Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 4

Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Blaðsíða 4
o H E IM I R 1S)23 söngritið, sem út kemur á íslandi. H 1 j ó m 1 i s t i n var á undan. Jónas sál. Jónsson er brautryðjandinn í þess- ari blaðamensku. Hann var „brenn- andi í andanum" og vildi vinna söng- listinni alt það gagn, er hann mátti. „Hljómlistin“ var einn þátturinn í starfi þess mæta manns. Nú er verk- ið fallið úr hans hendi, en Heimir á að taka við, þar sem Hljómlistin hætti. Við lofum fjórum tölublöðum fyrsta árið, og verður hvert þeirra 8 bls. í kápu. Um framhaldið fer eftir viðtök- unum. Ekkert munum við telja okkur óvið- komandi, er snertir tónlist á einn eða annan hátt — allra síst innlenda söng- málastarfsemi. Útlendar söngfrjettir sitja á hakanum í jafnlitlu blaði — fyrst um sinn. Við viljum söng yfir landið! Við viljum söng um alt fsland, jafnt fámennar og afskektar sveitir eins og fjölmenna kaupstaði! Við viljum vax- andi kunnáttu á öllum sviðum tónlist- arinnar! Við viljum sönggieði og söngvit inn á hvern bæ! Sigfús Einarsson. Friðrik Bjarnason. Tilkynníng. f upphafi stóð til, að Kjartan Jó- hannesson fríkirkjuorganleikari yrði í fjelagi með okkur um útgáfu Heimis, og hefði afgreiðsluna á hendi, en af sjerstökum ástæðum gat það eigi orðið. í hans stað kemur B j a r n i P j e t- u r s s o n kennari, og verður hann a f- g r e i ð s 1 u m a ð u r og f j e h i r ð i r blaðsins, enda vandfundinn áreiðanlegii maður eða ákjósanlegri til þess starfs. S. E. F. B. Holl ráð. Söngflokkar eru allvíða í kauptún- um og sumstaðar í sveitum nú orð- ið. Fyrir þeim eru menn og konur, sem verja tíma og orku til þess að vekja og efla sönglíf í landinu, þó að ekki sje annara launa von en ánægjunnar, ef vel gengur, og þakklætis þeirra manna, sem kunna að meta jafn göf- ugt og gagnlegt starf. En fæst af þessu fólki hefir verið til söngmenta sett, fátt heyrt mikið, er gæti orðið því til lærdóms og fyrirmyndar, — flest býr það að sínu. Sá, er þetta ritar, hefir ósjaldan verið beðinn um „holl ráð“ — leiðbein- ingar um tilhögun söngiðkana, söng- stjórn og annað þesskonar, en oft vanrækt að verða við þeim tilmælum. Hugvekja sú, er fer hjer á eftir, er þá samin í þeim tilgangi meðfram, að bæta fyrir gamlar og nýjar syndir. Söngfólkið. pegar formenn ráða háseta á skip, þá sækjast þeir eftir góðumi ræðurum. pó er ekki alt und- ir því komið að kunna tökin á ár- inni. Og ekki er það alveg víst, að sá vinnumaðurinn sje þarfastur heimil- inu, sem tekur vasklegast á orfinu. Söngstjórar leita uppi raddmenn. Og víst er það, að fegurð og þróttur radd- anna eru góðir kostir, en þó er ekki alt

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.