Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Page 22

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Page 22
Sólveig Ólafsdóttir og Gunnhildur Sveinsdóttir. Annir hjá Rauða krossi Islands fyrir hátíðarnar íslandsdeild Rauða krossins er rekin af miklum krafti og hefur verið mörg síðastliðin ár. Starfinu er skipulega skipt niður í ólík svið svo styrkur starfsfólks nýtist sem allra best. Stuðningur er í boði á hinum ýmsu sviðum en ekki er víst að landsmenn séu upplýstir um þau úrræði sem þar eru í boði. Þegar styttist í jólin og fjöldi heimila finnur að sér þrengt vegna efnahagsástandsins er vert að fara yfir starfsemi Rauða kross íslands. Þann 5. mars síðastliðinn var Rauðakrosshúsið, þjónustumiðstöð fyrir alla landsmenn, opnað að Borgartúni 25 ( Reykjavík. Þar geta einstaklingar og fjölskyldur leitað stuðnings við að takast á við erfiðar aðstæður í þjófélaginu. Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnastjóri Rauðakrosshússins, segir einkunnarorð hússins vera samvinnu, stuðning og sjálfboðna vinnu. í húsinu starfa sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins. Djáknar og prestar þjóðkirkjunnar eru á staðnum ásamt fulltrúum frá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Boðið er upp á námskeið af ýmsum toga og einstaklingar og fjölskyldur geta sótt sér sálrænan stuðning, ráðgjöf og leitað til sérfræðinga í áfallahjálparteymi Rauða krossins um margvísleg úrræði sem bjóðast í samfélaginu. Aðgangur að tölvuveri, kaffistofu, aðstöðu fyrir börn, námskeiðum og fyrirlestrum býðst fólki að kostnaðarlausu. Fólki sem hefur misst atvinnuna gefst tækifæri í Rauðakrosshúsinu til að halda sér virku í samfélaginu og nýta krafta slna með sjálfboðavinnu. 22 STÚDENTABLAÐIÐ Dagleg starfsemi hússins er I höndum sjálfboðaliða og sjá þeir um kaffihornið, krakkahornið, tölvuver og skráningar (ráðgjöf hjá sérfræðingum. Sumir halda fyrirlestra eða námskeið um áhugamál sín eða fagsvið, aðrir sinna móttöku og ráðgjöf, enn aðrir undirbúningi námskeiða og öðrum tilfallandi verkefnum. Hátt í 100 sjálfboðaliðar hafa komið að starfi hússins. Gunnhildur segir starfsemina miða að því að gestir finni þar stuðning og samkennd. „Stefnt er að því að hver sá sem I húsið kemur geti hlúð að sjálfum sér," bætir hún við. Frá því að Rauðakrosshúsið var opnað hafa heimsóknirnar verið um 6000 talsins og þar hafa konur verið I 60% tilvika. Aðsóknin fer vaxandi og eru gestir um 250-300 ( hverri viku. Rauðakrosshúsið er opið alla virka daga frá 12:00 til 17:00. Áhugasamir sjálfboðaliðar eru hvattirtil að senda tölvupóst á silja@redcross.is með upplýsingum um nafn, netfang, símanúmer og reynslu eða hringja I Silju Ingólfsdóttur I síma 898-1506. Matvælaaðstoð stórefld í kringum hótíðarnar Skiptifatamarkaður hóf göngu slna I byrjun nóvember og er haldinn laugardaga og þriðjudaga I Rauðakrosshúsinu. Til stendur að hann verði starfræktur til jóla. „Settir eru upp básar þar sem fólk getur lagt til heilleg föt sem börn þeirra eru vaxin upp úr eða nota ekki af öðrum ástæðum og tekið önnur sambærileg föt I staðinn," lýsir Gunnhildur. Hún segir jafnframt að fyrir jólin verði ýmislegt á dagskrá hússins. Jólakortaföndur, bridds, gerð aðventukransa, jólalsgerð, brjóstsykurgerð, kínverskur matur og margt fleira. Dagskráin er aðgengileg á raudakrosshusid.is. Matvælaaðstoð Rauða krossins veitir árlega einstaklingum og fjölskyldum um allt land aðstoð fyrir jólin. Að þessu sinni hefur matvælaaðstoðin verið stórefld I samvinnu við samstarfsaðila vegna aðstæðna I þjóðfélaginu. „Allar 50 deildir Rauða krossins um allt land veita sérstaka jólaaðstoð til þeirra sem á þurfa að halda," segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs. Eins úthlutar Rauði krossinn fötum til þeirra sem þurfa og um

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.