Búnaðarrit - 01.01.1931, Blaðsíða 77
B Ú N A Ð A R R I T
71
á þeim bæjum, sem veikin hefir ekki komið á
enn þá.
Ur Skagafirðinum hefir hún borist á Skagaströndina
og úr Borgarfirðinum í V.-Húnavatnssýsluna. Hefir bólu-
efni einnig verið sent í Húnavatnssýslu, og er bezta von
um, að það sé að minnsta kosti mikil vörn.
I annað sinn var nú búið til bóluefni við bráðafári
hér á landi. Var það gert á rannsóknarstofu Háskólans
af Níels Dungal. Dómar manna um það eru misjafnir,
þó ber flestum saman um, að það sé öruggari vörn við
pestinni en erlenda bóluefnið, en borið hefir á því á
nokkrum stöðum, að drepist hefir af bólusetningu, og er
það þá sérstaklega af bóluefni nr. 16, sem drepist hefir.
Virðist svo, sem það hafi verið of sterkt. — Annars er
einn versti annmarkinn við tilbúning bóluefnisins hér sá,
hve bændur panta bóluefni sitt seint. Það þarf tíma til
að búa það til og reyna styrkleika þess á fénu, og því er
ekki hægt að búa til mikið, til að fullnægja eftirspurn,
sem fyrst kemur þegar á að fara að nota bóluefnið.
Þeir, sem hugsa sér að nota innlent bóluefni að ári,
ætfu að panta það í tíma, svo þeir eigi víst að fá reynt
bóluefni.
Annars bar mikið á bráðafári í haust, og t. d. í Eyja-
firði drapst margt, meðan stóð á sláturtíð, áður en bólu-
sett var. Fari að verða brögð að því, þarf að athuga
hvort ekki er rétt að bólusetja sláturféð líka, strax í
fyrstu rétt. Annars eru enn mörg vafaatriði viðvíkjandi
bráðafárinu, sem þarf að rannsaka. Má þar benda á
hið geysilega misjafna þol, sem féð hefir gegn pest og
bólusetningu, að sama bóluefnið virðist öruggt til varnar
á einum stað, en gagnslítið á öðrum o. s. frv. Vonandi
tekst rannsóknarstofu atvinnuveganna, sem væntanlega
byrjar starf sitt á næsta ári, að fá þessi atriði upplýst
og búa til bóluefni, sem alltaf sé örugg vörn gegn
pestinni.
Sumarmarkaður fyrir kjöt er stöðugt að aukast. En