Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 8

Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 8
6 HEIMIR Í925 svara þessi orgel tafarlaust og nákvæmt eftir því, sem leikið er á þau. Rafleiðslu- tegundin er því talin hentugust í stór orgel, sömuleiðis útbygð orgel*) þar sem mikið gildir að jafnfljótt svari þær pípur, er fjarstar eru í orgelinu, sem þær næstu. Ókostur er það við orgel þessi, að all- hætt er við bilunum í þeim, og því fremur sem þau eru stærri og fjöl- breyttari. Bili rafleiðslusamb. við nótu eða stilli, er sú nótta eða stilli auðvitað „úr leik“, þar til lagfært hefir verið. Ó- þægil. þykir og fyrir þann, er á orgelið leikur,að nokkur hiti kemui' fram í því, er leikið er á það og því fremur sem mikið er viðhaft af því og meir er í viðfangsefni spunnið. það er eins um orgelin sem önnur hljóðfæri, að þau þurfa eftirlit og hirðu, og viðhald að því er stillingar áhrærir. Smiðimir, sem hljóðfærin smíða, gjöra ráð fyrir þessu. því að eins geta hljóðfærin enst, verið í lagi og komið að tilætluðum notuð við söngiðkanir, að þessa sje gætt. Eins og t. d. Piano- og Flygel-smiðir þekkja þörfina, og ætlast til að þau hljóðfæri sjeu vel hirt og stilt nægilega oft, eins ætlast og orgel-smiðir til þess, að orgel sje eftirlitið og lagfært að still- ingum, sópað burt ryki, er safnast fyrir, og aðgætt og lagfært, ef eitthvað er að fara aflaga. þar með er því fremur komið í veg fyrir, að eitthvað fari í *) TJtbyfið orgcl (h- e. Fernwerk) er það kallað, er nokkur hluti orgels — ein eða fleiri raddir eru sett.ar niður á öðrum stöð- um, t. d. innar með hliðum í kirk.jum eða inst.. H ö f. ólag meðan t. d. á guðsþjónustu stend- ur og orgelið er í því lagi, sem það þarf að vera. »Bel Canto« og ferð hans til Prag o.fl. tjekkneskra borga. Karlakórinn „Bel Canto" er i Kaupmanna- höfn, og er það flokkur þrjátiu og tveggja manna. jtað eru alt söngvarai', sem liafa lœrt að syngja i mörg ár. Flestir þeirra hafa að náminu loknu tekið sjer óskyldar stöður í lífinu, t. d. eru sumir barnakennarar, bankastjórar, verslunarmenn o. fl. og syngja þeir i kórnum aðeins af ábuga fyrir „mu- sikinni". Lika hafa margir bestu söngvarar Dana byrjað söngbraut sína í Bél Canto, svo sem kgl. birðsöngvari Niels Hansen, og besti „Concertsöngvari" þeirra Ai-nes Brebms. F.inn íslendingur hefir verið í Bel Canto á undan mjer. það er Pjetur Jónsson óporusöngvari. Inntöku i Bel Canto er þannig háttað: Fyrst verður umsækjandi að syngja nokkur lög fyrir 5 manna nefnd, og svo tekur söng- stjóri Bel Canlo’s, — sem er einn af þessuin 5, - nótnablað skrifað upp úr vasa sinum og fær umsækjanda og segir honum að svngja það sem á því standi, án hljóðfæris. Nokkurum dögum seinna fær1 umsækjandi brjef frá stjórn Bel Canto’s um bvort. hann verði tekinn til reynslu. það próf varir tvo mánuði. Að þeim tíma liðnum er hann lát- inn syngja eitthvert lag af söngvum (Re- irertoiri) kórsins, sem söngstjóri t.ilnefnir, í „solokvartet" með þrem meðlimum úr kórnum. Leysi Jiann þetta vel af hendi, er honum veitt. inntaka. Stofnandi Bel Caiito’s er söngstjóri hans lir. Vilhelm Poulsen. Hann er sannur lista- maður, sem hefir með mikilli elju og dugn- aði æft og stjómað kór þessum i nær 20 ár og st.jórnað honum við nokkuð á 3. hundrað oninberra söngva (Concerta).

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.