Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 32
28
HEIMIR
öluna af annarri upp á sinn máta. Þetta er líka eðli-
legt, því andinn er yfir bókstafnum.
Eins og áður hefir verið drepið á, þá samdi Scliu-
mann kórverk. Merkilegasta kórverkið er „Das Para-
ciies und Peri“. Textinn er eftir enska skáldið Thomas
Moores. Meðan verkið var i smíðum trúði hann vini
sínum fyrir því, að það yrði annað og meira en dæg-
urfluga. Það var ekki ofmælt. Þetta þykir eitthvert feg-
ursta kórverk rómantísku stefnunnar.
Schumann liefir liaft geysimikil áhrif á aðra. Með
ritsmíðum sínum gerbreytti liann skoðunum manna á
músíksviðinu. Með tónsmíðum sínum vakti hann nýja
frjókrafta eins og regn á vormorgni. Hann er i tón-
smíðum sínum kjarnaþýzkur, svo þjóðlegur, að margt
í þeim liefir ekki verið metið til fullnustu af öðrum
en Þjóðverjum. Hann er tónskáld í hinni eiginlegu
merkingu orðsins. Útlendingar hafa hæði Tondigter og
Ivomponist yfir það, sem við nefnum hlátt áfram tón-
skáld. En í þessum útlendu orðunum er þó dálitill
merkingarmunur. Komponist er sá maður, sem smíðar
lög (componera þýðir uppliaflega að setja saman ein-
hvern hlut), en tónskáld er sá maður, sem yrkir í tón-
um. Schumann var tónskáld fyrst og fremst, þvi lögin
hans ilma af skáldlegri fegurð og andagift.
Eins og marglekið hefir verið fram, þá var Schu-
mann einn af helztu forkólfum rómantísku stefnunn-
ar í tónlistinni. Á skáldahekk á liann sæti við hliðina
á Schuhert, Mendelsohn og Chopin.