Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 3

Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 3
HEIMIR SÖNGMÁLABLAÐ liitatjórar: Sigfús Einarsson (ábyrgðarniaöur) livik - Simi 108(! og' Friðrik Bjarnason Hafnarfirði. Afgreiðslumaour og féhirðir: Bjarni Pjetursson Þingholtsstræti 8A Reykjavlk — Simi 1162. Afgreiðslumaðurinn tekur við auglýsingum. 1. tbl. 1. ár — Árgangurinn 3 kr. — borgist fyrirfram, um leið og blaðið er pantað Jan.—mávs 1923 Inngangsorð. Á síðastliðnu sumri sendum við — ásamt Kjartani Jóhannessyni fríkirkju- organleikara — prentaðar fyrirspurnir til allra prófasta og presta á landinu, og báðum þá um að fá organleikurum kirkna í hendur. petta gerðum við í þeim tilgangi, að afla okkur áreiðan- legra upplýsinga um aðstöðu organ- leikaranna, kjör þeirra og störf. Vitan- lega var gotlunin sú, að láta eigi hjer við lenda, þó að skýrslurnar feli í sjer margskonar fróðleik um þessi olnboga- börn þjóðar vorrar, og sjeu fyrir þá sök allmerk gögn í sjálfu sjer. þetta átti og á að vera upphafið að öðrum meiri framkvæmdum. En þær vildum við reisa á svo traustum gnmdvelli, sem föng voru á. Nú er sá grundvöli- ur lagður svo, að okkur þykir við un- andi, og því tökum við fyrir „næsta mál á dagskrá“. Síðasta spurningin, er við báðum org- anleikarana að leysa úr, var þessi: „Teljið þjer þörf á söngriti (blaði), er komi út t. d. fjórum sinnum á ári og flytji leiðbeiningar, fróðleik og frjettir um söngleg efni? Viljið þjer gjörast áskrifandi að slíku blaði, ef til- t kilegt þykir að gefa það út?“ Svörin eru öll á einn veg (nema eitt) — eindregið j á. Allir eru á einu i"á!i um það, að á slíku blaði sje fylsta þcrf. Enda er það mála sannast, að um söngleg efni verður ekki rætt, eins cg þörf er á, í landsmálablöðum og timaritum vorum. pau verða í mörg hornin að líta, og við getum eigi vænst þess, að alþjóð láti sig rniklu skifta sumt það, er vjer organleikarar og söngkennarar þurfum að ræða um og frrðast um, jafnvel þó að hugur manna til tónlistarinnar hafi tekið g’eðilegum breytingum á seinni tím- um, og þeim mönnum fjölgi með ári hverju, sem vilja fræðast um söngmál og láta þau til sín taka að einhverju leyti. En ekki er því að neita, að fárán- legt tiltæki mundi það hafa þótt fyrir nokkrum áratugum síðan, ef einhver hefði þá farið að gefa út blað á landi hjer, er ætti að fjalla um sönglist ein- göngu. T e m p o r a m u t a n t u r — tím- arnir breytast. Svo skjót hafa umskiftin orðið, að H e i m i r er ekki einu sinni fyrsta

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.