Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Page 17

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Page 17
Ertu mikið jólabarn? Nei, ekkert rosalega. Hvað er það besta við jólin? Jólafrfið, stemmingin og vera með fjölskyldunni. Finnur þú fyrir miklu áreiti í kringum jólin? Hvað finnst þér um allar þessar auglýsingar? Mér finnst þær byrja svolítið snemma án þess að það fari nokkuð í taugarnar á mér. Munu komandi skattahækkanir og kaupmáttarrýrnun hafa áhrif á það hvernig þú heldur jólin í ár? Nei, engin áhrif. Fær ríkisstjórnin gott í skóinn eða kartöflu? Hún fær eitthvað smá gott f skóinn. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til að verðskulda gott í skóinn? Hún hefur alla vega gert sitt besta til að bæta ástandið. Munt þú kaupa eitthvað í Kolaportinu fyrir þessi jól? Gæti bara vel verið, fer kannski einn hring. Hvernig er með jólagjafir, gefurðu margar slíkar? Hverjir fá gjafir í ár? Þeir nánustu fá einungis gjafir. Hver fær flottustu jólagjöfina í ár? Það fá allir mjög svipað, ég er ekkert að gera upp á milli. Hvað viltu helst fá í jólagjöf í ár? Ég vil helst eitthvað fallegt sem kemur á óvart. Ef grátandi og svangur maður myndi banka upp á hjá þér á aðfangadag, myndirðu bjóða honum í mat? Já, og hann mætti alveg fá sér bita af hamborgarhryggnum. Ef þú ættir að lýsa jólunum í ár með einu lýsingarorði, hvaða lýsingarorð yrði fyrir valinu? Gleðileg Engilbert Aron Kristjánsson, öðru ári í kvikmyndafræði Ertu mikið jólabarn? Frekar meira en minna alla vega. Hvað er það besta við jólin? Ætli það sé ekki bara frf frá skólanum, hitta fjölskylduna og borða góðan mat. Finnur þú fyrir miklu áreiti í kringum jólin? Hvað finnst þér um allar þessar auglýsingar? Nei, ég læt þetta ekkert fara í taugarnar á mér. Munu komandi skattahækkanir og kaupmáttarrýrnun hafa áhrif á það hvernig þú heldur jólin í ár? Get ekki sagt það, er búinn að skipta yfir á ódýrari bíl og fór yfir f minni íbúð þannig að þetta hefur engin áhrif. Ef þú myndir bera saman þessi jól við jólin árið 2007, væri þá mikill munur og í hverju felst hann? Enginn munur fjárhagslega séð. Fær ríkisstjórnin gott í skóinn eða kartöflu? Hún á skilið kartöflu. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til að verðskulda kartöflu? Það er frekar að rfkisstjórnin verðskuldi kartöflu fyrir aðgerðarleysi heldur en aðgerðir. Munt þú kaupa eitthvað í Kolaportinu fyrir þessi jól? Já, ég er búinn að þvf, keypti mér bækur á mjög góðu verði. Hafa jólin breyst mikið frá því þú varst lítill? Minni tilhlökkun og allt svona eðlilegra. Hvernig er með jólagjafir, gefurðu margar slíkar? Hverjir fá gjafir í ár? Já, ég reyni nú yfirleitt að gefa sem fæstar jólagjafir. Ég er svo sparsamur að eðlisfari. Hver fær flottustu jólagjöfina í ár? Kærastan. Hvað viltu helst fá í jólagjöf í ár? Nýja skyrtu og bindi. Ef grátandi og svangur maður myndi banka upp á hjá þér á aðfangadag, myndirðu bjóða honum í mat? Já, ég held það nú bara, svo fremi sem hann væri ekki vopnaður. Ætlarðu að láta gott af þér leiða fyrir þessi jól. Nei, ég held nú ekki. Það er nú bara það lítið í veskinu mínu. Ef þú ættir að lýsa jólunum í ár með einu lýsingarorði, hvaða lýsingarorð yrði fyrir valinu? Stórkostleg. Guðrún Rósa ísberg, þriðja ári í lögfræði Ertu mikið jólabarn? Nei, eiginlega ekki, biðin eftir einkunnunum á stóran þátt í því. Hvað er það besta við jólin? Jólafríið, smákökurnar og pakkarnir. Finnur þú fyrir miklu áreiti í kringum jólin? Hvað finnst þér um allar þessar auglýsingar? Nei. Munu komandi skattahækkanir og kaupmáttarrýrnun hafa áhrif á það hvernig þú heldur jólin í ár? Nei, innilega ekki, ég bý heima hjá mömmu og pabba og þarf ekkert að spá í þetta. Ef þú myndir bera saman þessi jól við jólin árið 2007, væri þá mikill munur og í hverju felst hann? Já, núna er ég alla vega ekki að bíða eftir almennu einkunninni, það er eini munurinn. Fær ríkisstjórnin gott í skóinn eða kartöflu? Kartöflu. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til að verðskulda kartöflu? Hún hefur eiginlega bara ekki gert neitt. Munt þú kaupa eitthvað í Kolaportinu fyrir þessi jól? Nei. Hafa jólin breyst mikið frá því þú varst lítill? Nei, þau eru mjög vanaföst, ég hlakka enn jafn mikið til að fá pakkana. Hvernig er með jólagjafir, gefurðu margar slíkar? Hverjir fá gjafir í ár? Það fá nú nánast allir pakka í ár, þetta eru um 20 pakkar. Hver fær flottustu jólagjöfina í ár? Systir mtn. Hvað viltu helst fá í jólagjöf í ár? Ferð til Bergen. Ef grátandi og svangur maður myndi banka upp á hjá þér á aðfangadag, myndirðu bjóða honum í mat? Ég myndi bjóða honum mat með því að aðstoða hann við að komast í aðstöðu þar sem hann fengi mat. Ætlarðu að láta gott af þér leiða fyrir þessi jól. Já, ég gaf svona jólakassa til Úkraínu. Ef þú ættir að lýsa jólunum í ár með einu lýsingarorði, hvaða lýsingarorð yrði fyrir valinu? Pakkar. Kristján Andri Jóhannsson

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.