Búnaðarrit - 01.01.1931, Blaðsíða 274
268
BÚNAÐARRIT
talsverðrar þekkingar á byggingu þeirra og starfsháttum.
Mun óhætt mega fullyrða, að ýms mistök, er orðið hafa
undanfarið í starfrækslu þessara véla, muni að kenna
ófullnægjandi þekkingu í meðferð þeirra.
Nefndin getur því fallist á erindi Búnaðarsambands
Suðurlands um nauðsyn þess, að hlutast sé til um kennslu
í þessum efnum, og er þá á það að líta, hvernig henni
yrði bezt fyrir komið.
Það skal viðurkenní, að beztum kennslukröftum mun
vera hægt að koma við, með því að hafa kennslu í þessu
í einu lagi og þá helzt hér í grennd við Reykjavík. En
samkvæmt reynzlu þeirri, er fékkst af dráttarvélanáms-
skeiði því, er hér var haldið síðastliðið vor, virðist kennsl-
an verða mjög dýr fyrir Búnaðarfélag Islands. Einnig
er það kostnaðarauki fyrir menn, hvaðan sem er af land-
inu, að þurfa að sækja nám þetta hingað.
Til þess að spara kostnað, bæði fyrir nemendur og
Búnfél, Islands telur því nefndin æskilegt, að kennsla
þessi gæti farið fram víðar á landinu, og verður þá fyrst
fyrir að gera meðferð dráttarvéla að föstum lið í verk-
legri kennslu bændaskólanna. Auk þess fara nú ýmsir
menn, sem starfa að dráttarvélavinnu út um land, að fá
talsverða æfingu í meðferð þeirra, og ættu þeir, hinir
færustu þeirra, að geta tekið að sér kennslu á einum
manni hver í einu, án þess að trufli til muna starf þeirra,
En það leggur nefndin áherzlu á, að til þess séu aðeins
valdir færir menn.
Þar sem svo mikið verðmæti er í húfi, sem er and-
virði dráttarvéla landsins og vinnufall það, sem óeðlilegar
bilanir valda, þá telur nefndin ennfremur fyllilega rétt-
mætt og nauðsynlegt, að ákveðins prófs sé krafist af
þeim, sem með dráttarvélar fara. Þyrftu þá færir menn
út um land að vera löggiltir til þess að hafa það á hendi
á hentugum stöðum, og eftir því sem hæfir menn eru
fáanlegir til þess starfs.
Hinsvegar er nefndinni ljóst, að þetta krefst nokkurs