Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.09.1970, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 04.09.1970, Blaðsíða 2
Skuggalegar horfur í Sverfaðardal Millilandaflui Svarfaðardal 27. ágúst. S. J. EINS og víða annars staðar á Norðurlandi eru heyskaparhorf ur í Svarfaðardal mjög skugga- legar — og munu margir bænd- ur vart fá meir en þriðjung af túnum sínum, miðað við undan- farin ár og sumir enn minna. Er því fyrirsjáanlegt að bændur þurfi stórkostlega að skerða bú- stofn sinn. Er þetta mesta kalár í sögu Svarfaðardals allt frá 1918. En sem betur fer hefur nýting heyja verið ágæt það sem af er. Margir bændur hafa tekið fram orf og ljá og slegið á útengjum, en þar eru um eng in uppgrip að ræða, því að þar er einnig grasleysi. Nokkrir ibændur hafa keypt nokkurt hey inn í Eyjafirði og selja Ey- firðingar heyhestinn á 600 kr. — og þar við bætist svo flutn- ingskostnaður. Munu þessir erfiðleikar verða mörgum bænd um óyfirstíganlegir, ef eigi kem ur til aðstoðar af hálfu ríkis- valdsins. Kai'töfluuppskera bregst einnig — og berjaspretta engin. Sökum frostnátta mun kart- öfluuppskera í dalnum verða lítil sem engin, því að kartöflu- grös féllu víða algerlega, hið sama gegnir með berjasprettu, en í Svarfaðardal eru víða 'berjalönd góð, eins og margir Akureyringar vel vita. Síðborin afmæliskveðja. Þann 2. ágúst sl. átti Jón Gísla son á Hofi sjötugsafmæli og vill Alþýðumaðurinn, þótt seint sé, t'æra þeim heiðursmanni sínar beztu árnaðaróskir. Jón bjó lengi rausnarbúi á Hofi, dreng- ur góður í þess orðs bezta skiln- ingi — og hygg ég að Jón hafi aldrei eignazt óvildarmann á lífsleið sinni, heldur virtur af sveitungum sínum — og öðrum er kynntust bóndanum á Hofi. Jón ber aldurinn vel — og mun Elli kerling þykja hann erfiður (Framhald af blaðsíðu 1). verið jafn slælegt og nú í surnar. Á meðan er varið milljónatug- um í smáspotta á höfuðborgar- svæðinu — og virðist stefna sam göngumálaráðherra vera sú að Jeggja allt kapp á það að stuðlal að því að korna í framkvæmd steinsteyptum eða malbikuðum vegi allt til Hellu á Rangárvöll- um, en láta kerruvegina í Eyja- firði og nágrenni verða ennþá meginuppistaðan í vegakerfinu er liggur út frá höfuðstað Norð- urlands — og úr því að ég rabba hér um vegamál vil ég gjarnan koma að þeirri spurningu, hvenær Glerárbrú verði breikk uð? Sagt var á sl. vetri að það yrði gert strax að vori en nú er komið fram í september og enn bclar ekkert á framkvæmdum. Er verið að bíða þarna eftir dauðaslysi? Áður en ég lýk þessu rabbi mínu um vegamál ætla ég að víkja aftur til Skíða- dals. Á austurkjálka dalsins var viðfangs. f sumar veit ég að Jón hefur oft lagt leið sína út móana á Hofi með orf sitt og losað margt stráið, sem drýgja mun heyforða Hofsheimilisins í vet- ur. Þökk fyrir kynnin Jón og óska þér bjartra daga — og e. t. v. muntu uppfylla þá ósk mína .að sþjalla um dag og veg við mig, er okkur báðum gefst tóm til. (Framhald af blaðsíðu 1) í þinglok fyrri dagsins var kjörið í 3 nefndir er skila áttu áliti fyrir þingfund daginn cftir, stjórnmálanefnd, skipulags- og fjármálanefnd og uppstillingar- nefnd. I stjórnmálanefnd voru kjörn ir: Bragi Sigurjónsson, Akur- eyri, Björn Friðfinnsson, Húsa- vík, Hreggviður Hermannsson, Ólafsfirði, Guðmundur Hákon- arson, Húsavík, Matthías Ein- arsson, Akureyri og Sigurjón Jóhannsson, Akureyri. I uppstillingarnefnd voru kjörnir: Einar Fr. Jóhannesson, unnið á kafla að upphækkun vegar og er það góðra gjalda vert, en þessi vegur er sýslu- vegur, en sá böggull fylgir skammrifi að vegurinn liefur enn ekki verið mölborinn — og er varla fær dráttarvélum ef eitthvað rignir — og má geta þess að bændurnir frá Hnjúki og Hlíð þurftu að afferma bíla' við hinn nýbyggða veg í aus- andi rigningu, en farmur bíl- anna var hey, er þeir keyptu að Grund í Eyjafirði á 600 kr. hey- hestinn, má geta nærri hvort sá dýri fóðurfengur hafi betrum- bætzt við slíka meðferð, en næsta dag fluttu þeir heyið í kalsaringingu yfir foraðið til síns heima. Vonandi verður þessi vegakafli mölborinn áður en fer að snjóa, ef ekki þá eru! þessar vegabætur verri en eng- ar. Lýk þessari vegasögu að sinni, en fleira mætti til nefna. s. j. ÞANN 11. júlí sl. voru liðin 25 ár frá fyrsta flugi íslendinga með farþega og póst milli landa. Flug Katalina flugbáts Flug- félags íslands 11. júlí 1945 frá Skerjafirði í Reykjavík til Skot lands markaði tímamót. Aldarfjórðungi síðar eiga menn máske erfitt að setja sig í spor þeirra, sem stóðu að og framkvæmdu fyrsta millilanda- flugið. Styrjöldin í Evrópu hafði staðið frá haustdögum 1939 og lagt farþegaflug milli landa í Evrópu í dróma. Er endalok Húsavík, Þorvaldur Jónsson, Akureyri og Snorri Snorroson, Dalvík. í fjárhags- og skipulagsnefnd hlutu kosningu: Sigurjón Jó- hannesson, Húsavík, Sigurjón Bragason, Akureyri, Kolbeinn Helgason, Akureyri, Sigurður Gunnarsson, Húsavík og Jens Sumarliðason, Akureyri. Skiluðu allar þessar nefndir ýtarlegum tillögum áður en fundur hófst kl. 1.30 síðari þing' dag, sunnudag. Um stjórnmálaályktunina urðu mjög fjörugar og jákvæðar umræður og tóku margir til máls, en tillögur nefndarinnar voru einróma samþykktar og er stjórnmálaályktunin birt orðrétt í opnu blaðsins í dag. Framsögu maður stjórnmálanefndar var Bragi Sigurjónsson alþingis- maður. Framsögumaður fjár- hags- og skipulagsnefnda var Sigurjón Jóhannesson skóla- stjóri, en uppstillingarnefndar Þorvaldur Jónsson bæjarfull- trúi. Allar tillögur nefndanna lá eigi flaustursleg vinna að baki, heldur vissa þess að jafn- aðarstefna á Islandi verði innan tíðar sterkasta stjórnmálaaflið á fslandi í náinni framtíð. Um framtíð Alþýðumannsins var rætt ýtarlega í fjárhags- og skipulagsncfnd (sjá rammagrein á baksíðu). Eins og fyrr segir var frá- farandi kjördæmisráðsstjórn einróma endurkjörin og það með dynjandi lófataki, en kjör- orð þingsins var: KJÖRDÆMIS KJÖRINNN ÞINGMAÐUR í KJÖRDÆMINU f NÆSTU KOSNINGUM — og kosninga- baráttan er þegar hafin, jafn- aðarmenn. — s. j. styrjaldar í Evrópu þóttu auð- sæ vorið 1945, hófu framámenn Flugfélags íslands undirbúning að millilandaflugi. Margar hindr anir varð að yfirvinna, því styrjaldarástand ríkti og stríðs- reksturinn sat hvarvetna í fyrir rúmi. Mörg bréf voru skrifuð og skeyti send til útvegunar leyfa en einnig var rætt við yfir mann flughersins í Reykjavík, ríkisstjórn íslands, sendiráð 'Breta í Reykjavík og fleiri. í febrúarmánuði 1945 barst Flug- félagi íslands bréf frá Utanríkis ráðuneytinu í Reykjiavík, þar sem félaginu var tilkynnt að brezka stjórnin leyfði umbeðið flug milli landa. Jafnframt var beðið um upplýsingar um vænt- anlegan farkost, áhöfn og far- þega. Ymis skilyrði voru sett fyrir því, að flugið mætti fara fram, m. a. að Bretar yrðu í áhöfn vélarinnar. Flugfélag ís- lands hafði haustið 1944 eignazt Katalina flugbát. Þetta var þá eina flugvél landsmanna, sem hafði nægjanlegt flugþol til flugs milli landa. Flugbáturinn, sem hlaut einkennisstafina TF- ISP, var innréttaður með striga sætum, svo sem þá tíðkaðist í herflugvélum. Um veturinn hafði fyrirtækið Stálhúsgögn í Reykjavík tekið að sér að inn- rétta flugbátinn til farþegaflugs og rúmaði hann nú 22 farþega í sæti. Eftir mikil bréfaskipti og samtöl og skeytasendingar kom loks leyfi til millilandaflugsins og um svipað leyti voru fjórir farþegar bókaðir til þessa fyrsta millilandaflugs. Þeir voru kaup sýslumennirnir Jón Jóhannes- son, Hans Þórðarson og Jón Ein arsson og séra Robert Jack. Áhöfn flugbátsins var: Jéhannes R. Snorrason flugstjóri, Smári Karlsson flugmaður, Jóhann Gíslason loftskeytamaður, Sig- urður Ingólfsson vélamaður og að auki tveir Bretar, W. E. Laidlaw siglingarfræðingur og A. Ogston loftskeytamaður. Þeir tveir síðastnefndu voru í áhöfn- inni að kröfu brezkra hernaðar- yfirvalda. Snemma morguns hinn 11. júlí voru margir Flug- félagsmenn, svo og væntanlegir farþegar samankomnir í aðal- stöðvum Flugfélags íslands við Skerjafjörð. Undirbúningi var því sem næst lokið, eldsneytis- geymar höfðu verið fylltir og matarpakkar farþega og áhafn- ar fluttir um borð. Kl. rúmlega 7 um morguninn var allt til- búið. Hreyflar voru ræstir, flug báturinn leystur frá legufærum og hnitaði nokkra hringi á Skerjafirði, meðan hreyflarnir voru hitaðir upp. Kl. 07:27 hóf Katalina flugbáturinn sem í dag legu tali var kallaður „Pétur gamli“ sig á loft og beygði til suðausturs og hvarf mönnunum, sem stóðu við fjöruna í Skerja- firði, í skýjaþykkni yfir Löngu- hlíð. ... ‘OOC^"....... KR VANN 5:2 HINN árlegi minningarleikur um Jakob heitinn Jakobsson var háður á Akureyri í gær og lék þá ÍBA gegn KR. Leiknum lauk með sigri KR, 5:2, og er það í fyrsta sinn sem slíkur minningarleikur tapast. - KERRUVEGIR Á NORÐURLANDI ....... ] - ÁTGERVISFLÓTTI i (Framhald af blaðsíðu 4) É það ofbeldisráð að sprengja stíflugerð í einni afrennil- i iskvísl Mývatns og spilla þannig mannvirkjagerð fyrir i stórfé, mannvirkjagerð, sem komið hefir öllum sýslu- É búum, Akureyringum og Eyfirðingum til góða, varð I einum öldruðum Þingeying að orði: Það sést á, að § þeir eru gengnir Pétur á Gautlöndum og Benedikt á | Auðnum. Honum var ljóst, að eftir þessu tiltæki að É dæma, hafði orðið átakanlegur atgervisflótti úr Mý- É vatnssveit og Þingeyjarþingi frá því í tíð fyrrgreindra É forystumanna. Sem betur fer, eiga Þingeyingar enn É meðal sín heima í héraði margt atgervismanna, en I þeir virðast ekki koma beizli á skammsýna ofbeldis- i mcnn í sveitum sínum. '"■MIIMIillllllMMIIIIMIIIIMMIIIMMIMMIIMMMMMIIIIMMMIMMMMMIIMIMIIIIIIMMIIMIIIIIMMIimiMIMMMMMMMH - ÞING JAFNAÐARMANNA Áhöfn TF-ISP í fyrsta fluginu til Kaupmannahafnar 22. ágúst 1945, Frá hægri: Jóhannes Snorrason flugstjóri, Sigurður Ingólfsson vélamaður, Jóhann Gíslason loftskeytamaður og Magnús Guð- mundsson aðstoðarflugmaður. Sama áhöfn var í fyrsta fluginu til Skotlands 11. júlí 1945 að öðru leyti en því, að þá var Smári Karlsson aðstoðarflugmaður.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.