Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 8

Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 8
6 HEIMIR 1023 Auglýsíng frá afgreiðslumanni. Allir þeir, sem ætla sjer að gerast kaupendur að fyrsta árgangi Heimis, sendi undirrituðum aðalútsölumanni andvirðið — 3 kr. — fyrir lok mars- mánaðar næstkomandi. Aðrir fá ekki framhaldið. 2. tbl. kemur út 1. apríl næstk., 3. tbl. 1. júlí og 4. tbl. 1. október. Organleikurum kirkna sendum vjer fáein eintök umfram þeirra eigið, og biðjum þá vinsamlega að leita fyrir sjer um kaupendur að þeim. Fleiri send jafnskjótt sem um er beðið. Ein- tök, sem af ganga, óskast endursend. Heimir á erindi til allra söngvina! Organleikurum og söngkennurum er hann ómissandi! Bjaini Pjetursson þingholtsstræti 8 A. Rvík — Sími 1162. Utbreíðsla sönglistar í Hafnarfirði. 1. Kirkjusöngurinn. í prestsskapartíð herra Árna Helgason- ar í Görðum á Álftanesi „byrjaði söng“ í Garðakirkju Ólafur nokkur Jónsson. A eftir lionum tók Magnús dbrm. Brynjólfs- son á Dysjum við forsöngvarastörfum og hafði þau á hendi nær 50 ár, alt þangað til hljóðfæri kom í kirkjuna. þegar Garðakirkja var bygð 1879, færðu sóknarmenn að henni kauplaust stein, veggjalím og annað efni, og var það milc- ill kostnaður; gáfu þess utan, ásamt prestinum, kirkjunni nýtt harmonium, keypt frá Danmörku, og kostaði 600 krón- ur. þá var fenginn Einar smiður Einars- son, úr Hafnarfirði, til að leika á hið nýja hljóðfæri og æfa fleirraddaðan söngflokk, scm syngja átti í kirkjunni. þetta mun þó ekki liafa verið fyr en um 1885. Söngæfing- ar fóru fram í Hafnarfirði, þar sem org- anleikarinn og söngfólkið átti heima, og var við æfingarnar notað harmonium, sem Einar liafði sjálfur smiðað. Einnig voru æfð ættjarðarljóð og annar visnasöngur, mest fyrir karlmannaraddir, og mun þetta vera fyrsti vísirinn til kórsöngvanna í Hafnarfirði. Einar organleikari var kynjaður úr Gnúpverjahreppi, uppalinn i Laxárdal; lærði söng og organslátt hjá Bjarna Páls- svni á Stokkseyri. Einar var maður fjöl- hæfur, samdi sönglög, smiður var hann ágætur, bæði á trjc og járn (smíðaði t. d. saumavjel að öllu leyti, og var hún lengi notuð, og er til enn). Einnig smiðaði liann harmonium, sex að tölu, eitt þeirra er nú komið í jíjóðmenjasafnið í Roykjavík. Organleikarastarfið við Garðakirkju hafði Einar á hcndi þar til liann andaðist, 7. jan. 1891, 37 ára að aldri. Á eftir honum tók Magnús kaupmaður Blöndahl við organleikarastarfinu, og liafði það á hendi fram að aldamótum; liann hjclt einnig uppi söngfjelagi í Hafn- arfirði. Frú Guðrún Pjetursdóttir í Görðum tók við organlcikarastarfinu á eftir Magnúsi jg liafði það í rúm tvö ár, þá Runólfur þórðarson verslunarmaður, um 11 ár, þá Gísli Sigurgeirsson verkstjóri, stutta stund, Salómon (Runólfsson) I-Ieiðar, verslunar- maður, einnig stuttan tíma, og loks Frið- rik Bjarnason kennari, er tók við í júlí 1914 og var þangað til kirkjan (í Görð- um) var lögð niður, á jólaföstu það sama ár. Siðla vctrar, árið 1913, var stofnaður frí- kirkjusöfnuður í Ilafnarfirði, og hjelt hann fyrstu guðsþjónustuna á sumardag- inn fyrsta það ár, í Good-Templarahúsinu,

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.