Heimilið og KRON - 01.02.1939, Qupperneq 8
HEIMILIÐ OG KRON
Samvinnumaðurinn og KRON
Það voru nokkrir verkamenn í Reykjavík,
sem komu sér saman um að létta af sér
kaupmannaokrinu. Þeir fóru að panta lífs-
nauðsynjar sínar sjálfir, og notuðu kvöld-
stundirnar til að skipta þeim á milli. Varan
varð miklu ódýrari en hjá kaupmönnum.
Verkamennirnir höfðu unnið stóran sigur í
baráttunni fyrir bættum kjörum.
Þegar þessi fámenni hópur hafði brotið
ísinn urðu þeir fleiri og fleiri sem sáu, að
hér var stefnt í rétta átt og vildu slást í för.
Þannig óx og dafnaði Pöntunarfélag verka-
manna, unz það var orðið voldugt verzlun-
arfyrirtæki, sem hafði aðstöðu til þess að
hafa áhrif á allt verðlag og verzlunarháttu
í höfuðstaðnum. Samhliða Pöntunarfélag-
inu hafði vaxið upp önnur samvinnuverzlun
hér í bænum, það var Kaupfélag Reykja-
víkur. Þetta félag var stofnað fyrir atbeina
Framsóknarmanna, og það voru þeir fyrst
og fremst, er mynduðu félagið, og mun það
hafa tafið nokkuð fyrir vexti þess, að fjöldi
manna var haldinn af þeim fáránlega mis-
skilningi, að félag þetta, sem og önnur
kaupfélög, væri einskonar einkafyrirtæki
Framsóknarflokksins. Það er rétt að taka
fram til þess að fyrirbyggja allan misskiln.
ing, að fjarri fór því að Framsóknarmenn
sjálfir litu þannig á.
Það var öllum hugsandi samvinnumönn-
um ljóst, að ef samvinnuhreyfingin ætti
að verða stórveldi á sviði verzlunarmálanna
í höfuðstaðnum, þá þyrfti að sameina þessi
félög. Heilbrigð skynsemi sigraði, félögin
voru sameinuð, KRON var myndað. í stað-
inn fyrir kjallarakompurnar, þar sem
verkamenn hittust, að loknu dagsverki, til
þess að skipta með sér vörunum, eru nú
komnar nýtízku búðir, skrifstofur, bílar o.
s. frv. í stað þeirrar hagsmunabaráttu, sem
háð var í kyrrþey, af örfáum verkamönnum,
24
er nú komin voldug hreyfing, sem öll þjóðin
þekkir og talar um, hreyfing, sem ógnar
ægivaldi heildsalanna og annarra arðráns-
manna.
Þannig hefir sagan um vefarana frá
Rochdale endurtekið sig hér í Reykjavik.
En verkamaðurinn, sem á byrjunarskeið-
inu tók virkan þátt í þvi að mæla og vega
vöru, finnur það ef til vill ekki eins vel í dag
eins og þá, að þessi volduga hreyfing er
hans verk, að án hans væri hún ekki til,
og að án hennar væri hann berskjaldaður
fyrir okri kaupmannanna. En einmitt þann-
ig er sambandið milli hvers einasta sam-
vinnumanns, sem starfar innan vébanda
KRON. Án einstaklinganna ekkert KRON,
án KRON engin vörn gegn okurstarfsemi
kaupmannastéttarinnar. Því verður ekki
lengur við komið, að allir félagsmenn í
KRON vinni að vöruúthlutun eða öðrum
verzlunarstörfum eins og á fyrstu árum
Pöntunarfélagsins, en eigi að siður getur
hver einasti félagsmaður unnið persónulega
fyrir félagið.
Störf hans geta falizt í þessum atriðum:
1) Hann á að fylgjast með öllum rekstri
og starfsemi félagsins í smáu og stóru, enda
á hann heimtingu á öllum upplýsingum um
þessi efni hjá skrifstofu félagsins eða full-
trúum þess, sem kosnir eru á aðalfund.
2) Hann á að skýra starf og stefnu félags.
ins fyrir þeim utanfélagsmönnum, er hann
hefir persónulegt samband við.
3) Hann á að beina öllum sínum viðskipt-
um til síns eigin félags.
Ef þetta þrennt er rækt, þá finnur hver
einasti félagsmaður, að KRON er hans fé-
lag, finnur það á sama hátt eins og verka-
mennirnir, sem skiptu með sér vöru á síð-
kvöldum, fundu, að Pöntunarfélagið var
þeirra félag. Sigfús A. Sigurhjartarson.