Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.09.1970, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 04.09.1970, Síða 1
Verzlið i sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sími 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VELKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 Kerruvegir í Norðausturþingi 40. árg. — Akureyri, föstudaginn 4. september 1970 — 20. tölublað ALÞÝÐUMAÐURINN vill vekja athygli lesenda sinna á stjórnmálaályktun kjördæniis- þings jafnaðarmanna, sem birt- ar eru í blaðinu í dag. Þar er til dæmis ástand vegamála í kjör- dæminu gagnrýnt harðlega, og eru enn eigi óvíða við líði á fjölförnum leiðum vegir sem byggðir voru á kreppuárunum eftir 1930, sem byggðir voru með handverkfærum einum og möl flutt í þá á hestakerrum, víða eru þessir vegir ennþá viö líöi t. d. á leiðinni milli Dal- víkur og Akureyrar — og þeir víða hálfsokknir í mýrar — og eigi tekur betra við er ekið er inn Svarfaðardal, þar eru veg- irnir sannkölluð hörmung í jafn snjóþungu héraði. Eigi alls fyrir löngu varð bíl- slys á veginum við Hánefsstaði í Svrafaðardal, þar er hættuleg beygja á veginum fyrir ókunn- uga og er vegurinn þar sem víðar frá kerrutímabilinu, þegar reynt var að sneiða fram lijá lægðum eins og unnt var. Þess- ar beygjur við Hánefsstaði væri auðvelt og fljótt að taka af með þeim stórvirku vegavinnutækj- um er vegagerðin hefur nú yfir að ráða. Fleiri vegakafla í daln- um má vissulega tilnefna svo sem yfir sunnanvert Hofstún og Dælisháls og bókstaflega niður- grafna vegi eins og fyrir neðan Ytra-Hvarf og á kafla milli Másl staða og Þverár í Skíöadal og er það samdóma álit þeirra er bezt til þekkja, að vegaviðhald á Dalvíkurvegi og í Svarfaðar- dal hafi rnn langan tnna ekki (Framhald á blaðsíðu 2) ■ÝVÝ1 % Marlrio: Kjörclæmiskjörinn þingmaáur I nœstu kosningum Kjördæmisþing jafnaðarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra var háð á Húsavík um sl. helgi. - Takmarkið er kjördæmiskjörinn þingmaður í kjördæminu í næstu þingkosning-um. - Einhugur og sóknarvilji ein- kenndu þingið. Einarðar ályktanir - um mál kjördæmisins og þjóðmál almennt. Þingið taldi m.a., að haustkosningar hefðu verið uppgjöf. Það taldi einnig að koma verði í veg fyrir, að kjarabætur alþýðustéttanna frá í vor verði gerðar að engu. Vítt var ástand vegamála í kjördæminu. Aðstoð við bændur, vegna harðæris, brýn nauðsyn. - Verðmætari nýting sjávaraflans og verndun landgrunnsins. - Stuðningur við virkjun Lax- ár. Stóriðja á Norðurlandi. Tækniskóli á Akureyri, garðyrkjuskóli á Húsavík. Núverandi ástand dómsmála þjóðarskömm. Lesið stjórnmálaályktanir þingsins, sem birtar eru í opnu blaðsins í dag. um þau vandamál, sem fram- undan eru — og Alþýðuflokk- urinn hefði aldrei tileinkað sér þær baráttuaðferðir að flýja af hólmi þótt erfiðleikar steðjuðu að, en haustkosningar nú hefðu verið ábyrgðarleysi og uppgjöf. Bragi Sigurjónsson alþingismað ur minntist einkum á mál er kjördæmið varðaði og kom víða við í málflutningi sínum, lét stað reyndir tala og benti á mörg mál, er koma þyrfti heilum í höfn í þágu kjördæmisins. Var góður rómur gerður að mál- flutningi beggja ræðumanna. FJÖRUGAR UMRÆÐUR. Að framsöguerindum loknum hófust fjörugar umræður og var mörgum fyrirspurnum beint til framsögumanna, er þeir leystu greiðlega úr. Til máls tóku, sum ir oftar en einu sinni, Björn. Friðfinnsson bæjarstjóri á Iiúsa vík, Guðmundur Hákonarson, Húsavík, Steindór Steindórsson skólameistari, Akureyri, Sigur- jón Jóhannesson skólastjóri, Húsavík, Tryggvi Sigtryggsson bóndi að Laugarbóli, S.-Þing., Valgarður Ilaraldsson, Akur- eyri, Þorvaldur Jónsson, Akur- eyri og Einar Fr. Jóhannesson, Húsavík, einnig vörpuðu marg- ir þingfulltrúar fram stuttum fyrirspurnum úr sætum. Ske- leggar spurningar og svör skipt ust á — og var rætt af fullri hreinskipti um stjórnmál, dæg- urmál og vaxtarmöguleika á auknum sameinaðrar jafnaðar- stefnu í kjördæminu. (Framhald á blaðsíðu 2) KJÖRDÆMISÞING jafnaðarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra var haldið á Húsavík um síðustu helgi, 29. og 30. ágúst. Var þingið' fjölmennt og mættu fulltrúar frá Húsavík, Dalvík, Ólafsfirði, Akur eyri og Reykjadal í S.-Þingeyjarsýslu. Gestir þingsins voru Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og fcrmaður Alþýðuflokksms, og Sighvatur Björgvinsson ritstjóri Alþýðublaðsins. Fráfarandi kjör- dæmisráðsstjórn var einróma endurkjörin til næstu tveggja ára, þeir Valgarður Haraldsson námsstjóri, Akureyri, formaður og Björn Friðfinnsson bæjarstjóri á Húsavík og Hreggviður Her- mannsson héraðslæknir í Ólafsfirði. Varastjórn skipa: Einar Fr. Jóhannesson, Húsavík, Sigursveinn Jóhannesson kennari, Akur- eyri og Steindór Steindórsson skólameistari, Akureyri. FRAMSÖGUERINDI. nefndi að svo búnu Einar Fr. • Formaður kjördæmisráðs, Val Jóhannesson, formann Alþýðu- garður Haraldsson, setti þingið flckksfélags Húsavíkur, sem með stuttri en snjallri ræðu og fundarstjóra og Ólaf Erlendsson fulltrúa á Húsavík sem fundar- ritara. Framsöguerindi fluttu Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra og Bragi Sigurjónsson al- þingismaður. Ræddi formaður flokksins um viðhorfin í íslenzk um stjórnmálum í dag og var ræða hans föst og hreinskiptin — og vék hann m. a. að því af hvaða sökum Alþýðuflokkurinn hafnaði kosningum nú í haust, þar liefði ekki verið um hræðslu við dóm kjósenda að ræða held- ur hefði sú ákvörðun flokksins verið tekin í ljósi þeirra stað- reynda að nú væru hafnar við- ræður milli ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnumarkaðarins Framfíð Alþýðumannsins EINS og sagt er frá á forsíðu var rætt ýtarlega um framtíð Alþýðumannsins á kjördæm isþingi jafnaðarmanna — og var einróma skoðun þing- fulltrúa að það (þ. e. Alþýðu maðurinn) mætti eigi missa sín í sókn jafnaðarmanna til að fá kjördæmiskjörinn þing mann í kosningum hvort sem þær verða að vetri eða vori. Þessi ályktun var góð af- mælisgjöf á fertugsafmæli blaðsins. Nefnd var kjörin til þess að vinna að traustu brautargengi blaðsins í fram tíðinni. í nefndina voru ein- róma kjörnir: Frá Akureyri Hallgrímur Vilhjálmsson, Kolbeinn Helgason og Þor- valdur Jónsson, frá Húsavík Björn Friðfinnsson og frá Ólafsfirði Hreggviður Her- mannsson. Nefndin á að skila tillögum sínum fyrir 1. októ- ber n. k. AM ber það traust til þeirra er nefndina skipa, að eigi þurfi að óttast um áframhaldandi lífdaga blaðs- ins. í sambandi við útgáfu- starfsemi blaðsins skal upp- lýát að lífdagar þess eru und ir því komnir að jafnaðar- menn og aðrir velunnarar þess sameinist um að tryggja blaðinu fjárhagslegan grund völl. Að þessu verður unnið næstu vikur. Blaðið heitir á ykkur öll að veita trausta liðveizlu, þá er sigurinn Gylfi Þ. Gíslason. Bragi Sigurjónsson. Björn Friðfinnsson. Valgarður Haraldsson. i Hfe^HMB^^HHfe,'.&.:;::':HHKv:':':-:HHHHHHHHH Ireggviður Hermannsson. —d Leiðarinn: Velheppnað hjördæmisþing. - Stjórnmálaályhtanir Alþýðuflohhsins bls. 5.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.