Búnaðarrit - 01.01.1931, Blaðsíða 114
108
BÚNAÐARRIT
Hrossaræktar-ráðunauturinn:
Árið 1930 voru hrossasýningar haldnar á Suður- og
Austurlandi, nema Ú.-Skaftafellssýslu, sem afþakkaði þær
að þessu sinni. Alls voru sýningarnar 10. Á þeim voru
verðlaunuð 355 hross. Til sýninganna veitti Búnaðar-
félag íslands 1051 kr., gegn jafn miklu tillagi frá hlut-
aðeigandi héruðum, og 50 kr. uppbót á I. verðl. stóð-
hestanna, en þeir urðu 16, svo til þess eyddust 800 kr.
Loks var haldin ein afkvæmasýning. Var hún fyrir Sörla
frá Svaðastöðum, sem er eign hrossar.fél. Fljótsdals-
héraðs, og hlaut hann II. verðlaun eða 200 kr. Alls
lagði Búnaðarfélag Islands til sýninganna 2051 kr.
Af stóðhestunum, er hlutu I. verðl., voru 7 er nú
bættust í hópinn. Voru þeir þessir:
1. Faxi, jarpur, f. 1926, eig. Hósías Björnsson, Hösk-
uldsstaðaseli í. Breiðdal. Faðir Faxa var jarpur í
Eydölum, ættaður úr Breiðdal nema að nokkru frá
Svaðastöðum í Skagafirði, en móðir Faxa er Irpa í
Höskuldsstaðaseli.
2. Freyfaxi, dökkgrár, f. 1927, eig. Sveinn Jónsson, Eg-
ilsstöðum. Faðir Freyfaxa er Sörli frá Svaðastöðum,
en móðir hans er Frekja á Egilsstöðum.
Báða þessa hesta keypti Hrossar.fél. Fljótsdals-
héraðs í sumar.
3. Blakkur, brúnn, f. 1926, eig. Valdemar Stefánsson,
Árnanesi Hornafirði. Faðir Blakks er Blakkur á
Streiti í Breiðdal, undan Hæru í Árnanesi, en móðir
Blakks í Árnanesi er Stjarna s. st. Hrossr.fél. Horn-
firðinga keypti Ðlakk á sýningunni.
4. Geisli, steingrár, f. 1925, eig. Sæmundur Ólafsson,
Lágafelli Landeyjum. Faðir Geisla var Smyrill, grár,
Lágafelli, en móðir hans Jörp s. st.