Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 36

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 36
32 H EIM IR sögninni: Á leið til heims- frægðar?. Iíarlakórablaðið sænska „Sán- gartidningen“, birti fyrir skömmu fróðlegt og skemmti- legt erindi um íslenzkan karla- kórsöng, eftir Martin Bartels, hankafulltrúa í Kaupmanna- höfn. Erindi þetta flutti hann á hinu þriðja norræna karla- kórasöngmóti í Kaupmanna- höfn síðastliðið vor, en þar mætti hann sein fulltrúi fyrir hönd ísl. karlakórasambands- ins. Hann rekur sögu S.Í.K. og segir frá vexti og viðgangi kór- söngsins hér á landi. 1 upphafi erindisins drepur hann á það, að íslenzka þjóðin sé sönggef- in og sé sú gáfa sömu ættar og skáldskapargáfan, sem þjóð- in eigi í ríkum mæli. Og enn- fremur getur hann þess, að söngelskar fjölskyldur myndi kór innan vébanda sinna, þar sem börnin eru mörg. Þetta gefur mér tilefni til að segja frá því, að fyrir mörgum árum kom ég að Skógargerði á Fljótsdals- héraði, til Gísla Helgasonar bónda, sem þar bjó. Hann leiddi þá dætur sínar 5 eða 6, sem voru sín á hverju árinu, — sú elzta sennilega ekki mikið kom- in yfir fermingaraldur, — að hljóðfærinu, og settist sjólfur við það. Börnin sungu fallega mörg lög, þríraddað, og fannst mér þetta varpa fegurðarhirtu yfir heimilið. Leiðrétting. í grein Halldórs Jónassonar um Sveinhjörn Sveinhjörnsson tónskáld, sem birtist i „IIeimi“ á sinum tíma, er sagt frá því, að Sveinbjörn liafi sjálfur stýrt söngnum við konungskomuna 1907. En þetta er rangt. Það var í fyrstu ætl- ast til þess, að tónskáldið stjórn- aði kantötusöngnum, en þegar til kom, kaus hann heldur að fela Brynjólfi Þorlákssyni að gera það. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.