Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 5

Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 5
1923 H E IM I R 3 feng'ið með þeim. Ennþá meira er undir því komið, að raddirnar sjeu tvímælalaust hreinar. f stöku mönnum eru hljóðin svo sjerkennileg, að þau skera sig úr röddum annara manna. Slíkir menn eru hálfgerðir viðsjáls- gripir, og því meiri, sem söngflokk- urinn er minni. Margt er enn ótalið, svo sem söng- þekking, og er hún að vísu höfuð- kostur. Fjelagslyndi og stundvísi eru jafn ómissandi í söngflokkumi eins og í öðrum fjelagsskap. Óstundvísi fárra manna hefir riðið mörgum söngflokk- um að fullu. S k i f t 1 i ð i. Eins og allir vita, eru kvenna e ð a karlmanna raddir sam- kynja, en kvenna o g karlmanna radd- ir ósamkynja. Tónsviðið er sem næst þessu: u Sópran (há kvenrödd) frá c’til g” (a”) | ^^{Alt(djúp — ) — (g)atile" £ § g|Tenór(hákarlm.r.)— c til g’ (a’) ^ Bassi (djúp — ) — (F) G-d’(e’ Lengra fara kröfurnar ekki í sæmi- lega algengum kórlögum. Um raddir liðsmanna sinna, bæði hreimblæ þeirra og tónsvið, á söng- stjóra að vera fullkunnugt. Ef svo er ekki, verður hann að prófa þær. Úr því er vandinn lítill, ef flokkurinn er ósamkynja. pá er ekki annað en skilja, í sundur háar og djúpar kvenraddir (sópran og alt) og háar og djúpar karlmanna raddir (tenór og bassa). Hitt getur verið meira vandaverk, að skipa í raddir, ef flokkurinn er samkynja. Tónsviðið segir ekki æfin- lega til. Svo er t. d. um suma karl- menn, að þeir geta sungið hvora mið- röddina sem vera skal (2. tenór og 1. bassa). Raddblærinn sker þá úr. Ef hann er bjartur, er röddin 2. tenór, en 1. bassi, ef hann er í dekkra lagi. Sumt fólk vill fyrir hvern mun komast hjá því að syngja miðraddir, einkum altinn („millirödd" svokall- aða). pað ætti að hugleiða eina af „lífsreglum“ Schumanns, er svo hljóðar: „Syng iðulega í kór, einkum og sjer í lagi miðraddir. Á því verður þú söng- næmur“. Svo að vandræði hljótist síður af mjög hörðum eða sjerkennilegum röddum — en hjá þeim verður ekki ætíð komist — er á stundum gripið til þess úrræðis, að koma þeim fyrir þar sem minna ber á þeim. Fyrsti tenór, sem er „fæddur með þessum ósköpum“, er þá settur í annan tenór, 1. bassi í 2. bassa o. s. frv. Hrossa- lækning hálfgerð að vísu, en gefst oft vel. L i ð s t y r k u r r a d d a. Vitanlega fer það mjög eftir hljóðmagni söng- fólksins, hve margt á að vera í hverri rödd. Upp og ofan mun þetta láta nærri: 5 sópranar, 4—5 altar, 3—4 tenórar og 5 bassar. Misskilningur er það, að altinn megi að ósekju vera fáliðaður. Hann þarf að hafa í fullu trje við hinar raddirnar. það þykir mörgum sjálfsagt, að í sópran sje „heil hersing“. Sannleikurinn er þó sá, að sú röddin nýtur sín fullvel, þó að ekki sje hrúgað í hana óþarflega, blátt áfram af því, að hún er hæst, og af þeirri ástæðu mest áberandi. S j e r æ f i n g a r. það er óráð að kenna öllum röddum saman í hvert skifti. Hitt er heppilegra, að æfa tvær og tvær sjer, nema því að eins, að

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.