Búnaðarrit - 01.01.1931, Blaðsíða 14
8
B U N A Ð A R RI T
Taflan sýnir allgreinilega framförina, bæði víðáttuna
og þá breytingu, sem orðin er, að hin bylta nýrækt er
mest áberandi, en þúfna-sléttun í fúnum kemur skör
lægra og er nú mun minni árlega (nema 1928) en oft
fyr, þegar bezt var.
Það er fyrst eftir 1924, að verulegt skrið kemst á
túnbælurnar með Jarðræktarlögunum og breyttum hugs-
unarhætti. Þótt það sé líka jöfn framför 1921 —í924
eru túnbætur þeirra ára, sléttur og nýrækt samanlagt,
minni en t. d. 1911 —1914.
Ennþá skortir mjög mikið á, að túnræktarumbæt-
urnar séu nógu almennar. Virðist láta nærri, að þriðji
hver bóndi komi þar hvergi við sögu.
Við að bera saman tölu þeirra, er styrks hafa notið
samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna og túnræktar-
tölurnar, sést greinilega, að hér gildir það, sem endra-
nær, að margar hendur vinna létt verk, og það verður
ekki fyr en allir leggja saman, að verulega miðar í áttina.
Framför síðustu ára er meira því að þakka, hve þátt-
taka bænda í túnbótum fer vaxandi, en því, að afköst
hvers túnræktarmanns aukist svo mjög mikið ár frá ári.
Það sést af þessum tölum:
Túnrækt:
Ár: Túnræktunarmenn AIls ha. Á mann, ha.
1924 ................. 1,584 445,5 0,281
1925 ................ 2,280 581,3 0,255
1926 ................ 2,600 722,0 0,278
1927 ,............... 3,641 919,3 0,252
1928 ................ 4,931 1436,5 0,290
Meðaltal þess, sem hver einstaklingur vinnur, virðist
ekki hafa aukist að mun þessi 5 ár, en þátttakan hefir
aukist því meira. En sé það athugað, sem kunnugt er,
að nokkrir einstaklingar vinna nú árlega svo geysimikið
að túnbótum, að slíkt var alveg óþekkt áður, verður
augljóst, að þeir eru ekki stórir blettirnir hjá öllum
fjöldanum. Bolmagnið er víðast mjög takmarkað og