Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 14

Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 14
12 HEIMIR 1925 í kirkjunni eru það sálmar og kvæði and- legs cfnis, en í samkomusalnum virðast það mest vera ættjarðarsöngvar. Einn söngstjór- inn stjórnar 4 kórum, P. Eiken, en stjórnar 6 sinnum alls — tvisvar sameiginlega. Um kvöldið er svo enn komið saman, þar sem livor flokkur fær að syngja frjálst eftir eigin vali, og er það jafnframt skemtun, eingöngu fyrir „kór“-meðlimi. þetta hefir verið rakið hjer til þess, að gefa nokkra liugmynd um, hvernig þessi mót færu fram. Auk þessara árlegu móta, heimsækja flokkamir hver annan og æfa saman fleiri lög, hafa smærri sambönd, 3—4 saman. Af sameiginiegum sjóði er kostaðui' maður til að ferðast um og kenna að lesa nótur eða syngja eftir þeim. Vinnur sambandið að því að efla þekkingu á kórsöng A ýmsan hátt. — Svo sem nærri má geta eru sambönd þossi og samkomur mjög þýðingarmiklar og gagn- logar. Læra flokkarnir ekki lítið á því, að heyra hver til annars; finna þá betur kosti og galla, þegar eitthvað fæst til samanburð- ar. Hlýða á lciðbeiningar, kynnast og ment- ast af þeim áhrifum, sem slikar samkomur hljóta að hafa; og þá ekki síst: efla áhiiga flokkanna um að komast sem lengst.. — En svona stór sambönd þurfa góð skilvrði og þá sjerstaklega góðar samgöngur. Verður manni þá að lita í eigin barm, til okkar íslendinga. Getum við ekki lært mik- ið af frændum okkar, Norðmönnum. i þess- um efnum? Og hvcnær verður hjer efnt, til söngflokka-sambands, þó í smærri stil væri en þetta? * Fyrsti agnúinn, sem fyrir okkur verður, eru samgöngu-erfiðleikarnir, cn hinar ágætu samgöngur Ijetta undir með þeim. — En ineð nægum vilja og áhuga mætti þó vinna í áttina, því „fyrst, er visirinn og svo er berið“. Viða eru til smá-söngflokkar, sem gætu h'eimsótt hver annan, æft sameiginlega 2 til 3 lög, o. s. frv. — En þar kennir enn ein- ræningjaháttar okkar, að hver pukrar fyr- ir sig. — Kauptúnin virðast eiga hægra með að samcina sig, fara sjóleiðis, lieldur en strjálbygðar sveitir. — Og dæmi þess að menn g æ t u sameinað sig meira en er, er t. d., að samtimis voru uppi 3 karla-kórar, 8—12 meðl. hver, sem allir hefðu getað náð saman á einum st.að og enginn meðlimur þurft að sækja lengra en 8—10 kilóm., sem ekki getur talist of- viða fyrir karlmenn. Slík dæmi gætu verið fleiri. ))etta sýnir löngun og viðleitni fólksins t.il að syngja. En það vantar menn, sem hafi þá söng- lcga þekkingu, að þeir áliti sig færa til að gangast fyrir og stjórna fjölmennum söng- flokk; annað, livað þeir gera hver og einn heima i svcit sinni. Og þótt sú söngstjórn sje oft ófullkomin, er ekki rjett að ámæla þeim, því þeir gera það, sem þeir geta, en hafa ekki haft aðstöðu t.il að afla sjer meiri mentunar. þarna væri verkefni fyrir ungmennafje- lögin, þótt víða, innan vjebanda þeirra, sjb æfður söngur, er það ekki nærri alstaðar. þau ættu að kosta færan mann til að ferðast á milli fjelaganna, sem myndaði söngflokka þar sem þeir væru ekki, leið- beindi og sameinaði. Slikt. myndi bera ríku- legan ávöxt, eigi siður en hvað annað, sem þau hafa með höndum. það skilst ekki fyr en á hólminn er kom- ið, hvo þannig löguð samhönd geta haft mikla þýðingu. Verður hjer lát.ið nægja a.ð vísa til þess, sem að framan er skráð um starfsemi Norðmanna í þeim efnum. En vonandi líður ekki á löngu, áður en hreyfing kemst á hjer á íslandi, sem fari í þessa átl. J. H.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.