Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1976, Page 10

Alþýðumaðurinn - 20.12.1976, Page 10
JÖL f FRAKKLAN Ég átti þess kost að dveljast um nokkurra ára skeið við nám í Frakklandi og fór þvi vitanlega ekki hjá því að ég kynntist jólahaldi þar í landi nokkuð, og mun ég nú í fáum orðum reyna að lýsa því sem mér þótti einkenna jólahald Frakka. Um 80% Frakka eru róm- versk-kaþólskrar trúar a. m. k. að nafninu til, en engin ríkiskirkja er þar í landi. Ber því jólahald auðvitað mikinn keim kaþólskunnar. Undir- búninigur jolahalds hefst þar líkt og hér snemma á jóla- föstu. Þá eru sett upp jólatré og ljósaskreytingar á götum og torgum borganna og búð- irnar fyllast af jólavarningi. Ekki virðist þó kaupæði fólks fyrir jól vera svo ahnennt sem hér og eru jólagjafir yfir leitt smærri í sniðum en hér tíðkast og meira hugsaðar sem einfalt tákn velvildar' og vináttu fólks í milli. Hinsveg- ar er mikið lagt upp úr matar kaupum fyrir jðL Frakkar eru frægir fyrir að vera mikl- ir matmenn og vart er til hinn aumasti fátæklingur sem ekki reynir að veita sér hinar dýrustu krásir og fín- ustu vín á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld. í Frakk- landi er eins og víðast á meg- inlandi Evrópu aðeins einn jólasveinn og nefnist hann í Frakklandi Jólapabbi, en skyldur er hann Sainkti Klaus nágrannalandanna og gegnir svipuðu hlutverki. Svo renn- ur aðfangadagurinn upp. í Frakklandi byrjar hátíðin eikiki fyrr en á miðnætti á jóla nó'tit og fara þá allir sem vettlingi geta vaidið til mið- næturmessu sem er afar íburð armikil og hátíðleg. Síðan er komið að því sem í augum flestra Frakka er hápunktur jólanna, en það er jólamáltíð- in, sem oft getur staðið í nokkra klukkutíma, en jóla- nóttin er á frönsku nefnd Vaka, eða Jólavaka. Venjuleg jólahátíð í FrakMandi hefst á köldum forrétti og eru til dæmis rækjur vinsæll forrétt ur í franskri jólahátíð. Anda- kjöt er vinsælasti kjötréttur- inn og fylgja ýmsir grænmet- isréttir á eftir, en þess má geta að algengt mun vera að jólamáltíð í Frakklandi sé sex- eða sjöréttuð. Hinn hefð bundni eftirréttur er hin svo- nefnda Jólakaka sem er stór og mikil sætabrauðsterta, en þess má geta að algengt er í Frakklandi sem víðast annars staðar fyrst og fremst fjöl- skylduhátíð, þó þekkist það að fólk fari út og borði á jóla- nótt og má síðustu daga fyrir hátíðar sjá í dagblöðunum auglýsingar frá veitingastöð- um um dýrar og fínar jóla- máltíðir. í Frakklandi er ann ar jóladagur ekki helgur dag- ur og jafnvei á sjálfan jóla- dag má a. m. k. í hinum stærri borgum finna opnar matvöru- búðir sérstaklega í hverfum arabískra innflytjenda sem ekki hálda jól og virðast eng- in lög banna þeirn sem það vilja að hafa opnar búðir sín- ar svo fremi að þeir sjálfir sem eiga búðirnar, eða ein- hver úr fjölskyldu þeirra af- greiði. Þó er jóladagur lög- boðinn frídagur, enda líklega ekki vanþörf að hvíla sig eft- ir gleðskap næturinnar. Það sama og á jólunum endurtek- ur sig svo um áramótin. Þá er byrjað að borða og drekka af lyst um miðnætti á nýársnótt. Sá munur er þó á að um ára- Hvað merkir orðið jól? Kenningar eru til um uppruna orðsins jól. Fyrsta skýringin á orðinu er í „Ágripi af Noregs- konungasögum“, sem mun vera frá því um 1200. Þar er orðið tálið vera dregið af Jóln ir, sem var eitt af nöfnum Óðins, en í Flateyjarbók er nafnið Jólnir hinsvegar talið dregið af orðinu jól. Páll lögmiaður Vídalín er einn fyrsti síðari tíma manna til að reyna að slkýra orðið. Telur hann það merkja hið sama og veisla og sumir telja það tvíbura orðsins öl, þessar skýringar láta efcki svo ósenni léga í eyrum þegar haft er í huga hve veislugleði og drykkjusvall hefur löngum verið nátengt jólunum og enn þann dag í dag þykir jólaölið hvarvetna ómissandi þáttur jólahailds. Svo eru þeir sem vilja skýra orðið jól þannig að það sé dregið af hjól, vegna afturhvarfs sólarinnar, eða jalad á hebresku, sem merkir „hefur fætt“, og er þá að sjálf sögðu átt við fæðingu Krists, eða þá af nafni Júlíusar Ces- ars. Þá má loks nefna skemmtilega skýringu þjóð- verjans W. Krogmanns, en hann telur orðið komið af frumgermanska orðinu iequlo sem merkti í upphafi fórn, en jólin hafi verið fórnarhátíð í upphafi og nafnið smátt og smátt færst yfir á hátíðina sjálfa. Síðar hafi orðið tekið að merkja skemmtun eða gam an en slíkt er ekki óþekkt með orð er merkja upphaflega guðsdýrkun sbr. Rudolf Men- iger, „Menn reisa fyrst kirkj- urnar. Síðan rísa kaffihúsin upp í kringum þær.“ Margar fleiri tilraunir hafa verið gerð ar til að útskýra það hvað orðið jól merkir, en aldrei hef ur það þó tekist svo viðhlít- andi sé. Samt hafa menn hald ið jólin um aldaraðir og eiga sjálfsagt eftir að halda þau meðan hedmur stendur þótt ökki finnist nein skýring á hinu norræna nafni þessarar mestu hátíðar mannkyns. SPEGLAR Erum nýbúnir að taka upp mikið úrval af speglum í öllum stærðum og gerðum. Komið og skoðið úrvalið. Fallegur spegill er vinsæl jólagjöf Eigum spegla í gjafapakkningum. Furuvöllum 5, sími 2-26-88 r mótin er miklu léttara yfir hátíðarhöldunum heldur en um jólin og fer þá fólk mjög gjarnan út að borða, eða heim sækir ættingja og vini. Ára- mótin eru ekki sú heimilis- og fjölskylduhátíð sem jólin. Áramótabrennur og flugeldar á gamlárskvöld þekkjast ekki í Frakklandi, en ekki þarf nema að fara yfir landamær- in til Þýskalands til að fyrir finna slíkt. Hinsvegar er mik- ið um flugelda og kínverja- sprengingar á þjóðhátíðardag inn 14. júlí. Það er einnig mun meira lagt upp úr nýárs- kveðjum en jólakveðjum í Frakklandi og er meira að segja algengt að óska frekar gleðilegs árs en gleðilegra jóla ef menn kveðjast í síð- asta sinn fyrir jól. Jólunum lýkur í Frakklandi eins og hér á Þrettándann hinn 6. janúar. Mun það eitt sinn hafa verið hel'gidagur í minningu um Vitringana þrjá frá Austur- löndum, en sú helgi er nú af- lögð, aðeins eimir eftir af henni í sambandi við það að margir gera sér einhvern daga mun þennan dag, drekka til dæmis afgangin af kampavín- inu sem eftir var frá gamlárs- kvöldi. Og á Þrettándann er tekið niður jólaskrautið og jólatrén sem svo mikinn svip settu á umhverfið. Allt verð- ur sem fyrr. R. A. Jótaáætlun Flugfélags * Islands hf. 1976 Mánudaginn 20. des. Fí - 21 10:30 11:25 FÍ - 25 15:00 15:55 Fí - 07a 18:30 19:25 Fl - 27 20:00 20:55 Fí - 27a 21:30 22:25 Þriðjudaginn 21. des. Fí - 21 10:30 11:25 FÍ - 25 15:00 15:55 Fí - 07a 18:30 19:25 Fí - 27 20:00 20:55 Miðvikudaginn 22. des Fí - 21 10:30 11:25 FÍ - 25 15:00 15:55 Fí - 27a 19:30 20:25 Fí - 27 20:00 20:00 j Fí - 27b 21:30 22:25 Fimmtudaginn 23. des. FÍ - 21 10:30 11:25 FÍ - 25 15:00 15:55 Fí - 27a 19:30 20:25 Fí - 27 20:00 20:00 Fí - 27 b 21:30 22:25 Föstudaginn 24. des. FÍ - 21 10:30 11:25 FÍ - 25 15:00 15:55 Föstudaginn 31. des. Fí - 21 10:30 11:25 FÍ - 25 15:00 15:55 Jafnframt fjölgar ferðum Flugfélags Norðurlands til flestra átlunarstaða vegna milcilla anna. FLUGFÉLAG ÍSLANDS - LOFTLEIÐIR JÓLABLAÐ

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.