Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.12.1972, Side 2

Alþýðumaðurinn - 02.12.1972, Side 2
Opinnskóli - Hvers vegna? ÞEGAR litiS er yfir sögu skóla bygginga, má oft sjá þess merki, að náin tengsl eru milli lögunar og gerðar skólabygg- inga og starfseminnar, sem fram á að fara innan veggja þeirra, þó er það ekki fyrr en nú hin alra síðustu árin, sem farið er að gefa þessum tengsl- um verulegan gaum. Oft var það svo hér áður fyrr, að þeir, sem töldust bera ábyrgð á skólabyggingarfram- kvæmdum, mátu meir, að reisa sveitarfélaginu eða jafnvel sjálfum sér eins konar minnis- varða, heldur en að taka mið af þeirri starfsemi, sem fram skyldi fara í húsinu og talið var æskilegt, að nemendur nytu góðs af og efldu alhliða þroska þeirra. Af nærtækum dæmum má benda á: nýtt skólahús Iðn- skóla Akureyrar. Hver skyldi ætla við fyrstu sýn, að um væri að ræða höfuðstöðvar iðn fræðslunnar á Akureyri. í sömu súpunni er Oddeyrarskól inn. Þar spáði byrjunin heldur góðu, en lokin hafa reynzt hörmuleg, og enn er fullnaðar- gerð skólans ekki lokið. Skólahús koma til með að standa áratugum saman, því er nauðsynlegt, að til þeirra sé vandað og horft fram í tím- ann, hvað notagildi af húsnæð inu snertir. Hér læt ég staðar numið, en mörgu má bæta við í þessa upptalningu. Hin síðari ár er smátt og smátt að koma æ betur í ljós, að skólahúsið sjálft reynist oft vera beinlínis Þrándur í Götu eðlilegra og nauðsynlegra breytinga á kennsluháttum, sem fram koma á hverjum tíma. í stað þess að vera tæki til þess að auðvelda nýjungum inngöngu í skólana, hefir skóla húsið með sínum mörgu hólf - um, — svonefndum kennslu- stofum —, stuðlað fremur að status quo innan stofnunarinn ar. Sjá allir hversu óheppilegt slíkt er, þegar haft er í huga, að eitt helzta markmið skóla- starfseminnar í dag, er að búa nemendur undir að lifa í sí- breytilegum heimi, — heimi tækni og vísinda, sem oft er svo nefndur. Ég lít svo á, að það séu eink um tvö atriði, sem ráðið hafa úrslitum um stefnubreytingu í byggingu skóla. Hið fyrra á rætur að rekja til kennslunn- ar og breytinga á henni, en hið síðara kemur inn á hina fjár- hagslegu hlið og tæknilegu lausn viðfangsefnisins. Ég ætla að freista þess, að lýsa þessu öllu nánar, einkum þó fyrr- nefnda atriðinu. Mér er hins vegar ljóst, að ýmsir erfiðleikar eru á því, að gera í stuttu máli grein fyrir eðli þeirra breytinga, sem eru að gerast í skólum út um allan heim. Greinilegt er, að nýjung ar í kennslu geta borið að garði með ýmsu móti, sem jafn framt er oft ákvarðandi um langlífi þeirra. Hér er á ferðinni viðfangs- efni, sem ekki er hægt að af- greiða á þann einfalda hátt, að um tízkufyrirbæri sé að ræða. Það á sér til muna dýpri ræt- ur eins og eftirfarandi upptaln ing ber vitni um: 1. Þær lýðræðishugsjónir, sem talið var æskilegt, að skóla kerfi ættu að grundvallast á, hafa raskazt og breytzt skyndi lega. Nú er svo komið, að skyldu- námsfræðsla í 8—9 ár, er tal- in til sjálfsagðra, almennra mannréttinda hjá flestum þjóð um heims. Og þeim einstakl- ingum fjölgar sífellt, sem leita eftir framhaldsnámi og síðan áfram til „æðra“ náms. Menntun er ekki lengur bundin við tiltölulega fámenn- an hóp einstaklinga, heldur er henni ætlað að ná til alls fjöldans. 2. Vaxandi skilningur á fél- agslegu misrétti þegnanna, sem viðgengst allt of víða í þjóðfélaginu, og er tíð orsök þess, að námshæfileikar fara í súginn. Jafnframt hefir breyting orðið á skilningi manna á hug takinu námshæfileikar. Ame- ríski sálfræingurinn Benjamín Blomm frá Chicago heldur því m. a. fram, að mun hærra hlut fall hvers aldursárgangs eigi að geta skilað viðunandi af- köstum í námi en hingað til hefir verið álitið, en bætir þó við, til þess þarf bæði tíma og rétta kennslutækni. Blomm er einn af höfundum svonefnds hlítarnáms, mastery learning. en kenningin á rætur að rekja til ofangreindrar tilgátu Blomms. Að allir einstaklingar skuli hafa jafnan rétt og tækifæri til menntunar, eru sjónarmið, sem flestar þjóðir í dag viður- kenna. En spurningin snýst ekki einungis um það að opna skólana fyrir öllum, heldur verða skólarnir fyrst og fremst að vera undir það búnir að mæta þörfum nemendanna og leiðbeina þeim eftir getu hvers og eins, — einstaklingshæfa kennsluna, ef því er að skipta. Fer því í vöxt, að líkamlega og andlega fötluð börn sæki almenna skóla, þar sem séð er fyrir sérþörfum þeirra. 3. Reynt er að miða kenn- sluna meir við hvern ein- stakling en áður hefir tíðk- ast. Sökum þess er hin hefð- bundna skipun nemenda í fasta bekki mjög að hverfa úr sögunni. Nemendum er raðað saman með ýmsu móti í mis- munandi fjölmenna námshópa, þar sem skírskotað er til sam- starfsvilja nemenda sín í milli eða kennara og annars starfs- fólks, þega rt. d. er um stóra nemendahópa að ræða. Lengd kennslustunda er ekki eins afmörkuð og áður var, því ræður fremur við- fangsefnið, sem glímt er við hverju sinni. 4. Ný kennslutæki af ýmsu tagi hafa gert skólunum kleift að einstaklingshæfa kennsluna betur en áður var. Ekki er lengur bundið við það, að kenn arar stjórni þessum kennslu- tækjum, heldur eru þau feng- in nemendum í hendur til af- nota. Margháttuð kennslu- tækni hefir því rutt sér til rúms með tilstuðlan kennslu- tækja, og beinist hún einkum í þá átt, að nemandinn verði sem virkastur í skólastarfinu. 5. Inntak menntunarinnar hefir breytzt mjög ört á síð- ustu árum. Skeður það eink- um með þeim hæti, að nýtt námsefni á sviði raungreina, t. d. stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og líffræði hefir færzt í vöxt 1 skólunum. í kjöl far þessa hefir svo komið fram þróun á námesfni í félagsfræð um, tungumálum og fleiri greinum. Hafa þessar breyting ar gjarnan leitt til endurskoð- unar á eldra námsefni skól- anna, og hefir sú leið víða ver- ið farin að þjappa skyldum námsgreinum saman með það fyrir augum, að draga úr náms efnismagninu, og þannig reynt að forðast að íþyngja nemand- anum um of. Af því, sem hér að framan hefir verið talið upp, má ráða, að heildaráhrif nýjunganna virðist stefna í þá átt að leysa upp hið einstrengislega skóla- kerfi, ekki til þess að annað nýtt og jafnvel enn verra kerfi komi í staðinn, heldur til þess að skólarnir eigi auðveldara með að taka upp ný vinnu- brögð og ný námsmarkmið, sem þeim fylgja og eru í takt við tímann, sem sagt námsskrá skal sífellt vera í endurskoðun. Að sjálfsögðu myndu nýj- ungar í kennslu, krafan um sveigjanleika húsnæðis og vax andi þörf skóla fyrir kennslu- tæki, — sem sum hver eru afar dýr, hækka verulega stofn- kostnað skólanna, ef ekkert væri að gert. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til þess að draga úr byggingarkostnaði skóla. — Brezk skólayfirvöld munu hafa vei’ið einna fyrst til þess að taka nýja byggingartækni í þjónustu sína, á árunum kring um 1950. Stöðlun á skólaeiningum hef ir víða komið fram. Burðar- veggjum hefir fækkað. Sbr. FYEN-áætlunin í Danmörku. Þó var það lengi vel svo, að nýjungar í kennslu og bygg- ingarlist virtust enga samleið eiga. Það er fyrst á árunum eftir 1960, sem skólamenn og arkitektar í Kanada, Bret- landi og Bandaríkjunum fara að vinna saman á þessu sviði, og upp af þessu samstarfi spratt hugmyndin um „opinn skóla“. Um reynslu sína af fyrstu opnu skólunum í Banda ríkjunum segir Jonathan King, sem um árabil var varaforseti skólabyggingarráðs New York borgar þetta: „Ekki ná allir opnir skólar árangri. Hins vegar ef kennar ar sýna viðfangsefninu áhuga og skilning, og fái þeir auk þess stuðning og uppörvun frá skólastjóra og skólayfirvöld- um til þess að starfa að nýjung um í kennslu, hafa opnir skól- ar sýnt þar ótvíræða yfir- burði.“ f Englandi hefir opni skól- inn fengið afar góðar viðtökur bæði hjá sveitarstjórnum og landsyfirvöldum og víða í þess um opnu skólum fara fram at- hyglisverðar tilraunir. Þróun- in í Englandi hefir gengið í þá átt, að nýjustu barnaskólarn- ir eru fremur litlir, rúma ca. 300 nemendur á aldrinum 7—11 ára. í Noregi var fyrsti opni skól inn tekinn í notkun haustið 1968, svonefndur Hvalerskóli á Vesturey í Oslófirði. Þetta skólaform hefir fengið það góð ar undirtektir hjá norskum kennurum, að á sl. skólaári voru starfræktir milli 40—50 skólar í 32 sveitarfélögum víðs vegar um Noreg, og aðrir 50 eru í undirbúningi. Norska skólarannsóknarráðið telur nýtingu húsnæðis í opnu skól- unum til muna betri, en sums staðar var svo komið, að um 40% af húsnæði skólans fór í ganga ,rangala og tengiálmur. í Svíþjóð er þróunin með opna skóla einna lengst komin á vegum SAMSKAP, en svo nefnist félagsskapur Malmö og nærliggjandi sveitarfélaga á sviði skólabygginga og nýrr- ar kennslutækni. Samstarf þetta hófst 1967 og hefir þeg- ar komið mörgu góðu til leið- ar. Sl. haust var nýr skóli tek- inn í notkun í Malmö, Örta- gardsskólinn, og því lítil reynsla fengin af honum. Þenn an skóla sækja ekki aðeins Valgarður Haraldsson. heilbrigð börn, heldur líka böi’n með skerta greind og líkamlega fötluð börn og blanda þar geði við jafnaldra sína og stofna til vináttu. Það, sem einkum hefir vakið at- hygli gesta, sem að garði ber, er sú vinnugleði og ró, sem hvílir yfir skólastarfinu á teppalögðu gólfinu, kennarar ganga um leiðbeinandi, ráð- leggjandi og hvetjandi. SAM- SKAP telur, að samstarfið hafi þegar borið þann árang- ur, að nú sé byggingarkostnað ur allt að 10—15% minni en áður var á samsvarandi stærð á skólum. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þá athygli og viðtökur, sem opinn skóli hefir hlotið í nokkrum löndum. Allir skóla- menn eru sammála um það, að opni skólinn stuðli mjög að nýjungum í kennslu og skóla- starfi, enda er svo komið, að nýir opnir skólar eru í upp- siglingu víðs vegar um allan heim. Þar sem fyrir dyrum stend- ur að reisa nýtt skólahús í Lundshverfi hér í bæ, tel ég sjálfsagt ný sjónarmið í þess- um efnum séu kynnt bæjarbú- um, og ekki síður yfirvöldum bæjarins, sem taka endanlega ákvörðun um hönnun skólans. Skólahús kemur til með að standa ekki í einn áratug held ur marga. En skólastarfið verð ur sífellt að breytast. Við get- um ekki miðað eingöngu við það, sem er í dag. Hvernig verður skólastarfið um alda- mótin? Þegar horft er fram í tím- ann, verður ekki hjá því kom- izt, að taka tillit til- þeirra sjón armiða, sem efst eru á baugi í byggingu skólahúsnæðis, og því ber að vanda allan undir- búning og leita sem víðast upp lýsinga. Ekki ósjaldan er minnzt á höfuðstað Norðlendinga sem skólabæinn Akureyri. Þeirri nafngift hlýtur að fylgja eitt- hvert forustuhlutverk? Akureyri, 30. okt. 1972. Valgarður Haraldsson. Heimildir: Frá Noregi: Forsök i Skolen 1971 Ápne Skoler 1971 B. Rodhe, Svíþjóð: A TWO-WAY OPEN SCHOOL. 2 — ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.