Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 9

Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 9
1923 HEIMIR 7 og hafði þá ráðið Friðrik Bjarnason fyr- ir organleikara; hjelt liann starfinu áfram við kirkju safnaðarins, sem var vígð næsta sunnudag fyrir jól 1913. Hann var tæpt ár, en þá tók við S. Heiðar, þá Pjctur Lárusson prentari í Reykjavík, þá Kjartan Jóhannesson organleikari í Reykja- vík, og aftur S. Iíeiðar.'og er hann þar nú. Illjóðfæri kirkjunnar er harmonium frá Petersen og Steenstrup. Söngurinn í kirkjunni er fleiri'addaður. Hátíðasöngvar sjera Bjarna eru sungnir á jólum. Arið 1914 var þjóðlcirkjan (Hafnarfjarð- arkirkja) reist, og vígð næsta sunnudag fyrir jól það ár, og tók þá Friðrik Bjarna- son við organleikarastarfinu við þá kirkju, og hefir það á hendi enn. Orgel (pípu- orgel) er í kirkjunni, með sexföldu liljóði og pedal, og er pantað frá Zachariasen í Árósum, og kostaði 3700 krónur árið 1916. — Söngurinn hefir jafnan verið fleirradd- aður. Hátiðasöngvar sjera Bjarna eru sungnir á jólum og páskum. 2. Sönnkenslan í skólunum. Veturinn 1896—97 er söngur kendur í Flensborgarskóla. Kennari var Bjarni Pjet- ursson. 1899—1900 kcnnir þorgeir Pálsson skólapiltur. 1900—1902 kcnnir þormóður Eyjólfsson skólapiltur. 1902—04- kennir Runólfur þórðarson; hann kendi einnig söng við barnaskólann og hjelt uppi söng- fjclagi þessa vetur. 1906—08 kennir Sigfús Einarsson, tónskáld úr Reykjavík, söng við háða skólana, og stjórnaði söngflokki (blönduðum kór), er þá starfaði báða vet- urna. 1908—21 kennir Friðrik Bjarnason, samfleytt 13 ár, söng við Flensborgarskól- ann, og frá 1908 við barnaskólann, og er þar enn. Söngurinn ‘ við skólana oftast fleirraddaður og sungið úr Jónasar-hoft- unum og Skólasönghókum. 3. Söngfjelög. Eins og framanskráð skýrsla bor með sjer, haía söngkennararnir haldið uppi söngfjelögum í Hafnarfirði oft og mörg- um sinnum. Mörg liafa þau orðið skamm- líf, og liggja til þess ýmsar ástæður, oft þær, að kennararnir hafa haft öðru að sinna sem aðalatvinnu, eða þá að þeir hafa flutt burtu. I-Ijer skal getið tveggja liinna yngstu, en það eru söngfjelögin „Erlur" og „þrestir". „Erlur“ (kvennakór), stofnað 1. nóv. 1918, liafa sungið nokkrum sinnum opinberlega, síðast liaustið 1921, og voru söngmeyjar þá nær 50 að tölu. Sungu þrí- og fjór- raddað. „þrestir" (karlakór) hafa sungið árum saman og tekið sjer fyrir licndur allþung viðfangsefni. Flestir hafa söngmenn verið 23 að tölu. Friðrik Bjarnason hefir jafnan haft. á hendi söngkenslu i „Erlum" og „þröstum". 4. Hornablástur. Um 1890 stofnuðu nokkrir Hafnfirðingar hornafjelag, og var Jón kaupmaður Bjarna- son aðal-forgöngumaðui’inn. Fjelag þetta starfaði nokkur ár, en fjell svo niður. Stofnendur fluttu burtu. Um 1910 byrja Hafnfirðingar aftur að hlása og lialda áfram um nokkur ár, en nú heyrist ekkert. F i ð 1 u-k v a r t e 11 starfar í Hafnarfirði veturinn 1910—11, og mun Helgi kennari Valtýsson liafa stofnað og stjórnað. 5. Hliöðfæri o. fl. I-Ijer að framan er minst lítið citt á horn og fiðlur. Einnig má nefna liarmoni- um og píanó, sem hafa náð útbreiðslu. I Hafnarfirði munu nú vera nær 50 har- monium, cn píanó nokkuð yfir 20. — Lika má geta um „glymskrattann" (grammó- fón), sem er æði mikið útbreiddur. Söngþckking fcr vaxandi með ári hverju. Söngmenn eru margir góðir í Hafnár- firði, bæði karlar og konur. Kunnugur.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.