Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 7

Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 7
1923 H E I M I R Ritfregnir. Árni Thorsteinsson: E i n s ö n g s- 1 ö g I. og II.—III. hefti. T í u s ö n g- 1 ö g' f y r i r k a r 1 a k ó r. Útgefandi: þorst. Gíslason. Rvík 1921 og 1922. I þessum nýju heftum eru nokkur hinna eldri laga höf. Hin eni þó fleiri, sem hafa ekki verið prentuð áður. Af þeim má nefna Söng víkinganna, sem er öllu fremur hljóðfærasöngur en raddsöngur (upphafið hljómþrung- in hnjefiðlusetning) og Ingjaldr í skinnfeldi, allforneskjulegt lag, gert upp úr einu stefi. Valagilsá er fyrirferðamest, en höf. óþjált í með- förum. Fáein lög eru þarna við gamla húsganga. Er jafnan vandfarið með þá, enda hefir höf. brent sig á þeim (Á Sprengisandi er þó undan- skilið), og hafa fleiri en hann orðið fyrir slíku. V i ð h a f i ð og S u m- a r n ó 11 eru hugþekk lög, með hreim- þýðum og skáldlegum blæ, og kennir hans víða í lögum Árna. Að framsetningunni má sitthvað finna, ef leitað er hlífðarlaust að göll- unum, og er það ekki tiltökumál. Hitt gegnii' meiri furðu, hversu vel fer á, þar sem höf. tekst best (sjá t. d. Sumarnótt). Á. Th. er sjálfmentað söngskáld, „náttúrunnar barn“, og syngur með þeirri rödd, sem guð hefir gefið hon- um — á köflum svo hlýtt og innilega, að minnir á Halfdan Kjerulf. Að vísu ei' eigi. langt liðið síðan Árni var að alast upp, því að nú er hann maður á besta skeiði. Hjer kvað þó enn við úr öllum áttum: „Fögur list mögur — fögur list mög-ur“, ef á tónlist var minst í þá tíð. þess geld^ ur hann, og þess gjöldum vjer í s 1 e n d i n g a r n ú. Af þeirri ástæðu förum vjer margra ófæddra laga á mis, — fullgildra listaverka, sem hann hefði getað skapað. Prentvillur em nokki’ar í heftun- um (einna leiðust á bls. 9 og 10 í fer- söngunum — (;/8 fyrir 3/4). Að öðru leyti er frágangurinn hinn snyrti- legasti. Tólf sönglög eftir F r i ð r i k B j a í'n a s o n. Aðalútsala hjá Arinb. Sveinbjarnarsyni. Rvík 1922. Flest lögin eru þannig gerð, að bæði má syngja þau við hljóðfæri og leika þau eingöngu. Framsetningin er svo alþýðleg og óbrotin, að allir komast fram úr þeim, sem heitið geta „bæna- bókarfærir“. þrjú af lögunum eru fersöngvar handa karlmönnum. Heimir mun hvorki segja kost nje löst á þessum bæklingi, og liggur ástæðan í augum uppi. En í „G u 1 a T i d e n d“ (29. ágúst þ. á.) eru lög- in ritdæmd, og stendur þar m. a. þetta: „Bjarnasons kompositioner er sterkt stemningsfulde, — somstundes sermerkte og fell lett i öyro. Han bör verta kjend her i landet og“, (þ. e. í Noregi). Vonandi hneykslar það engan, þó að þess arna sje getið. F \' r i í’ s p u r n i r um söngmál mega les- endur vorir senda. þeim mun verða svar- aö svo fljótt og rækilega sem hægt er.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.