Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 13

Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 13
1925 HEIMIR 11 hafnar, voru allir lórviðarsveigarnir og aðr- ar minjar úr ferðinni sýnt í glugga hjá Nordisk-Musikforlag. Á ferð þessari söng Bel Canto lög eftir þessi tónskáld: E. Hartman, Carl Nielsen, Lange-Miiller, Ii. Rung, F. Körling, S. Palm- gren, A. Járnfelt, F. 0. Reissier, H. Kjer- ulf, Belmann, E. Grieg, 0. Scavenius, Niels W. Gade, J. Sibelius og svo þjóðsöngvana. Reykjavík 2. desember 1924. Sigurður Birkis. Frá Noregi. pað mun vera sjaldgœft, að íslendingar, sem búscttir eru i öðrum löndum, og ekki liafa hlolið sjermentun i „músik", gjörist. söngstjórar meðal útlendinga. ])ó skal hjer sagt frá einu slíku dremi, því að þess skal getið sem gert. cr, og ekki síður þó það sje meðal annara þjóða og þyki vel gert. Sumarið 1921 flutti Jón Norland lœkn- ir ásamt frú sinni, þórleifu Pjeturs- dótt.ur frá Gautlöndum alfarinn til Har- amsöen við Noreg, þar sem hann hafði feng- ið lseknisembætti. pau hjón voru bæði mjög sönghneigð, ljeku á hljóðfœri, og hafði hún staðið fyrir söngflokkum hjer heima. Um haustið stofnuðu læknishjónin karla- kór þar á eynni (Haramsöen) með 16 meðl. Höfðu frestir þeirra sungið í kór áður. JJar hafði og ekki verið karlakór, en hlandaðui' kór eitthvað lítils-háttar. par var því ekki refðum kröftum á að skipa, og þvi all-erfitt við það að fást í byrjun. — Eins og kunnugt er, hafa Norðmenn „Songarlag", söngfjelaga-samhiind, sem við myndum kalla, og ná þau yfir heilt fylki hvert. í þeim eru bæði karla- og hlönd- uð kór. Á hverju ári halda þau sameigin- leg mót; þar syngja allir samstæðir flokk- ar, sem eru i því sambandi, 1—2 lög sam- an; eru þau ákveðin fyrirfram og æfð til þess. En svo sýngur aftur hver flokkur út af fyrir sig 1—2 lög, sem ákveðin eru fyrir- fram, á „konsertinum" og oftar 2—3 seinna frjálst. Söngflokkur þeirra hjóna gekk þegar um veturinn í „Sunnmör’s-Songarlag", og söng ó ársmóti þess um vorið 4 lög sjálfstætt, und- ir stjórn hr. Norlands. Og á þessu móti vakti flokkurinn sjer- staka eftirtekt og var talinn með þeim bestu. Var þess getið, að það væri auðheyrt, að þar væri útlendingur með í leik, því að flokkurinn syngi „með einkennilegum hlæ, sjerstökum tilþrifum og meðferð", og fjekk liann mikið hrós. pað virðist. því, sem þessir landar okk- ar liafi verið vel að verki, ekki lengri tíma, í hjáverkum sínum og með órefðum mönn- um, að setjast þannig upp á hinn æðsta bekk. Vorið 1923 gat flokkurinn ekki sungið sjálfstætt, því meðlimirnir hans voru svo margir komnir til fiskiveiða út um höf — þvi þeir eru flestir sjómenn — og kvarta þau mjög undan að geta haldið þeim sam- an. En hann tók þátt. i samæfingarlögum. Veturinn 1922—23 voru læknishjónunum færðar gjafir, á sjerstakri samkomu, sem „kórinn" hé.lt í þakklæti og viðurkenningar- skvni fyrir starf þeirra (lækninum silfur- búinn söngs]>rota, en frúnni ávaxta-hnífa í silfruðum „stól"). pótt jeg' sje ekki gagnkunnugur starf- semi þessara sambanda, þykir rjett að drepa á starf þeirra litið eitt nánar. „Sunnmörs Songarlag“ hjelt 23. ársmót sitt í ,Aalesund vorið 1923. Af söngskránni má sjá, aö þar hafa sung- ið sjálfstætt 25—26 söngflokkar. pað hefst með „kirkju-concei't"; byrjar með samæf- ingar-sálmi og endar með „Gloria" (blandað- iir kór) 7 800 manns, stjórnað af liöfundin- um, L. Sörás. - Siðari lilutinn fer svo fram i Arbeidsforeningen" og hefst, með: „Sunn- mör“, 700—800 manna blandaður kór, og endar með: Varde, 400 manna karlakór. -

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.