Búnaðarrit - 01.01.1931, Blaðsíða 136
130
BÚNAÐARRIT
gengið framhjá þeirri tegundinni sem auðræktuðust er,
og auk þess auðugust að næringu. Það er grænkálið. Mun
þó mega rækta það á hverju byggðu bóli á landinu. En
í stað þess að rækta grænkál, eru menn svo að eltast
við ýmsar þær káltegundir, sem miklu meiri vanda er
bundið að rækta. Qrænkál mun hafa verið ræktað á
hverju ári í Gróðrarstöðinni, síðan hún var stofnuð og á
hverju ári hefur mikið af því grotnað niður á haustin,
sökum þess, að eftirspurn var oftast lítil, stundum engin.
Blómkálið, hefur þar á móti náð miklum vinsældum
hér á landi, enda þrífst það víða vel. Voru reynd 4 af-
brigði af því þetta sumar og virðist, eins og áður, Er-
furterafbrigðið gefast bezt, að því leyti, að það er ár-
visst, vegna þess hve snemmvaxið það er. En hin af-
brigðin 3, Snebold, stórt danskt og Helios, hafa gefið
stærri höfuð, en einkum eru hin tvö síðastnefndu sein-
þroskaðri, og verður því að sá þeim fyr.
Af blöðrukáli (Savoy) og toppkáli fengust vel þroskuð
höfuð og einnig af Sumarhvítkáli.
En rauðkálið heppnaðist illa, eins og áður fyrri, enda
þótt því væri sáð fyrir miðjan apríl. Voru reynd tvö af-
brigði. Erfurter og Haco, sem er talið bráðþroskaðasta
rauðkálsafbrigðið sem völ er á nú. Að vísu eru æfinlega
myndaðar stórar blaðhvirfingar á haustin, en höfuðin eru
aldrei þétt, vantar æfinlega herslumuninn. Finnst mér
allt benda til, að ræktun rauðkáls muni eiga sér litla
framtíð hér á landi, nema ef til vill, þar sem hverahiti
er í jörð.
Gulrætur náðu vel sæmilegum þroska, enda eru þær
harðgerðar og má því sá þeim á klaka, eða jafnvel a5
hausti til. Þó hver þeirra verði ekki stór, þá fæst allgóð
uppskera fyrir því, þar sem þær geta staðið býsna þétt
í beðinu. Lítill munur virtist mér á þroska þeirra