Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.12.1974, Síða 8

Alþýðumaðurinn - 10.12.1974, Síða 8
<NXV =S EIN OGRUNIN ENN Kjarasamningar þeir, sem gerð- ir voru á s. 1. vetri, áttu að gilda fram til 1. apríl 1976. Með því að semja til svo langs tíma, gengu verkalýðsfélögin til móts við það sjónarmið, að æskilegt væri að tryggja frið á vinnu- markaðinum um nokkurt skeið, svo stjórnvöld gætu fengið þann frið til athafna, sem þau hafa á stundum ásakað verkalýðshreyf- inguna fyrir að vilja ekki veita. Með því má segja, að verkalýðs- hreyfingin hafi ásett sér ,að taka þá áhættu, að treysta ríkisstjórn þeirri, sem þá sat að völdum í landinu og þeim ríkisstjórnum, sem kynnu að leysa hana af hólmi. En ríkisstjórnin reyndist ekki traustsins verðug — hvorki sú, sem sat í vetur og vor og nefndi sig „vinstri stjórn“ né hin, sem tók við af henni. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins lét það verða eitt sitt fyrsta verk að ógilda með valdboði hina nýgerðu kjarasamninga og Alþýðubanda- lagið ætti að minnast þess, að það voru ráðherrar þess, sem tóku höndum saman við ráð- herra Framsóknarflokksins um það verk, jafnvel þótt þeir hafi áður verið búnir að leggja bless- un sína yfir þá samninga, sem gerðir voru. Ihaldsstjórnin, sem tók við völdum í sumar, gekk svo enn lengra uns nú er svco komið, að bein kaupmáttar- skerðing launanna nemur 13 — 22%. Ef kjarasamningunum liefði verið fylgt, hefði launa- fólkið nú átt að fá 38 — 39% kauphækkun, til þess að vinna upp á móti þeim óðaverðhækk- unum, sem orðið hafa undan- farna mánuði. En launafólkið fær ekki svo mikið sem brota- hrot af þessum verðlagsbótum. Því réðu fyrst Framsóknarflokk- urinn og Alþýðubandalagið í sameiningu, og nú Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn. Um fyrri helgi hélt Alþýðu- samhand Islands sambands- stjórnarfund, þar sem þessi mál voru rædd. í ályktun fundarins er lögð þung áhersla á, að við svo búið megi ekki standa og einkum og sér í lagi þurfi hið hráðasta að leiðrétta kjör þeirra, sem lægst eru launaðir og verst hafa farið út úr sam- skiptunum við ríkisstjórnir Framsóknarflokksins og Alþýðu- handalagsins og Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. Takmark verkalýðshreyfing- arinnar er ekki það að krefjast meiri kjarabóta en samningarnir frá því í vetur færðu launþegum. Takmarkið er að við þá verði staðið — að stjórnvöld skili verkalýðnum aftur því, sem frá honum hefur veriðtekið. Þessari kröfu verkalýðssam- takanna hefur ríkisstjórnin svar- að. Og svarið var ein ögrunin enn. I kjölfar kjaramálasam- þykktar sambandsstjórnarfund- ar ASÍ tilkynnti ríkisstjórnin um allt að 20% verðhækkun á land- búnaðarafurðum — mikilvæg- uslu neysluvörum heimilanna. Og svo vill til, að sú verðhækk- un svarar nokkurnveginn til þess hundraðshluta, sem kaupmáttur launa fjölmargs láglaunafólks hefur lækkað um. Þannig ögrar ríkisstj órnin verkalýðnum. 44. árgangur - AUureyri, þriðjudaginn 10. des. 1974 - 21. tbl. s Rækjustríð við Húnaflóa „Flóabardagi hinn nýi“, eins og rækjustríðið við Húanflóa hefur verið nefnt, hefur nú tekið nýja stefnu. Rækjuvinnsla mun hafa hyrj- að eitthvað á Blönduósi fyrir helgina, og bátarnir tveir, Nökkvi og Aðalbjörg, sagt upp samningum sínum til lönd- unar á Hvammstanga og byrjað að leggja upp afla sinn á Blönduósi. Eins og kunnugt er, gaf sjáv- arútvegsráðuneytið út veiðileyfi til rækjuveiða, til handa þessum tveimur bátum, og má það telj- ast furðulegt, að gefin séu út veiðileyfi háð þeim skilyrðurn, að viðkomandi bátar landi ekki í heimahöfn. Alþýðumaðurinn snéri sér um helgina til Kára Snorrasonar á Blönduósi, og innti hann frélta þaðan. í dag, sunnudag, erum við að vinna hér rækju, sem bátarnir lögðu upp líklega um fjögur tonn og verðum allan daginn á morgun að minnsta kosti. Okkur hér á Blönduósi finnst það harla einkennilegt, að öll þessi læti skuli þurfa að vera út af okkur, á sama tíma og verið er að byrja rækjuvinnslu á Djúpavík, en það þykir kannski horfa öðruvísi við, þar sem ég veit ekki betur en bæði Stein- grímur Hermannsson alþingis- maður og Matthías Bjarnason % VOTERGATE Á ÍSLANDI Tólfta grein frumvarps ríkis- stjórnarinnar „um upplýsinga- skyldu stjórnvalda“, sem samið er að tilhlutan Ólafs Jóhannes- sonar, dómsmálaráðherra, hefur meðal löglærðra manna hlotið nafnið: „Nixon-ákvæðið“. I þessu umdeilda frumvarpi gerir Ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, ráð fyrir því, að ráð- herra viðkomandi stjórnvalds felli fullnaðarúrskurð um, livort skylt sé að afhenda eða veita vitneskju um opinbert skjal, ef deila rís um það, hvort það skuli afhent, eða því haldið leyndu fyrir almenningi. Ekki er gert ráð fyrir, að hægt verði að að skjóta úrskurði ráðherra til hlutlausra dómstóla. í frumvarpinu gerir Ólafur Jóhannesson, fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar, nákvæmlega sams konar kröfu og Richard Nixon gerði við rannsókn Watergate- málsins fræga, þegar hann hélt því fram, að það væri fram- kvæmdavaldsins, þ. e. forsetans, að skera úr um, hvaða skjöl og segulbandsspólur forsetaem- bættisins skyldu gerð opinber vegna rannsóknar málsins, en ekki hlutlausra dómstóla. í Watergate-málinu var ein- mitt tekist á um valdsvið forset- ans annars vegar, og starfssvið dómsvaldsins hins vegar. I Bandaríkj^unum varð, eins og kunnugt er, ofan á, að dómstólar skuli skera úr um upplýsinga- skyldu stjórnvalda. Verði tólfta grein frumvarps- ins um „upplýsingaskyldu slj órnvalda“ samþykkt óbreytt, verður það háð duttlungum ein- stakra ráðherra liverju sinni, hvort almenningur á Islandi fær upplýsingar um opinber mál. n\\v Aðalfundur Alþýðu- flokksfélags Eyjafjarðar S. 1. laugardag var haldinn aðal- fundur Alþýðuflokksfélags Eyja- fjarðar í Víkurröst á Dalvík. Fundurinn var nokkuð vel sóttur og meðal annarra voru mættir geslir frá Ólafsfirði og Akur- málflutningi þeirra tvímenning- anna, og tóku margir til máls, og voru þeir spurðir spjörunum úr, en þeir leistu vel og greið- lega úr öllum spurningum. Að sjálfsögðu fór fram stjórn- eyri, og auk þeirra Finur Torfi arkjör á aðalfundinum, og Stefánsson og Vihnundur Gylfa- son úr Reykjavík. Skýrðu þeir fundarmönnum frá störfum fimm manna nefndar þeirrar, sem kosin var á nýafstöðnu flokksþingi Alþýðuflokksins, til þess að leggja drög að nýrri stefnuskrá flokksins, en sú nefnd hefur það að markmiði að hafa lokið störfum fyrir mánaðamót- in janúar/febrúar 1975, og gæti þá jafnvel orðið af aukaþingi Alþýðuflokksins eigi síðar en um páska í vetur. Góður rómur var gerður að eflirlaldir kosnir í stjórn Al- þýðuflokksfélags Eyjafjarðar næsta starfsár: Formaður: Birgir Marinósson. Ritari: Þóra Angantýsdóttir. Gjaldkeri: Snorri Snorrason. Varastjórn: Viðar Jónsson. Árni Ólafsson. Jóhann Tryggvason. Um kvöldið var svo haldinn dansleikur með hingói í Víkur- röst, á vegum Alþýðuflokksfé- lagsins. sj ávarútvegsráðherra séu í stjórn Byggðasjóðs. Vinnsla þessi hefur notið fyrir- greiðslu úr byggðasjóði, en ekk- ert slíkt hefur komið til hjá okkur, enda höfum við ekki far- ið fram á það. Það er allt klárt hj á okkur hér á Blönduósi, fiskmatið er búið að gefa tilskilin leyfi og við munum standa fast á rétti okkar með að halda áfram rækju- vinnslu hér, og ekkert getur heldur stoppað bátana okkar af, nema þá að landhelgisgæslan verði látin skerast í leikinn. Við teljum, að við höfum ekkert af okkur brotið á einn eða annan hátt, og erum alls ekki hressir yfir þeim aðförum, sem að okk- ur eru farnar, sagði Kári að lokum. Veistu þetta? Árið 1946 voru sett ný og fullkomin lög um almanna- tryggingar, fyrir forgöngu Albýðuflokksins Framsókn var á móti

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.