Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.09.1970, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 04.09.1970, Blaðsíða 5
Ályklanir jafnaSarmanna í Norðurl.kjördæmi eysfra KJÖRDÆMISÞING Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjör- dænii eýstra haldið í Húsavík 29. og 30. ágúst 1970, sendir frá sér eftirfarandi ályktanir: - HAUSTKOSNINGAR. - ;; ■>'— . . Þingið fagnar því að vilji Sjálf stæðisflojkksins til haustkosn- inga nú iiáði ekki frani’ að ganga. Telur þingið, að liaust- kosningar hefðu orðið til að magna verðbólgu og skapa óvissu og upplausn í þjóðfélag- inu, nú þegar þörf er á festxi til þess að varðveita kjör laun- þega. Þingið telur að Alþýðu- flokknum beri skylda til þess að fara með umboð kjósenda sinna út kjörtímabilið og bregð- ast ekki trausti þeirra, en haust kosningar hefðu að vissu leyti verið uppgjöf núverandi ríkis- stjórnar gagnvart þeim vauda, sem við er að etja. I . __ ~ ... rl' ' KAUPGJALDS- OG VERDLAGSMAL. Kjördæmisþingið telur, að meginverkefni Alþýðuflokksins iiú sé áð tryggja launþegum laungildi þeirra kjarábóta, sem Um var samið í sumar og- að áfstaðan til núverandi stjórnar- samstarfs eigi einkum að mark- ast af því, hvernig til tekst í því efni. Þingið bendir á, að sjálfkrafa ’Víxlhækkanir kaupgjalds og Verðlags munu aðeins rýra kaup mátt launa og valda útflutnings átvinnúvegunum erfiðleikúm. Hvetur því þingið til þess, að griþið verði inn í þá þróuri af stjórrivöldúm í samráði við aðila ‘ x’irinumarkaðarins í ‘því skyni að tryggja hag launþega Jóg atvinriúveganna. Bendir þingið í því sambandi á nauðsyn festu í verðlagsmál- lim, niðurgreiðslu einstakra vöruflokba, hækkun trvgginga- bóta og víðtækra endurbóta í skattamáluni. I J5KATTAMAI.. ’ Þingið átelur þá töf, sem orð-' ið liefur á endurbótum í skaíta- rnálum. Telur það,-að tafarlaustJ -Verðf að -aíriema tekjuskatt af venjulegum tekjum launþega og taka beri upp staðgreiðslu- kerfi opinberra gjalda sem fyrstv Þá telúr þingið, að taka þurfi frádráttarreglur skattalaga -fil gagngerðrar endurskoðunar óg taka eigi til athugúnar breytta innheiintu söluskatts. jSkólámal. Þingið Jýsir yfir ánægju sinni með þær miklu skólabygginga- franikvæmdir, sem nú standa yfir í kjördæminu og þakkar menritsffitólaráðherra framtak faans og forystu þar. i Kjördæmið var orðið á eftir jriieð skólahúsnæði og enn bíða mikil verkefni óleyst í þeim málum, þó að nú sé stórlega að ískipta nm. ’ . 'Sérstáka athygli vekur þingið' a, að Akuréyri er í brýnni þörf : fyrir aukið skólahúsnæði fyrir nemendur á skyldu- og gagn- dfræðanámsstigi, Laugaskóla . skortir aðstöðu til íþrótta- . kennslu og bæta þarf skólahús- ' næðisþörf í N.-Þingeyjarsýslu bæði vestan og austan Axar- fjarðarheiðar. Kjördæniisþingið fagnar þeim vísi, sem kominn er að aðstoð við nemendur, sem sækja þurfa skóla langt að, en telur, að þá aðstooð þurfi að auka og beinirl þeim tilmælum til menntamála- ráðherra, að hann hafi usn það forgöngu, að framlög til jöfn- unar námsaðstöðu verði stórlega aukin á næstu fjárlögum og láti setja um aðstoð þessa glögga reglugerð til að vinna eftir og almenningi til leiðbeiningar. Kjördæmisþingið hvetur ein- dregið til þess, að Tækniskóli íslands verði staðsettur á Akur eyri og að vélskólahald verði eflt þar. í sambandi við hug^ myndir um stofnun garðyrkju- skóla á Akureyri vill þingið að athugað verði, hvort slíkur skóli eigi ekki betur heima í nágrenni Húsavíkur vegna nægrar hita- orku þar og tilkomu heitavatns-' leiðslu uni Reykjahverfi. ÚTVEGSMAL. Kjördæmisþingið vekur at- hygli á þeirri staðreynd, að sjáv arútvegur og úrvinnsla sjávar- aflans er afgerandi þáttur í af- koniu almennings í kjördæm- inu. Þingið telur að ásókn er- lendra veiðiflota í fiskistofnana á íslenzka landgrunninu sé nú vaxandi sökum ofveiða og meng unar á öðruni miðum. Verði því þegar í stað að grípa til aðgerða sem tryggi betur forgangsrétt íslendinga til nýtingar fiskistofn anna við landið. Þingið leggur áherzlu á, að ríkisvaldið Iáti einskis ófreistað til að efla sjávarútveg og fisk- vinnslu í hverri verstöð, svo/ sem með hagkvæmum lánum til sveitarfélaga, samvinnufélaga og einstaklinga til skipakaupa eða skipasmíða svo og til bygg- ingar og reksturs vinnslustöðva. Telur þingið, að þessum mál- um hafi þokað verulega í rétta átt að undanförnu, en bendir á, að þessi fyrirgreiðsla þurfi að vera meiri og alveg sérstaks eðlis, þar sem fátæk byggðarlög eiga í hlut, svo sem Þórshöfn og Raufarhöfn, sem undanfarin ár hafa orðið fyrir þunguni efna hagslegum áföllum. Þingið hvet ur mjög eindregið til aukinnar fjölbreytni í úrvinnslu sjávar- aflans og bendir það t. d. á hina miklu framleiðslu grásleppu- hrogna í kjördæminu, sem hrá- efni fyrir verðmætar neytencla- vörur. Þingið hvetur til aukins opin- bers stuðnings við veiði- og xiimslutilraunir á rækju og skell fiski fyrir Norðurlandi, og það telur að taka verði lagareglur um dragnótaveiði fyrir Norður- landi til endurskoðunar á þessu hausti. HJNAÐAR- OG STÓRIÐJUMAL. Þingið hvetur til þess, að stjórnvöld stuðli sérstaklega að uppbyggingu létts iðnaðar utan höfuðborgarsvæðisins og það ítrekar fyrri yfirlýsingar Al- þýðuflokksins í kjördæminu um stuðning við eflingu hvers kon- ar iðnað, seni stuðlar að aukinni atvinnu og bættri afkomu kjör- dæmisbúa. Þingið ítrekar og fyrri yfir- lýsingar flokksins og tilniæli um að stofnað verði til stóriðjul í kjördæminu. Hvetur þingið til að athugunum þar að lútandi verði hraðað. Þingið leggur áherzlu á, að skipasmíðum fyrir íslenzka aðila verði með aðgerðuni stjórnvalda faeint til íslenzkra skipasmíða- stöðva, sem aðeins með því móti geti orðið sanikeppnisfærar við erlenda aðila. FERÐAMAL. Þingið hvetur til þess að hrað að verði upphyggingu stofnaná og mannvirkja vegna móttöku ferðamanna í kjördæminu, sem er sívaxandi atvinnuvegur. Bendir þingið á afnot skóla- bygginga til ráðstefnuhalds og gestamóttöku á sumrin, en einn ig er víða í kjördæminu þörf á'j auknu hótelrými. Þá telur þing- ið, að kosna þurfi upp á Norður landi fullkomnum flugvelli fyrir millilandaflug. ORKUMAL. Þingið telur eitt brýnasta hagsmunamál kjördæmisins, að raforkuvinnsla verði stóraukin innan þess, bæði til almennra nota og alveg sérstaklega vegna eflingu iðnaðarins. Lýsir þingið yfir eindregnum stuðningi sín- um við virkjun Laxár, en telurl sjálfsagt að ólilutdræg vísinda- leg atliugun, líffræðileg og liag- fræðileg, skeri úr um, hve langt þar skuli halda. Þingið vill sér- staklega víta litaðan fréttaflutn- ing fjölmiðla af fyrirhuguðum virkjunarframkvænidum við Laxá. Þingið hvetur til ítarlegri rannsókna á liagkvæmni gufu- virkjana í héraðinu og virkjun- ar Skjálfandafljóts, en alveg sér staklega hvetur það til þess, að rannsóknum varðandi virkjun Jökulsár á Fjöllum verði hrað- að með stóriðju í kjördæminu fyrir augum. Þingið lýsir því yfir, að raf- orkuöflun með háspennulínum frá Suður- eða Austurlandi mun ekki koma kjördæminu að sama gagni og uppbygging orku vera innan þess. LANDBÚNAÐARMAL. Kjördæmisþingið vekur at- hygli á, hve landbúnaður er mikilsverður þáttur í atvinnu- lífi kjördæmishúa og að hann er ágætlega rekinn af mörguin bændum í kjördæminu, svo að víða er til jafnað annars staðar. Bændur liafa Iiins vegar orðið fyrir þungum búsifjum undan- farin ár vegna grasleysis og tel- ur þingið réttmætt að ríkisvald- ið aðstoði bændur við að kom- ast yfir slíka tímahundna erfið- leika með útvegun hagkvæmra lána og beinum styrkjum í verstu tilvikum. Fagnar þingið rösklegum vinnubrögðum harð- ærisnefndar við athugun henn- ar á vandræðum bænda og til- lögum hennar til úrbóta, en bendir á, að fyrir löngu er orðið tímabært að koma upp öflugum hagtryggingarsjóði fyrir svo áfallasaman en úrslitaríkan at- vinnuveg, sem landbúnaður er. Þingið lýsir því eindregnum stuðningi sínum við hugmynd Braga Sigurjónssonar um hag- tryggingarsjóð landhúnaðaBÍns, sem liann hefur flutt frumvarp um á Alþingi. Bendir. þingið á, að vísir að slíkri hagtryggingu sjávarútvegsins er þegar fyrir hendi með lilutatryggingarsjóði og verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins. Þingið vill að jarðakaupasjóð- ur verði efldur og lán úr lion- um séu niiðuð við það, að auð- velda hændum kaup og endur- liúsun á jörðum, sem eru vel í sveit settar, en þurfa endurbóta við. Einnig kaupi sjóðurinn jarð ir af þeim bænduni, sem af ein- hverjum ástæðum liætía búskap1 en geta eigi selt jarðir sínar á alniennum niarkaði. Þingið lýsir yfir fylgi sínu við þá stefnu, að iðnaðartnönnum og þeim, sem ýinis þjónustustörf vinna fyrir bændur, sé auð- veldað að setjast að í sveitum, þar sem iðnaður þeirra og starfi er sannanlega þörf. Það er skoð un þingsins, að auk beinna hag kvæmni sé slíkt félagslegur styrkur fyrir strjálbýlið. Þingið hvetur til þess, að auk inn verði opinber stuðningur við garðyrkju- og ylrækt, fiski-, loðdýra- og alifuglarækt og aðr ar þær greinar, seni aukið geta fjölbreytni landbúnaðarfram- leiðslunnar. Þingið telur brýna nauðsyn bera til að setja nú þegar lög- gjöf um öræfi og óbyggt Iand þjóðarinnar. BYGGÐAMAL. Þingið telur að setja þurfi nýja löggjöf um byggðamál á íslandi í því skyni að uppbygg- ing geti orðið sem jöfnust í öll- um landshlutum. Verði Atvinnu jöfnunarsjóður efldur og ákvæði sett ip landshlutaáætlanir á ýmsum sviðurn. Þingið telur að ýmsar stofnanir ríkisvaldsins eigi að staðsetja utan liöfuð- borgarsvæðisins í því skyni að auka byggðajafnvægið. VEGAMAL. Þingið átelur fastlega þann seinagang, sem er á endurbygg- ingu vega í kjördæniinu og hve viðhald vegakerfisins er lítið og ófullkomið. Telur þingið, að LAGT var fram erindi dagsett 4. ágúst 1970 frá Útgerðarfélagi Akureyringa h.f., þar sem skýrt er frá því, að fyrirtækið hafi sent umsókn til togaranefndar ríkisins um kaup á einum af þeim 59 m. skuttogurum gqm boðnir voru út á síðastliðnu vori. Fer stjórn fyrirtækisins þess á leit við bæjarstjórn, að’ Akur- eyrarbær veiti fyrirgreiðslu til togarakaupanna, 7.5% af bygg- ingarkostnaði skipsins, skv. ákvæðum í lögum nr. 40 frá 11. maí 1970. Bæjarráð samþýkkir einróma að verða við erindinu og vænt- ir þess, að samningar takist við kjördæmið liafi verið og sé mjöjí afskipt um vegafé og að auka þurfi stórlega framlög og fram- kvæmdir í vegamálum kjör dæmisins. Þingið vekur á því athygli, hve endurlagning vegar íim Vaðlaheiði eða Víkurskarð er brýn nauðsyn vegna samgangna á vetrum, jafnframt því, sen það bendir á að aðalvegir um Vaðla- og Þingeyjarþing err; margir hverjir nánast lagfærðar liestvagnaleiðir síðan fyrir 193G, þótt óvíða sé meiri nauðsyn vel- uppbyggðra vega en í þessuni byggðarlögum sökuin mikilli snjóalaga á vetrum. Þingið telur að gera þurfi m þegar sérstaka samgöngumálp áætlun fyrir Norðurland. LÍFEYRIS- OG TRYGGINGAMÁL. Þingið fagnar því, að Iöggjö“ um almannatryggingar er nú í ítarlegri endurskoðun. Treysti" þingið þingmönnum flokksin; að sjá svo um, að þegar a kom andi vetri fáist lögfestar umtal: verðar hækkanir á bótum trygj. inganna sem og brýnar lagfær ingar, endurhætur og nýmæl- skv. kröfum breyttra tíma frn því að síðasta gagnger endur- skoðun fór fram. Þingio telux- m. a. að tannlækningar eigi ao falla innan liins almenna sjúkra tryggingakerfis. Þingið skorar á þingnieni: flokksins að flytja á komand Alþingi frumvarp að iögum un: alniennan lífeyrissjóo fyrír alki landsmenn og láta einskií. ófreistað í að vinna því mál. sigur fyrir þinglok. Bendír þing; ið á, að enda þótt flestir laun- þegar liafi nú fengið aðild at ■ lífeyrissjóðum eru stórir þjóð ■ félagshópar utan þeirra og hinn mikli fjöldi lífeyrissjóða skapat ýmis torleyst vandamal í íram- kværnd. DÓMSMAL. Kjördæmisþingið telur ai' ástandið í réttarfari, domsmál um og fangelsismálum þjóðar innar sé þjóðarskömm og atelu þingið slælega stjorn þeirrr: niála undanfarin ar. Telur þingið, að tafarlaust verði að liefjast handa um end urbætur og endurskipulagningn á þessu sviði. Slippstöðina h.f. .im :>kipr,« smíðarnar. (Frá skrifstofu bæjarstjóra'' - Vaxandi bær (Framhald af blaðsíðu 8). legar móttökur í hvívetna — o;; mig langar í lokin að sýna svo- litla eigingirni með því að sendp. mínar persónulegu kveðjur aft' Höfðavegi 22 til hjónanna Krist ínar Jónsdóttur og ÞorgrimM Jóelssonar fyrir gistingu og hlý’ legar móttökur, sem ég mui» aldrei gleyma. — s. j. ...1 Fyrirgreiðsla til Útgerðarfélags Ak ureyringa hi vegna togarakaupa

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.