Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 7

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 7
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 7 ÞJÓÐLEIKHIJSIÐ RÝMT - HVAÐ UM GARÐ? NoJik.rar hugleiSingar um Stúdentagarðana Þegar brezki herinn steig hér á land árið 1940, lagði hann undir sig ýmsar byggingar í Reykjavík, þar á meðal hið glæsilega, nýja Þjóðleikhús, Garð, eina íslenzka stúdenta- heimilið og hús einnar elztu og virðulegustu menntastofn- unar landsins, Menntaskólann. Taka þessara bygginga olli gremju meðal landsmanna. Menntaskólinn varð að hýrast í ónógu húsnæði á fleirum en einum stað, og missir Garðs bakaði stúdentum hin mestu vandræði. Tilraunir voru gerð- ar til að ná byggingunum úr höndum Breta, en þær báru engan árangur framan af — Bretar kváðust ekki geta misst i þær. Að lokum tókst þó ríkisstjórninni að fá Menntaskóla-3 húsið rýmt og skólinn gat flutt aftur í hin gömlu húsakynni sín, sem nú eru bráðum hundrað ára. Nú fyrir skömmu bárust þær gleðifréttir, að herstjórnin ætlaði að sleppa tökum á Þjóðleikhúsinu. Alþingi lagði fyr- ir ríkisstjórnina að reyna að ná því úr höndum Breta, og tókst henni að koma því til leiðar. Er nú von um að húsið verði bráðlega fullgert, svo að íslenzk leiklist fái loksins samastað, þar sem hún getur notið sín. En Garður er eftir. Eins og oft hefur verið bent á, bakaði það stúdentum ótrúlegra erfiðleika að missa Garð. Hann hefur að geyma íbúðir handa um 40 stúdentum, leikfimisal, samkomusal og húsakynni fyrir mötuneyti, og hann var miðstöð alls félagslífs stúdenta. Stúdentar reyndu eftir föngum að bæta sér upp tjónið. Erfiðast var að útvega íbúðir. Hafa stúdentar löngum orðið að hýrast í kjallara og á efstu hæð Háskólabyggingarinnar, oft yíir 10 menn í hverju herbergi. Húsnæði fyrir mötuneyti fengu þeir í Háskólakjallaranum, en það er bæði óhentugt og of þröngt og því erfitt að reka þar mötuneyti. Auk þess vantar alveg geymslur og að mestu boðlegar íbúðir fyrir starfsstúlkur. Fundi sína hafa stúdentar fengið að hafa í kennslustofum Háskólans, og skemmtanir hafa þeir reynt að halda í húsa- kynnum mötuneytisins, þótt það sé varla gerlegt vegna þrengsla. Stúdentar voru, sem von var, óánægðir með það hlutskipti að vera án Garðs. Skrifuðu þeir blaðagreinar um málið og héldu um það fundi. Var nokkuð deilt á Garðstjórn fyrir aðgerðir hennar eða öllu heldur aðgerðaleysi í Garðsmálinu, og vildu ýmsir grípa til allróttækra ráðstafana til að reyna að heimta Garð aftur. í sama mund kom fram hugmynd um að reisa nýtt stú- dentaheimili og var samþykkt á almennum stúdentafundi í marz 1942 að ráðast í byggingu þess. Var kosin bygginga- nefnd og í maí var byrjað á framkvæmdum. En meirihluti stúdenta skoðaði þetta áreiðanlega ekki sem neina lausn á deilunni við Breta um Garð. Kom það fram á fundum, sem haldnir voru um málið, að stúdentar vildu í engu slaka til á kröfum sínum þótt ráðist væri í byggingu nýs stúdentagarðs. Og meirihluti stúdenta er enn á sömu skoðun. Það er því villandi hjá Einari Ingimundarsyni, þar sem hann ræðir um Garðsmálið í skýrslu sinni um störf stúdenta- ráðsins 1941—1942 (sbr. nýútkomna Árbók Háskólans) og segir að það muni nú ,,álit flestra, að þeir megi eftir atvik- um una vel þessum málalokum“ (þ. e. að ráðist var í bygg- ingu nýs stúdentagarðs). Það var ekki um nein málalok að ræða. Krafan um Gamla Garð er enn í fullu gildi. Nú er Nýi Garður risinn upp, en þörfin fyrir Gamla Garð er engu minni en áður. Hin nýja bygging er ætluð um 60 stú- dentum, en umsóknir, sem bárust um Garðsvist í haust voru 'um 120. Var gerð sú neyðar ráðstöfun að tvísetja á mikinn ihluta herbergjanna, þótt þau séu alls ekki til þess ætluð, þar eð þau eru svo lítil, og einnig voru teknir til íbúðar ýmsir kimar byggingarinnar, sem alls ekki höfðu verið til þess ætlaðir, eins og fatageymslur og salir í kjallara. Samt sem áður hrekkur húsnæðið ekki til, og leit um tíma út fyr- ir, að alveg þyrfti að neita nokkrum stúdentum um húsnæði, en svo fór þó, að ein stofa fékkst upp á efstu hæð Háskól- ans, og verður að troða þar þeim, sem ekki komast á Garð. En Háskólinn þarf sjálfur æ meir á húsnæði sínu að halda og allt útlit er fyrir, að næsta vetur fái enginn stúdent þar lengur inni. Og í bænum sjálfum er lítil von um, að úr ræt- ist um húsnæði, og þótt eitt og eitt herbergi fengist, yrðu þau svo dýr, að vart mundi nokkrum stúdent kleyft að taka þau á leigu. í Nýja Garði er hvorki samkomusalur, leikfimissalur, bókasafnsstofa, þvottahús né húsnæði fyrir mötuneyti. Þeg- ar fyrirkomulag byggingarinnar var ákveðið, var ætlast til að slíkir salir á Gamla Garði nægðu fyrir báðar byggingarn- ar. Þó var gert ráð fyrir að breyta svo til þar, að allur kjall- arinn yrði tekinn undir mötuneyti, geymslur og annað, sem því tilheyrði. Á Nýja Garði var aftur reynt að koma sem flestum íbúðar herbergjum fyrir. Það er mikilla þakka vert, að Nýji Garður er risinn upp og ber að þakka öllum þeim, er lagt hafa sinn skerf til þess að svo mætti verða, en það er langt frá, að hann bæti til fulls úr því tjóni og óhagræði, sem rnissir Gamla Garðs bakar stúdentum enda var þess ekki vænzt. Þrengslin á Nýja Garði hafa mikil óþægindi í för með sér og hlýtur það að valda mjög aukinni óró og hávaða, að svona mörgum verður að troða þar inn. Mötuneytið, sem er ein allra mikilvægasta stofnun stúdenta, á við mikla örðugleika að stríða vegna húsnæðisþrengsla eins og áður er getið. Geysilegir erfiðleik- ar eru á því að sjá stúdentum fyrir þjónustu vegna húsnæð- isleysis. Garðbúar hafa ekki aðgang að leikfimisal sínum og

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.