Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 3

Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 3
:imir SÖNGMÁLABLAÐ Ritstjóri: Sigfús Einarsson (ábm.) Rvik. Póstli 443. - Simi 1086. Afgreiðslumaður og fjehirðir: Benedikt, Þ. Gröndal Ránargötu 24. Reykjavik. Simi 1063. Afgreiðslumaðurinn tekur við auglýoingum. 1. tbl. 3. ár — Árgangurinn 3 kr. — borgist fyrirfram, um leið og blaðið er pantað Jan.—mars 1925 Söngur i kirkjum. III. Niðurl. Mætir menn hafa kveðið upp úr um það, í ýmsum löndum, að guðsþjónust- ur lútherskra safnaða væru fábreyttari og tilkomuminni en vera bæri. þeir hafa bent á það, að hinar helgu athafnir væru úr sjer gengnar og lítið annað en svipur hjá sjón móts við það, sem verið hefði áður fyrri. Orð þessara manna hafa ekki verið sprottin af óvildarhug til kirkjudeildar vorrar, heldur af löng- un til að endurbæta guðsþjónusturnar svo, að þær fengju fult gildi og alla þá fegurð, sem slíkum athöfnum sæmdi. Ilversu mundu þessir menn svara spurningunni um sálmasönginn, er vjer bárum fram í upphafi þessa máls? Mundu þeir telja öllu borgið, þó að hann kæmist í rjett horf alstaðar? Nei, — áreiðanlega ekki. þeir segja: Guðsþjón- usta er ekki prjedikun og eintómur sálmasöngui', heldur p r j e d i k u n og helgiþjónusta (Liturgi). Og' sú þjónusta tekur til margs annars en sálma. Enda má sjá það, — jafnvel af hinu örstutta söguágripi í næsta tbl. á undan, — að f y r á tímum (um og eft- i>' siðaskiftin) hefir helgiþjónustan ver- ið all-margháttuð: sálmasöngur, svör (Amen, Hallelúja, Kyi'ie eleison o. s. frv.), víxlsöngur og kórsöngur. Á þessu er mikil breyting orðin til hins lakara, og harla fjarri því að vera í anda Lút- hers, — sjálfs höfundar siðaskiftanna. Sumstaðar hafa menn hreyft andmæl- um gegn helgiþjónustu safnaðarins. þeii' hafa fundið að henni einhvern ka- þólskan keim, en skotist yfir það, að í svörum og víxlsöngum er söfnuðurinn að þokast nær „almennu prestafjelagi“. En er menn átta sig á því, að guðsþjón- usta er eigi aðeins kirkjuleg athöfn til þess gerð, að fræða fólkið um trúarat- riði og hafa andleg áhrif á það, heldur og sameiginleg bænagerð, lofgjörð og þakkargjörð, þá skilst þeim það, að þátttaka safnaðarins í helgiþjónustunni er í fylsta samræmi við allan anda hinn- ar evangelisku kirkju. Hjer mundu andmælin fara í aðra átt. Menn mundu segja, að söfnuðirnir væru eigi færir um að hafa helgiþjón- ustu á hendi umfram það, sem nú er. En úr því að menn gátu sungið Re- sponsoriur og Antifoniur áður fyrri, þá ætti það ekki að vera alveg ókleift nú. Hver segir, að söngur safnaðarins ætti að vera margbrotinn og erfiður við- fangs! Hann v a r það ekki og á ekki að

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.