því, að
kórinn á erfitt með að fara til
nærliggjandi fjarða eða Héraðs.
En þó hefir kórinn farið þrisv-
ar suður á firði á 6 árum, og
næstum á hverju sumri upp á
Hérað. Bragi var til skamms
tíma eini kórinn á Austurlandi,
sem var í karlakórasamband-
inu, þangað til Glaður á Eski-
firði bættist við, og ef fleiri
kórar gengju i sambandið, yrði
að sjálfsögðu stofnað fjórðungs-
samband. Myndi það styrkja og
létta starf kóranna.“ Ivarlakór-
inn Bragi hefir um langan tíma
verið fagur menningarvottur í
kauptúninu; um það getur rit-
stjóri þessa hlaðs borið, sem
var á næstu grösum við Seyðis-
fjörð í nokkur ár. Söngstjórinn
er Jón Vigfússon, sem er smekk-
maður á söng og listhneigður
maður í bezta lagi.
María Markan, óperusöng-
kona, hefir getið sér góðan orð-
stir í lilutverki greifafrúarinn-
ar í „Brúðkaupi Figarós“ eftir
Mozart, sem sýnt hefir verið í
vetur á kgl. söngleikahúsinu i
Kaupmannahöfn. Hinn frægi
liljómsveitarstjóri Fritz Busch
hefir ráðið hana til að syngja
í þessari óperu i London, með
úrvalssöngkröftum. Blöðin segja
frá þessari fregn undir fyrir-