Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 1

Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 1
HEIMIR SÖNGMÁLABLAÐ Jón Laxdal í Reykjavík pantar frá útlöndum og selur allskonar hljóðfæri, sjerstaklega Piano, Flygel, Orgel-Harmonium. Verðlistar /frá bestu verksmiðjura erlendis til 'sýnis og geta menn þvl valið sjer hljóðfæri eftir hvers eins smekk og efnum. Besta orgel-verksmiðja á Norðurlöndum, og þótt víðar sje leitað er: Jóh. P. Andresen <fc Co. í Ringkjöbing. Harmonium frá þessari verksmiðju eru viðurkend fyrir hljómfegurð, vandaðan frágang, sterka belgi og smekklega kassa. — Harmonium, 20 ára gamalt hjer, frá þessari verksmiðju, er jafn gott í dag og það var, er það kom til landsins. Hljóðfæri í kirkjur og samkomuhús eiga að vera af sjerstakri gerð og hafa sjerstaka kosti, sem stofuorgel hafa ekki. Þess- vegna ætti enginn að panta slík hljóðfæri nema fagmaður sje með í ráðum. Þessi verksmiðja býr til sjerstaklega góð og hentug Orgel-harmonium af þessari gerð. Hljóðfæri, svo sem: Guitara, Fiolin, Cello, Horn, Flautur o. s. frv. panta jeg fyrir þá er óska. Jón LaxdaL Talsími 421 Reykjavík Pósthólf 482

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.