Búnaðarrit - 01.01.1931, Blaðsíða 19
BUNAÐ A R R I T
13
sláttu að meðaltali. En það gæti auðveldlega verið 15
—18 hestar af dagsláttu eða 45—55 hestar af ha., og
mætti alls ekki vera minna en lágmark þessara talna,
til þess benda bæði reynzla og tilraunir.
Af þessu virðist eðlilegt að draga þær ályktanir, að
ekki muni síður þörf á að bæta ræktunina frá því sem
nú er, en að auka víðáttuna. Það vekur jafnvel grun
um að viða muni það vera meira en vafasamt, að hvoru
beri að snúa sér með meiri þunga: nýrækt og túnauka
eða túnbótum innan jaðra gamla túnsins. Æskilegast
væri að hvorutveggja miðaði vel áleiðis, en ekki stoðar
að gapa yfir meiru en hægt er að gleypa, svo skaplega
fari. Valdi bændur ekki báðum þessum verkefnum, eða
þeir, sem ekki valda þeim báðum, verða að beina kröpt-
um sínum aðallega að því verkefninu, sem arðvænlegra
er fyrir þá og landbúnaðinn í heild sinni.
Þróun túnræktarinnar er of mikilsvert mál til þess að
láta óathugað, ef grunur leikur á, að fjöldi bænda fari
villur vegar í umbótum sínum. Mér finnst töluverð ástæða
til að ætlu að svo sé. Að það sé lagt fullmikið kapp á
að auka víðáttu hins ræktaða lands, án þess að séð sé
nægilega fyrir því, að ræktunin sé svo vel af hendi
leyst, að það fáist sem beztur arður af hverri krónu,
sem til hennar er varið.
Það er ekki aðalatriðið, að það fáist sléttaðir og
ræktaðir sem flestir ha., fyrir það fé og erfiði, sem lagt
er í túnbætur. Aðalatriðið er, að það fáist
sem flestir töðuhestar fyrir það.
Það er ekki aðalatriðið, að túnin stækki um helming
t. d. á næstu 5 árum, aðalatriðið er, að töðufengurinn
vaxi um helming eða meira.
Hugsunarhátturinn, sem bezt blómgaðist, meðan að
trúin á áveiturnar var í mestum algleymingi, meðan þær
voru jafnvel meira metnar en túnbæturnar, loðir nú við
túnræktina, henni til mikils tneins, og veldur því, að
mest er talað um víðáttuna, en minna um eftirtekjuna.